„Mikilvægið er eins og þú sért í úrslitaleik“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. febrúar 2023 09:01 Snorri Steinn Guðjónsson vill sjá þétt setna Origo-höll í kvöld. vísir/arnar Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, segir að leikurinn gegn Benidorm í kvöld sé úrslitaleikur fyrir liðið í baráttunni um að komast í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar. Hann hefur gaman að því að greina óhefðbundinn leikstíl Spánverjanna. Valur fær Benidorm í heimsókn í 8. umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Valsmenn eru í 4. sæti B-riðils með fimm stig, einu stigi meira en Spánverjarnir sem eru á botni riðilsins. Fjögur efstu liðin komast í sextán liða úrslit og með sigri í kvöld stíga Íslandsmeistararnir stórt skref þangað. Valur vann fyrri leikinn gegn Benidorm, 29-32. Þótt Snorri sé ekki tilbúinn að fullyrða að leikurinn í kvöld sé sá stærsti á þjálfaraferlinum er hann full meðvitaður um mikilvægi hans. „Eigum við ekki að setja þetta á pari við úrslitaleiki um titlana. Mikilvægið er eins og þú sért í úrslitaleik. Ef við töpum erum við í vondum málum og getum nánast litið á það þannig að við séum úr leik þó svo allt geti gerst í þessum riðli eins og hefur sýnt sig. En ef við vinnum erum við í bullandi séns. Mikilvægi leiksins er mikið,“ sagði Snorri í samtali við Vísi í gær. Geggjuð staða að vera í „Það er staða sem við eigum að njóta. Að eiga þrjá leiki eftir í riðlakeppninni, þar af tvo á heimavelli, og vera með það í okkar höndum að komast áfram; það er geggjuð staða að vera í. Ef við hefðum hugsað þetta fyrir keppnina, þá bara já takk. Vonandi verður troðfullt hérna því það er á hreinu að við þurfum á öllu okkar að halda og allt auka sem við getum fengið er gulls ígildi.“ Klippa: Viðtal við Snorra Stein Snorri segir að allir leikmenn Vals séu klárir í slaginn fyrir utan Róbert Aron Hostert og Tryggva Garðar Jónsson sem meiddist gegn Flensburg í síðustu viku. „Ég mæti með sextán gaura tilbúna í leikinn,“ sagði Snorri. Gera þetta fáránlega vel Benidorm spilar nokkuð óhefðbundinn handbolta, nota ítrekað sjö menn í sókn og spila án markvarðar og fara stundum mjög framarlega í vörninni. „Það tekur aðeins meiri tíma. Þú þarft að horfa meira og kryfja meira. Það er fyrst og fremst skemmtilegt,“ sagði Snorri um undirbúninginn fyrir leikinn gegn Benidorm. „Það er margt sem þarf að fara yfir. Þeir spila mikið sjö á sex og geta farið í mjög ágenga 3-3 vörn. Það er eitthvað sem er ekki endilega daglegt brauð hérna heima. Þeir eru með að meðaltali rúmlega fjörutíu sóknir í Evrópukeppninni í sjö á sex. Það er margt sem þarf að skoða þar. Þeir gera það fáránlega vel og eru góðir í því. Og þeir hafa greinilega bullandi trú á því líka,“ sagði Snorri. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Valur fær Benidorm í heimsókn í 8. umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Valsmenn eru í 4. sæti B-riðils með fimm stig, einu stigi meira en Spánverjarnir sem eru á botni riðilsins. Fjögur efstu liðin komast í sextán liða úrslit og með sigri í kvöld stíga Íslandsmeistararnir stórt skref þangað. Valur vann fyrri leikinn gegn Benidorm, 29-32. Þótt Snorri sé ekki tilbúinn að fullyrða að leikurinn í kvöld sé sá stærsti á þjálfaraferlinum er hann full meðvitaður um mikilvægi hans. „Eigum við ekki að setja þetta á pari við úrslitaleiki um titlana. Mikilvægið er eins og þú sért í úrslitaleik. Ef við töpum erum við í vondum málum og getum nánast litið á það þannig að við séum úr leik þó svo allt geti gerst í þessum riðli eins og hefur sýnt sig. En ef við vinnum erum við í bullandi séns. Mikilvægi leiksins er mikið,“ sagði Snorri í samtali við Vísi í gær. Geggjuð staða að vera í „Það er staða sem við eigum að njóta. Að eiga þrjá leiki eftir í riðlakeppninni, þar af tvo á heimavelli, og vera með það í okkar höndum að komast áfram; það er geggjuð staða að vera í. Ef við hefðum hugsað þetta fyrir keppnina, þá bara já takk. Vonandi verður troðfullt hérna því það er á hreinu að við þurfum á öllu okkar að halda og allt auka sem við getum fengið er gulls ígildi.“ Klippa: Viðtal við Snorra Stein Snorri segir að allir leikmenn Vals séu klárir í slaginn fyrir utan Róbert Aron Hostert og Tryggva Garðar Jónsson sem meiddist gegn Flensburg í síðustu viku. „Ég mæti með sextán gaura tilbúna í leikinn,“ sagði Snorri. Gera þetta fáránlega vel Benidorm spilar nokkuð óhefðbundinn handbolta, nota ítrekað sjö menn í sókn og spila án markvarðar og fara stundum mjög framarlega í vörninni. „Það tekur aðeins meiri tíma. Þú þarft að horfa meira og kryfja meira. Það er fyrst og fremst skemmtilegt,“ sagði Snorri um undirbúninginn fyrir leikinn gegn Benidorm. „Það er margt sem þarf að fara yfir. Þeir spila mikið sjö á sex og geta farið í mjög ágenga 3-3 vörn. Það er eitthvað sem er ekki endilega daglegt brauð hérna heima. Þeir eru með að meðaltali rúmlega fjörutíu sóknir í Evrópukeppninni í sjö á sex. Það er margt sem þarf að skoða þar. Þeir gera það fáránlega vel og eru góðir í því. Og þeir hafa greinilega bullandi trú á því líka,“ sagði Snorri. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira