„Þetta eru fáránleg forréttindi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. febrúar 2023 21:54 Snorri Steinn Guðjónsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísirr/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var eðlilega stoltur af sínu liði eftir öruggan sex marka sigur gegn Benidorm í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Með sigrinum lyftu Valsmenn sér upp í þriðja sæti B-riðils og eiga enn góðan möguleika á sæti í 16-liða úrslitum. Leikruinn fór hins vegar ekki vel af stað hjá Valsmönnum og liðið skoraði aðeins fjögur mörk á frystu 15 mínútum leiksins, ásamt því að fyrirliðinn Alexander Örn Júlíusson fékk að líta vafasamt beint rautt spjald. „Byrjunin var svolítið erfið og við klikkuðum á einhverjum þrem eða fjórum hornafærum og allt það. En við vorum samt svona svolítið á hælunum fannst mér, en við misstum þá ekkert of langt fram úr okkur,“ sagði Snorri Steinn í leikslok. „Við mjökuðum þessu svona hægt og rólega fyrstu tuttugu og komust svo yfir fyrir hálfleik og þá leið mér þokkalega með þetta.“ Gestirnir frá Benidorm byrjuðu síðari hálfleikinn þó nokkuð vel og söxuðu á forskot Valsmanna, en Valsliðið tók völdin á ný og byggði upp öruggt forskot. Snorri vildi ekki segja til um hvað hefði klikkað hjá gestunum og einblíndi frekar á það sem sínir menn gerðu rétt. „Þú verður að spyrja þjálfarann þeirra að því. Við náðum að leysa þetta sjö á sex og ég hef ekki tölu á því hvað við skoruðum oft yfir allan völlinn. Við erum bara að fá fullt af auðveldum hlutum og þvinguðum þá í tæknifeila og annað slíkt sem þeir eru ekkert rosalega þekktir fyrir. Það sem við gerðum gekk upp og eftir erfiða byrjun fannst mér við finna betri takt sóknarlega eftir því sem leið á leikinn.“ Eins og áður segir fékk fyrirliði Vals, Alexander Örn Júlíusson, að líta beint rautt spjald snemma leiks. „Ég sá það ekki einu sinni og var ekki nálægt því að sjá það þannig ég ætla ekki einu sinni að reyna að hafa skoðun á því.“ Með sigrinum í kvöld lyfta Valsmenn sér upp í þriðja sæti B-riðils. Liðið mætir franska liðinu PAUC sem hefur tapað fjórum leikjum í röð í Evrópudeildinni eftir tap gegn Flensburg í kvöld næstkomandi þriðjudag og Snorri segir mikilvægi þess leiks ekki minna en í kvöld. „Við eigum nú einn mjög mikilvægan á föstudaginn líka þannig við skulum byrja á honum, en það segir sig sjálft og við vissum það fyrirfram að við þyrftum meira en þennan leik í kvöld. Þetta var mikilvægur leikur til þess að koma okkur í þá stöðu að geta komið okkur áfram í þessum riðli og við þurfum þvílíkan leik á þriðjudaginn. Ég get ekki einu sinni lýst því hvað við þurfum mikinn stuðning.“ „Þetta er geggjað að spila þessa leiki og þetta eru fáránleg forréttindi sem margir af strákunum gera sér bara ekki alveg grein fyrir. Að spila fyrir sitt félag í svona keppni og umgjörð. Bara plís, plís, plís troðfyllið húsið fyrir okkur og þá gerum við okkar besta til þess að komast áfram.“ Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Benidorm 35-29 | Draumurinn um 16-liða úrslit lifir góðu lífi Valur vann öruggan sex marka sigur er liðið tók á móti Benidorm í áttundu umferð riðlakeppninnar í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld, 35-29. Með sigrinum stukku Valsmenn upp í þriðja sæti B-riðils og eiga góða möguleika á að vinna sér inn sæti í 16-liða úrslitum. 14. febrúar 2023 21:40 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Leikruinn fór hins vegar ekki vel af stað hjá Valsmönnum og liðið skoraði aðeins fjögur mörk á frystu 15 mínútum leiksins, ásamt því að fyrirliðinn Alexander Örn Júlíusson fékk að líta vafasamt beint rautt spjald. „Byrjunin var svolítið erfið og við klikkuðum á einhverjum þrem eða fjórum hornafærum og allt það. En við vorum samt svona svolítið á hælunum fannst mér, en við misstum þá ekkert of langt fram úr okkur,“ sagði Snorri Steinn í leikslok. „Við mjökuðum þessu svona hægt og rólega fyrstu tuttugu og komust svo yfir fyrir hálfleik og þá leið mér þokkalega með þetta.“ Gestirnir frá Benidorm byrjuðu síðari hálfleikinn þó nokkuð vel og söxuðu á forskot Valsmanna, en Valsliðið tók völdin á ný og byggði upp öruggt forskot. Snorri vildi ekki segja til um hvað hefði klikkað hjá gestunum og einblíndi frekar á það sem sínir menn gerðu rétt. „Þú verður að spyrja þjálfarann þeirra að því. Við náðum að leysa þetta sjö á sex og ég hef ekki tölu á því hvað við skoruðum oft yfir allan völlinn. Við erum bara að fá fullt af auðveldum hlutum og þvinguðum þá í tæknifeila og annað slíkt sem þeir eru ekkert rosalega þekktir fyrir. Það sem við gerðum gekk upp og eftir erfiða byrjun fannst mér við finna betri takt sóknarlega eftir því sem leið á leikinn.“ Eins og áður segir fékk fyrirliði Vals, Alexander Örn Júlíusson, að líta beint rautt spjald snemma leiks. „Ég sá það ekki einu sinni og var ekki nálægt því að sjá það þannig ég ætla ekki einu sinni að reyna að hafa skoðun á því.“ Með sigrinum í kvöld lyfta Valsmenn sér upp í þriðja sæti B-riðils. Liðið mætir franska liðinu PAUC sem hefur tapað fjórum leikjum í röð í Evrópudeildinni eftir tap gegn Flensburg í kvöld næstkomandi þriðjudag og Snorri segir mikilvægi þess leiks ekki minna en í kvöld. „Við eigum nú einn mjög mikilvægan á föstudaginn líka þannig við skulum byrja á honum, en það segir sig sjálft og við vissum það fyrirfram að við þyrftum meira en þennan leik í kvöld. Þetta var mikilvægur leikur til þess að koma okkur í þá stöðu að geta komið okkur áfram í þessum riðli og við þurfum þvílíkan leik á þriðjudaginn. Ég get ekki einu sinni lýst því hvað við þurfum mikinn stuðning.“ „Þetta er geggjað að spila þessa leiki og þetta eru fáránleg forréttindi sem margir af strákunum gera sér bara ekki alveg grein fyrir. Að spila fyrir sitt félag í svona keppni og umgjörð. Bara plís, plís, plís troðfyllið húsið fyrir okkur og þá gerum við okkar besta til þess að komast áfram.“
Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Benidorm 35-29 | Draumurinn um 16-liða úrslit lifir góðu lífi Valur vann öruggan sex marka sigur er liðið tók á móti Benidorm í áttundu umferð riðlakeppninnar í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld, 35-29. Með sigrinum stukku Valsmenn upp í þriðja sæti B-riðils og eiga góða möguleika á að vinna sér inn sæti í 16-liða úrslitum. 14. febrúar 2023 21:40 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Umfjöllun: Valur - Benidorm 35-29 | Draumurinn um 16-liða úrslit lifir góðu lífi Valur vann öruggan sex marka sigur er liðið tók á móti Benidorm í áttundu umferð riðlakeppninnar í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld, 35-29. Með sigrinum stukku Valsmenn upp í þriðja sæti B-riðils og eiga góða möguleika á að vinna sér inn sæti í 16-liða úrslitum. 14. febrúar 2023 21:40