Fótbolti

Ólöf byrjar í fyrsta landsleiknum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, nítján ára framherji Þróttar, leikur sinn fyrsta landsleik í dag.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, nítján ára framherji Þróttar, leikur sinn fyrsta landsleik í dag. ksí

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir er í byrjunarliði íslenska kvennalandsliðsins sem mætir Skotlandi í fyrsta leik sínum á Pinatar mótinu í dag.

Ólöf er nýliði í landsliðinu og leikur sinn fyrsta landsleik í dag. Hún hefur leikið með Þrótti undanfarin þrjú tímabil.

Byrjunarlið Íslands er nokkuð ungt en sex af ellefu leikmönnum eru fæddir 2000 eða síðar.

Um er að ræða fyrsta landsleik Íslands eftir að Sara Björk Gunnarsdóttir lagði landsliðsskóna á hilluna. Alexandra Jóhannsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Amanda Andradóttir eru á miðjunni en Sveindís Jane Jónsdóttir og Agla María Albertsdóttir á köntunum. 

Í miðri vörninni er nýi fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir við hlið hennar, og bakverðir eru sem fyrr Guðný Árnadóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir. Sandra Sigurðardóttir er í markinu.

Leikur Íslands og Skotlands hefst klukkan 14 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Ísland mætir svo Wales á laugardagskvöld og loks Filippseyjum næsta þriðjudagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×