Kom í veg fyrir að lögreglu yrði bannað að leggja hald á gögn um tíðahring kvenna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2023 07:22 Youngkin vill takmarka verulega rétt kvenna til þungunarrofs. epa/Shawn Thew Glenn Youngkin, ríkisstjóra Virginíu í Bandaríkjunum, hefur tekist að stöðva framgang frumvarps sem kveður á um að lögreglu sé ekki heimilt að leggja hendur á gögn úr smáforritum sem konur nota til að skrásetja og fylgjast með tíðahring sínum. Repúblikaninn Youngkin er sagður hafa beitt sér fyrir því að frumvarpið var svæft í undirnefnd, með því að færa þau rök fyrir nefndinni að það væri ekki löggjafans að takmarka leitarheimildir lögreglu. Stuðningsmenn frumvarpsins óttast hins vegar að gögn úr smáforritum verði notuð í dómsmálum gegn konum sem gangast undir þungunarrof, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri niðurstöðunni í Roe gegn Wade og setti þar með löggjafarvaldið í málaflokknum aftur í hendur einstakra ríkja. Það vakti athygli að umrætt frumvarp hafði þegar verið samþykkt í efri deild Virginíu-þings, þar sem það naut stuðnings meirihluta Demókrata og níu Repúblikana. Einn þeirra, kvensjúkdómalæknirinn Siobhan Dunnavant, hefur verið afar gagnrýnin á frumvarp sem Youngkin vill leggja fram og kveður á um bann við þungunarrofum eftir 15. viku meðgöngu. Segist hún ekki munu styðja það nema undanþága verði gerð vegna fósturgalla, allt fram á 24. viku. Eins og stendur er konum í Virginíu frjálst að gangast undir þungunarrof fram að 27. viku. Þess má geta að í Flórída hurfu skólayfirvöld frá því á dögunum að krefjast þess að stúlkur sem vildu stunda íþróttir gæfu upplýsingar um blæðingar sínar. Gagnrýnendur sögðu kröfurnar í takt við stefnu ríkisstjórans Ron DeSantis um að draga úr réttindum trans fólks. Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Repúblikaninn Youngkin er sagður hafa beitt sér fyrir því að frumvarpið var svæft í undirnefnd, með því að færa þau rök fyrir nefndinni að það væri ekki löggjafans að takmarka leitarheimildir lögreglu. Stuðningsmenn frumvarpsins óttast hins vegar að gögn úr smáforritum verði notuð í dómsmálum gegn konum sem gangast undir þungunarrof, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri niðurstöðunni í Roe gegn Wade og setti þar með löggjafarvaldið í málaflokknum aftur í hendur einstakra ríkja. Það vakti athygli að umrætt frumvarp hafði þegar verið samþykkt í efri deild Virginíu-þings, þar sem það naut stuðnings meirihluta Demókrata og níu Repúblikana. Einn þeirra, kvensjúkdómalæknirinn Siobhan Dunnavant, hefur verið afar gagnrýnin á frumvarp sem Youngkin vill leggja fram og kveður á um bann við þungunarrofum eftir 15. viku meðgöngu. Segist hún ekki munu styðja það nema undanþága verði gerð vegna fósturgalla, allt fram á 24. viku. Eins og stendur er konum í Virginíu frjálst að gangast undir þungunarrof fram að 27. viku. Þess má geta að í Flórída hurfu skólayfirvöld frá því á dögunum að krefjast þess að stúlkur sem vildu stunda íþróttir gæfu upplýsingar um blæðingar sínar. Gagnrýnendur sögðu kröfurnar í takt við stefnu ríkisstjórans Ron DeSantis um að draga úr réttindum trans fólks.
Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira