Einvígi risa sem raknað hafa úr rotinu Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2023 12:01 Robert Lewandowski og Marcus Rashford eru ansi líklegir til að setja mark sitt á einvígi stórliðanna tveggja sem hefst í dag. Getty Barcelona og Manchester United hafa marga spennandi hildi háð í gegnum tíðina. Í dag mætast liðin hins vegar í Evrópudeildinni í fyrsta sinn, þrátt fyrir uppgang beggja í vetur undir stjórn nýrra þjálfara. Liðin mætast í fyrri leik sínum á Camp Nou snemma í dag, eða klukkan 17:45, og er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Seinni leikurinn er svo á Old Trafford eftir viku. Barcelona hefur unnið alla sína leiki á árinu 2023 og virðist á hárréttri braut undir stjórn Xavi sem sneri aftur á Camp Nou síðasta sumar, eftir þriðja ár Börsunga í röð án þess að vinna spænsku deildina. Þeir eru komnir með átta stiga forskot á Real Madrid á toppi hennar. Þrátt fyrir það klúðruðu Börsungar tækifærinu á að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu, þegar þeir enduðu fyrir neðan Bayern München og Inter í riðlakeppninni, og því eru þeir mættir í umspil Evrópudeildarinnar þar sem þeir berjast við United um sæti í 16-liða úrslitum. We're. Back. #UEL pic.twitter.com/SbCMiMGDRp— UEFA Europa League (@EuropaLeague) February 13, 2023 United hefur sömuleiðis vegnað afar vel eftir HM-hléið og er nú aðeins fimm stigum frá toppi ensku úrvalsdeildarinnar, eftir byrjunarörðugleika undir stjórn Eriks Ten Hag sem Hollendingurinn virðist hafa náð að lagfæra. Þá leikur liðið úrslitaleik í deildabikarnum síðar í mánuðinum og getur unnið sinn fyrsta titil í sex ár. United endaði hins vegar í 2. sæti síns riðils í Evrópudeildinni í haust, á eftir Real Sociedad, og þarf því að fara í umspilið. Barcelona hefur haft nokkra yfirburði gegn United í síðustu leikjum liðanna en United fagnaði síðast sigri í einvígi gegn Barcelona árið 2008, samtals 1-0 í undanúrslitum, þegar liðið varð Evrópumeistari. Barcelona vann svo úrslitaleik liðanna ári seinna, 2-0, og sömuleiðis úrslitaleikinn 2011, 3-1. Þá mættust liðin í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2019 þar sem Barcelona vann báða leiki og einvígið samtals 4-0. United getur ekki teflt fram nýja manninum Marcel Sabitzer því hann er í banni vegna þriggja áminninga í búningi Bayern í haust, og sömu sögu er að segja af Lisandro Martínez. Antony, Anthony Martial og Scott McTominay fóru heldur ekki með liðinu til Barcelona vegna meiðsla, og Christian Eriksen og Donny van de Beek verða lengi frá vegna meiðsla. Börsungar eru án Ousmane Dembélé og Sergio Busquets. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Liðin mætast í fyrri leik sínum á Camp Nou snemma í dag, eða klukkan 17:45, og er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Seinni leikurinn er svo á Old Trafford eftir viku. Barcelona hefur unnið alla sína leiki á árinu 2023 og virðist á hárréttri braut undir stjórn Xavi sem sneri aftur á Camp Nou síðasta sumar, eftir þriðja ár Börsunga í röð án þess að vinna spænsku deildina. Þeir eru komnir með átta stiga forskot á Real Madrid á toppi hennar. Þrátt fyrir það klúðruðu Börsungar tækifærinu á að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu, þegar þeir enduðu fyrir neðan Bayern München og Inter í riðlakeppninni, og því eru þeir mættir í umspil Evrópudeildarinnar þar sem þeir berjast við United um sæti í 16-liða úrslitum. We're. Back. #UEL pic.twitter.com/SbCMiMGDRp— UEFA Europa League (@EuropaLeague) February 13, 2023 United hefur sömuleiðis vegnað afar vel eftir HM-hléið og er nú aðeins fimm stigum frá toppi ensku úrvalsdeildarinnar, eftir byrjunarörðugleika undir stjórn Eriks Ten Hag sem Hollendingurinn virðist hafa náð að lagfæra. Þá leikur liðið úrslitaleik í deildabikarnum síðar í mánuðinum og getur unnið sinn fyrsta titil í sex ár. United endaði hins vegar í 2. sæti síns riðils í Evrópudeildinni í haust, á eftir Real Sociedad, og þarf því að fara í umspilið. Barcelona hefur haft nokkra yfirburði gegn United í síðustu leikjum liðanna en United fagnaði síðast sigri í einvígi gegn Barcelona árið 2008, samtals 1-0 í undanúrslitum, þegar liðið varð Evrópumeistari. Barcelona vann svo úrslitaleik liðanna ári seinna, 2-0, og sömuleiðis úrslitaleikinn 2011, 3-1. Þá mættust liðin í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2019 þar sem Barcelona vann báða leiki og einvígið samtals 4-0. United getur ekki teflt fram nýja manninum Marcel Sabitzer því hann er í banni vegna þriggja áminninga í búningi Bayern í haust, og sömu sögu er að segja af Lisandro Martínez. Antony, Anthony Martial og Scott McTominay fóru heldur ekki með liðinu til Barcelona vegna meiðsla, og Christian Eriksen og Donny van de Beek verða lengi frá vegna meiðsla. Börsungar eru án Ousmane Dembélé og Sergio Busquets. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira