Segir raunverulegan möguleika á að opna þurfi fjöldahjálparstöðvar Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 16. febrúar 2023 12:58 Jóhannes Þór segir stjórnvöld ekki geta setið lengi á hliðarlínunni. Vísir/Vilhelm Þúsundir ferðamanna sem sem von er á til landsins munu ekki geta nýtt sér þá gistingu sem þeir hafa keypt sér vegna verkfallsaðgerða á hótelum. Raunverulegur möguleiki á að opna þurfi fjöldahjálparstöðvar segir talsmaður ferðaþjónustunnar. Verkföllin hafa áhrif á allt samfélagið. Verkfall félagsmanna Eflingar á Íslands- og Fosshótelum hefur staðið yfir síðan 7. febrúar síðastliðin og hefur þegar haft mikil áhrif á starfsemina. Nú er svo komið að einhver hótelana munu ekki geta tekið við nýjum gestum og þurfa að vísa fólki frá. Jóhannes Þór skúlason, framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar hefur þungar áhyggjur af stöðunni. „Þannig að núna er staðan þannig að frá og með deginum í dag þá munu sum af þessum hótelum hætta að taka á móti gestum eftir hádegi. Hætta að innrita nýja gesti. Það þýðir að þeir gestir verða þá að finna sér annan samastað. Þessi vandi mun aukast. Bæði á morgun og laugardaginn munu hluti af þessum hótelum væntanlega hætta að taka við nýjum gestum. Á sunnudaginn mun önnur hótelkeðjan sem er í verkfalli hætta að taka við gestum. Þá eru í raun öll hótelin hætt að geta tekið við nýjum gestum. Það þýðir það að það þarf að finna þeim annan samastað. Það er mjög erfitt því að þau hótel sem eru í verkföllum núna eru mjög stór hluti af gistiframboðinu á höfuðborgarsvæðinu.“ Vandinn sé raunverulegur og mikið af fólki verður fyrir raski. „Að okkar mati eftir að hafa legið yfir þessu alla vikuna í samtölum við bæði hótelin sem um ræðir, almannavarnir og fleiri þá teljum við alveg ljóst að þessi vandi sé mjög raunverulegur og þetta verða á milli, núna um helgina kannski, fyrst um fimm hundruð og upp í þúsund til tvö þúsund manns. Inn í næstu viku gætu þetta orðið þúsund til fjögur þúsund manns sem eru í þeim sporum að fá ekki þá gistingu sem þau bjuggust við.“ Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins lét hafa eftir sér í gær að jafnvel gæti þurft að opna fjöldahjálparstöðvar. „Ég myndi telja að það sé mjög raunverulegur möguleiki að þess verði þörf.“ Stjórnvöld verði að grípa inn í á einhverjum tímapunkti. „Ég ætla að orða það þannig að stjórnvöld geta ekki leyft sér að vera áhorfendur á þessu ástandi í langan tíma í viðbót.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Verkfall félagsmanna Eflingar á Íslands- og Fosshótelum hefur staðið yfir síðan 7. febrúar síðastliðin og hefur þegar haft mikil áhrif á starfsemina. Nú er svo komið að einhver hótelana munu ekki geta tekið við nýjum gestum og þurfa að vísa fólki frá. Jóhannes Þór skúlason, framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar hefur þungar áhyggjur af stöðunni. „Þannig að núna er staðan þannig að frá og með deginum í dag þá munu sum af þessum hótelum hætta að taka á móti gestum eftir hádegi. Hætta að innrita nýja gesti. Það þýðir að þeir gestir verða þá að finna sér annan samastað. Þessi vandi mun aukast. Bæði á morgun og laugardaginn munu hluti af þessum hótelum væntanlega hætta að taka við nýjum gestum. Á sunnudaginn mun önnur hótelkeðjan sem er í verkfalli hætta að taka við gestum. Þá eru í raun öll hótelin hætt að geta tekið við nýjum gestum. Það þýðir það að það þarf að finna þeim annan samastað. Það er mjög erfitt því að þau hótel sem eru í verkföllum núna eru mjög stór hluti af gistiframboðinu á höfuðborgarsvæðinu.“ Vandinn sé raunverulegur og mikið af fólki verður fyrir raski. „Að okkar mati eftir að hafa legið yfir þessu alla vikuna í samtölum við bæði hótelin sem um ræðir, almannavarnir og fleiri þá teljum við alveg ljóst að þessi vandi sé mjög raunverulegur og þetta verða á milli, núna um helgina kannski, fyrst um fimm hundruð og upp í þúsund til tvö þúsund manns. Inn í næstu viku gætu þetta orðið þúsund til fjögur þúsund manns sem eru í þeim sporum að fá ekki þá gistingu sem þau bjuggust við.“ Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins lét hafa eftir sér í gær að jafnvel gæti þurft að opna fjöldahjálparstöðvar. „Ég myndi telja að það sé mjög raunverulegur möguleiki að þess verði þörf.“ Stjórnvöld verði að grípa inn í á einhverjum tímapunkti. „Ég ætla að orða það þannig að stjórnvöld geta ekki leyft sér að vera áhorfendur á þessu ástandi í langan tíma í viðbót.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira