„Fannst þetta vera Meistaradeildarleikur og jafnvel meira“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. febrúar 2023 23:01 Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, og Xavi, þjálfari Barcelona. Alex Caparros/Getty Images Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, var ánægður með spilamennsku sinna manna er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Barcelona í Evrópudeildinni í kvöld. Hann hefði þó þegið sigur, enda fannst honum sínir menn stjórna leiknum. „Mér fannst við stjórna leiknum fyrir utan kannski 15 mínútur í fyrri hálfleik. Þá vorum við í örlitlum vandræðum, en við stjórnuðum leiknum stærsta hlutann og sköpuðum okkur mikið af færum,“ sagði Hollendingurinn eftir leikinn. „Ég var pínu vonsvikinn með það að staðan væri enn 0-0 í hálfleik því við hefðum átt að skora og þau færi sem þeir fengu bjuggum við til fyrir þá.“ „En þetta var frábær leikur þar sem tvö sókndjörf lið voru að mætast. Mér fannst þetta vera Meistaradeildarleikur og jafnvel meira en það þannig ég naut leiksins í botn. En þetta endaði 2-2 og við þurfum að klára dæmið á Old Trafford,“ sagði Ten Hag. Eftir að hafa lent undir snemma í síðari hálfleik snéru gestirnir frá Manchester taflinu sér í hag og níu mínútum eftir að hafa lent undir var liðið komið með forystuna. Hollendingurinn hrósaði sínum mönnum fyrir að koma til baka, en skaut einnig á dómara leiksins þar sem honum fannst Marcus Rashford eiga að fá víti í leiknum. „Það er mikill karakter og áræðni í þessu liði. Trúin sem við höfðum á því að við myndum skora fyrsta markið sem er svo mikilvægt var til staðar en við gerðum það ekki. En síðan snúum við þessu við þegar við lendum undir og mér fannst dómararnir líka hafa mikil áhrif á leikinn.“ „Mér fannst klárlega brotið á Rashford. Við getum svo rætt það hvort hann hafi verið fyrir utan teig, en þá er þetta rautt spjald því hann var kominn einn á mót markmanni. Þetta hafði mikil áhrif, ekki bara á þennan leik heldur einvígið í heild og dómarar geta ekki gert svona mistök.“ Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Allt jafnt fyrir stórleikinn á Old Trafford Barcelona og Manchester United áttust við í fyrri viðureign liðanna í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 2-2 og því verður allt undir þegar liðin mætast á Old Trafford í seinni leiknum að viku liðinni. 16. febrúar 2023 19:42 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira
„Mér fannst við stjórna leiknum fyrir utan kannski 15 mínútur í fyrri hálfleik. Þá vorum við í örlitlum vandræðum, en við stjórnuðum leiknum stærsta hlutann og sköpuðum okkur mikið af færum,“ sagði Hollendingurinn eftir leikinn. „Ég var pínu vonsvikinn með það að staðan væri enn 0-0 í hálfleik því við hefðum átt að skora og þau færi sem þeir fengu bjuggum við til fyrir þá.“ „En þetta var frábær leikur þar sem tvö sókndjörf lið voru að mætast. Mér fannst þetta vera Meistaradeildarleikur og jafnvel meira en það þannig ég naut leiksins í botn. En þetta endaði 2-2 og við þurfum að klára dæmið á Old Trafford,“ sagði Ten Hag. Eftir að hafa lent undir snemma í síðari hálfleik snéru gestirnir frá Manchester taflinu sér í hag og níu mínútum eftir að hafa lent undir var liðið komið með forystuna. Hollendingurinn hrósaði sínum mönnum fyrir að koma til baka, en skaut einnig á dómara leiksins þar sem honum fannst Marcus Rashford eiga að fá víti í leiknum. „Það er mikill karakter og áræðni í þessu liði. Trúin sem við höfðum á því að við myndum skora fyrsta markið sem er svo mikilvægt var til staðar en við gerðum það ekki. En síðan snúum við þessu við þegar við lendum undir og mér fannst dómararnir líka hafa mikil áhrif á leikinn.“ „Mér fannst klárlega brotið á Rashford. Við getum svo rætt það hvort hann hafi verið fyrir utan teig, en þá er þetta rautt spjald því hann var kominn einn á mót markmanni. Þetta hafði mikil áhrif, ekki bara á þennan leik heldur einvígið í heild og dómarar geta ekki gert svona mistök.“
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Allt jafnt fyrir stórleikinn á Old Trafford Barcelona og Manchester United áttust við í fyrri viðureign liðanna í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 2-2 og því verður allt undir þegar liðin mætast á Old Trafford í seinni leiknum að viku liðinni. 16. febrúar 2023 19:42 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira
Allt jafnt fyrir stórleikinn á Old Trafford Barcelona og Manchester United áttust við í fyrri viðureign liðanna í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 2-2 og því verður allt undir þegar liðin mætast á Old Trafford í seinni leiknum að viku liðinni. 16. febrúar 2023 19:42