Nýr þingmaður leitar sér hjálpar vegna þunglyndis Kjartan Kjartansson skrifar 16. febrúar 2023 23:33 John Fetterman glímir enn við eftirköst heilablóðfalls sem varð honum næstum því að bana í fyrra. Hann hefur nú leitað á sjúkrahús vegna alvarlegs þunglyndis. AP/J. Scott Applewhite John Fetterman, nýr öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins frá Pennsylvaníu, lagðist inn á sjúkrahús til þess að leita sér meðferðar gegn þunglyndi í gærkvöldi. Hann glímir enn við eftirköst heilablóðfalls sem varð honum næstum að aldurstila í fyrra. Skrifstofustjóri Fettermans greindi frá því í dag að Fetterman hefði sjálfur leitað til Walter Reed-hersjúkrahússins vegna alvarlegs þunglyndis. Hann hafi fengið þunglyndisköst við og við um ævina en það hafi ágerst undanfarnar vikur. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, sagði flokkinn standa þétt við bakið á Fetterman. Hann búist við honum fljótt til baka. Gisele Fetterman, eiginkona þingsmannsins, segist stolt af honum að leita sér þeirra hjálpar sem hann þarfnast. John Thune, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Suður-Dakóta og einn leiðtoga flokksins, sagðist ekki þekkja Fetterman sérlega vel en að þingmenn vonist og biðji fyrir að um hann hljóti skjótan bata. Fetterman, sem er 53 ára gamall, náði kjöri sem öldungadeildarþingmaður Pennsylvaníu í kosningunum í nóvember. Þar bar hann sigurorð af sjónvarpsfígúrunni Mehmet Oz. Hann tók sæti á þingi í fyrsta skipti í janúar. Sigur Fettermans var þýðingarmikill fyrir demókrata sem juku óvænt við meirihluta sinn í þingdeildinni. Styðst við hjálpartæki til að meðtaka mælt mál Heilsubrestur hefur plagað Fetterman. Hann fékk heilablóðfall í maí rétt fyrir forval Demókrataflokksins. Átti hann erfitt með að tjá sig og meðtaka mælt mál í kjölfarið. Hann hefur stuðst við hjálpartæki sem skrifa upp mælt mál. Í kjölfar heilablóðfallsins var var græddur í hann gangráður vegna gáttatitrings og hjartavöðvasjúkdóms. Fetterman hefur sagt opinberlega að hann hafi næstum því látið lífið í fyrra. Fetterman dvaldi tvo daga á sjúkrahúsi í Washington-borg í síðustu viku eftir að hann fann fyrir svima. Rannsóknir bentu ekki til þess að hann hefði orðið fyrir öðru heilablóðfalli eða flogi, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fetterman lagði Oz CNN, Fox News og fleiri miðlar hafa lýst John Fetterman sigurvegara í öldungadeildarþingkosningunum í Pennsylvaníu, þar sem mótframbjóðandi hans var sjónvarpslæknirinn Dr. Mehmet Oz. 9. nóvember 2022 06:45 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Skrifstofustjóri Fettermans greindi frá því í dag að Fetterman hefði sjálfur leitað til Walter Reed-hersjúkrahússins vegna alvarlegs þunglyndis. Hann hafi fengið þunglyndisköst við og við um ævina en það hafi ágerst undanfarnar vikur. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, sagði flokkinn standa þétt við bakið á Fetterman. Hann búist við honum fljótt til baka. Gisele Fetterman, eiginkona þingsmannsins, segist stolt af honum að leita sér þeirra hjálpar sem hann þarfnast. John Thune, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Suður-Dakóta og einn leiðtoga flokksins, sagðist ekki þekkja Fetterman sérlega vel en að þingmenn vonist og biðji fyrir að um hann hljóti skjótan bata. Fetterman, sem er 53 ára gamall, náði kjöri sem öldungadeildarþingmaður Pennsylvaníu í kosningunum í nóvember. Þar bar hann sigurorð af sjónvarpsfígúrunni Mehmet Oz. Hann tók sæti á þingi í fyrsta skipti í janúar. Sigur Fettermans var þýðingarmikill fyrir demókrata sem juku óvænt við meirihluta sinn í þingdeildinni. Styðst við hjálpartæki til að meðtaka mælt mál Heilsubrestur hefur plagað Fetterman. Hann fékk heilablóðfall í maí rétt fyrir forval Demókrataflokksins. Átti hann erfitt með að tjá sig og meðtaka mælt mál í kjölfarið. Hann hefur stuðst við hjálpartæki sem skrifa upp mælt mál. Í kjölfar heilablóðfallsins var var græddur í hann gangráður vegna gáttatitrings og hjartavöðvasjúkdóms. Fetterman hefur sagt opinberlega að hann hafi næstum því látið lífið í fyrra. Fetterman dvaldi tvo daga á sjúkrahúsi í Washington-borg í síðustu viku eftir að hann fann fyrir svima. Rannsóknir bentu ekki til þess að hann hefði orðið fyrir öðru heilablóðfalli eða flogi, að sögn AP-fréttastofunnar.
Bandaríkin Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fetterman lagði Oz CNN, Fox News og fleiri miðlar hafa lýst John Fetterman sigurvegara í öldungadeildarþingkosningunum í Pennsylvaníu, þar sem mótframbjóðandi hans var sjónvarpslæknirinn Dr. Mehmet Oz. 9. nóvember 2022 06:45 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Fetterman lagði Oz CNN, Fox News og fleiri miðlar hafa lýst John Fetterman sigurvegara í öldungadeildarþingkosningunum í Pennsylvaníu, þar sem mótframbjóðandi hans var sjónvarpslæknirinn Dr. Mehmet Oz. 9. nóvember 2022 06:45
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent