Gæti stungið FTX-stjóra í steininn til að takmarka samskipti hans Kjartan Kjartansson skrifar 17. febrúar 2023 09:06 Sam Bankman-Fried er ákærður fyrir fjársvik, peningaþvætti og ólögleg kosningaframlög í tengslum við gjaldþrot FTX í fyrra. Fyrirtækið var þriðja stærsta rafmyntarkauphöll heims. AP/Seth Wenig Dómari í máli Sams Bankman-Frieds, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, gaf í skyn að hann gæti sent hann í fangelsi til að koma í veg fyrir að hann eigi í frekari samskiptum sem yfirvöld geta ekki fylgst með. Saksóknarar telja ástæðu til að ætla að Bankman-Fried reyni að hafa áhrif á vitni. Bankman-Fried, sem stýrði FTX í þrot í nóvember, gengur laus gegn 250 milljóna dollara tryggingu og býr hjá foreldrum sínum í Palo Alto í Kaliforníu. Hann er ákærður fyrir féfletta fjárfesta og stela innistæðum viðskiptavina FTX. Saksóknarar héldu því nýlega fram að Bankman-Fried hefði sent dulkóðuð skilaboð í gegnum samskiptaforritið Signal til yfirlögfræðings FTX. Í skilaboðunum hafi hann óskað eftir samstarfi. Þetta telja saksóknararnir benda til þess að Bankman-Fried reyni að hafa áhrif á vitni sem gæti bendlað hann við glæp, að sögn AP-fréttastofunnar. Af þeim sökum óskuðu saksóknararnir eftir því að Lewis Kaplan, dómarinn í málinu, setti frekari skorður við notkun Bankman-Frieds á raftækjum og netinu, meðal annars með því að banna honum að nota samskiptaforrit og krefjast þess að eftirlitshugbúnaði verði komið fyrir í síma hans og tölvu. Kaplan sagði að honum virtist sem að Bankman-Fried hefði gert hluti sem bentu til þess að hann hefði framið eða reynt að fremja glæp á meðan hann gengur laus gegn tryggingu. Þegar uppi væri staðið væri fangelsun mögulega skilvirkasta leiðin til þess að koma í veg fyrir að Bankman-Fried nýtti sér raftæki til að hafa samskipti sem ekki væri hægt að fylgjast með. Mark Cohen, lögmaður Bankman-Frieds, sagði kröfur saksóknara harðneskjulegar og að þær gerðu honum erfitt fyrir að búa sig undir réttarhöldin sem eiga að hefjast í haust. Þegar dómarinn benti honum á að svo virtist sem að Bankman-Fried hefði rofið skilmála lausnar sinnar með því að nota dulkóðaða vefsíðu til þess að horfa á útsendingu frá Ofurskálinni um síðustu helgi sagðist Cohen gera sér grein fyrir að skjólstæðingur sinn þyrfti að fara að öllu með gát. Gjaldþrot FTX Erlend sakamál Bandaríkin Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bankman-Fried, sem stýrði FTX í þrot í nóvember, gengur laus gegn 250 milljóna dollara tryggingu og býr hjá foreldrum sínum í Palo Alto í Kaliforníu. Hann er ákærður fyrir féfletta fjárfesta og stela innistæðum viðskiptavina FTX. Saksóknarar héldu því nýlega fram að Bankman-Fried hefði sent dulkóðuð skilaboð í gegnum samskiptaforritið Signal til yfirlögfræðings FTX. Í skilaboðunum hafi hann óskað eftir samstarfi. Þetta telja saksóknararnir benda til þess að Bankman-Fried reyni að hafa áhrif á vitni sem gæti bendlað hann við glæp, að sögn AP-fréttastofunnar. Af þeim sökum óskuðu saksóknararnir eftir því að Lewis Kaplan, dómarinn í málinu, setti frekari skorður við notkun Bankman-Frieds á raftækjum og netinu, meðal annars með því að banna honum að nota samskiptaforrit og krefjast þess að eftirlitshugbúnaði verði komið fyrir í síma hans og tölvu. Kaplan sagði að honum virtist sem að Bankman-Fried hefði gert hluti sem bentu til þess að hann hefði framið eða reynt að fremja glæp á meðan hann gengur laus gegn tryggingu. Þegar uppi væri staðið væri fangelsun mögulega skilvirkasta leiðin til þess að koma í veg fyrir að Bankman-Fried nýtti sér raftæki til að hafa samskipti sem ekki væri hægt að fylgjast með. Mark Cohen, lögmaður Bankman-Frieds, sagði kröfur saksóknara harðneskjulegar og að þær gerðu honum erfitt fyrir að búa sig undir réttarhöldin sem eiga að hefjast í haust. Þegar dómarinn benti honum á að svo virtist sem að Bankman-Fried hefði rofið skilmála lausnar sinnar með því að nota dulkóðaða vefsíðu til þess að horfa á útsendingu frá Ofurskálinni um síðustu helgi sagðist Cohen gera sér grein fyrir að skjólstæðingur sinn þyrfti að fara að öllu með gát.
Gjaldþrot FTX Erlend sakamál Bandaríkin Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira