Villuráfandi ríkisstjórn Eyjólfur Ármannsson skrifar 17. febrúar 2023 12:01 Verðbólga hefur verið meiri og sveiflukenndari á Íslandi en annars staðar á Vesturlöndum þann tíma sem við höfum farið með eigin stjórn efnahagsmála. Áður fyrr var gengi íslensku krónunnar fellt með tilheyrandi ömurlegheitum og vaxandi verðbólgu sem þá eins og nú bitnaði á þeim verst stöddu. Verðbólga hefur verið meiri og sveiflukenndari á Íslandi en annars staðar á Vesturlöndum þann tíma sem við höfum farið með eigin stjórn efnahagsmála. Áður fyrr var gengi íslensku krónunnar fellt með tilheyrandi ömurlegheitum og vaxandi verðbólgu sem þá eins og nú bitnaði á þeim verst stöddu. Boðleiðin var útgerðarstjóri – þingmaður – ráðherra – seðlabankastjóri. Allt til að mæta þörfum útgerðarinnar. Hagræðingarkrafan var engin. Og auðvitað skipti það stjórnvöld engu máli þótt almenningi blæddi. Því er haldið fram að verðbólga sé peningalegt fyrirbæri og tengist peningamagni í umferð og ábyrgð seðlabanka því mikil. Fjármálastefna ríkisins sem birtist í fjárlögum hefur mjög mikil áhrif og stýrir aðgerðum seðlabanka. Almennt geta orsakir verðbólgu verið nokkrar. Skortur á að framboð vöru og þjónustu heldur ekki í við eftirspurn (húsnæðisskortur t.d.); verðhækkanir hrávöru; hækkun launa er ekki viðkennd sem réttlát hlutdeild í hagnaði. Verðbólgan er í boði stjórnvalda hverju sinni, hvað sem hver segir. Verðbólgan er mannanna verk. Sú fullyrðing að verðbólgan sem við erum að kljást við nú sé að mestu innflutt er ekki rétt. Hún er að mestu til komin vegna umframpeningamagns í umferð, algjörs stjórnleysis á húsnæðismarkaði innanlands og stefnuleysis í ríkisfjármálum. Eitt er öruggt, verðbólga bitnar á öllum og skerðir lífskjör almennings. Hvað gerir ríkisstjórnin til að milda áhrif hennar á þá sem hafa ekki nokkurn möguleika á að takast á við hana? Grátbroslegt er, að stjórnvöld skuli voga sér í fjárlögum þessa árs að boða niðurskurð til velferðarmála. Það fjármagn sem stjórnvöld ætla í velferðina heldur engan veginn í við verðbólgu og vaxtaokur sem kemur verst niður á þeim sem síst skyldi. Fátækasta fólkinu í landinu. Á tekjuhliðinni hefur ríkisstjórnin verið einn helsti drifkraftur verðbólgunnar. Krónutöluhækkanirnar sem lagðar voru á almenning í upphafi árs eru óforsvaranlegar með öllu svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Ríkisstjórnin hefur ekkert gert til að draga úr þenslu eða minnka ríkisbáknið, heldur þvert á móti fjölgað ráðuneytum með milljarða aukakostnaði fyrir ríkissjóð. Aðgerðaleysi þeirra til að auka framboð á húsnæði er illskiljanlegt en verðhækkanir á húsnæði hafa verið stærsti liðurinn í verðbólgunni. Með markvissum aðgerðum í húsnæðismálum mætti ná mælanlegum árangri í baráttunni gegn verðbólgunni. Fyrsta skrefið er að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni. Hvar er ríkisstjórn stödd sem nýtir ekki rentur af auðlindum þjóðarinnar til hagsbóta fyrir hana? Engin hækkun hefur orðið á veiðileyfagjaldi, heldur þvert á móti lækkun eins og á bankaskattinum. Ef einhverjir eru aflögufærir í samfélaginu þá eru það bankarnir og stórútgerðin. Almenningur ber verðbólguáhættuna af lánum sínum í formi verðtryggðra lána. Ekki fjármálastofnanir. Þetta er einsdæmi á neytendalánum til almennings í hinum vestræna heimi, þar sem höfuðstóll lána hækkar í takti við verðbólgu. Þetta leiðir til þess að stjórntæki Seðlabankans gegn verðbólgunni virka ekki sem skyldi. Stefnuleysi ríkisstjórnarinnar mun leiða til þess að þúsundir heimila brenna upp á verðbólgubáli hennar. Það er tímabært að gyrða sig í brók og taka utan um alla en ekki bara suma. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins og 2. varaformaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Morðæðið á Gaza - Vitfirringin má ekki eyðileggja mennskuna Jón Baldvin Hannesson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Verðbólga hefur verið meiri og sveiflukenndari á Íslandi en annars staðar á Vesturlöndum þann tíma sem við höfum farið með eigin stjórn efnahagsmála. Áður fyrr var gengi íslensku krónunnar fellt með tilheyrandi ömurlegheitum og vaxandi verðbólgu sem þá eins og nú bitnaði á þeim verst stöddu. Verðbólga hefur verið meiri og sveiflukenndari á Íslandi en annars staðar á Vesturlöndum þann tíma sem við höfum farið með eigin stjórn efnahagsmála. Áður fyrr var gengi íslensku krónunnar fellt með tilheyrandi ömurlegheitum og vaxandi verðbólgu sem þá eins og nú bitnaði á þeim verst stöddu. Boðleiðin var útgerðarstjóri – þingmaður – ráðherra – seðlabankastjóri. Allt til að mæta þörfum útgerðarinnar. Hagræðingarkrafan var engin. Og auðvitað skipti það stjórnvöld engu máli þótt almenningi blæddi. Því er haldið fram að verðbólga sé peningalegt fyrirbæri og tengist peningamagni í umferð og ábyrgð seðlabanka því mikil. Fjármálastefna ríkisins sem birtist í fjárlögum hefur mjög mikil áhrif og stýrir aðgerðum seðlabanka. Almennt geta orsakir verðbólgu verið nokkrar. Skortur á að framboð vöru og þjónustu heldur ekki í við eftirspurn (húsnæðisskortur t.d.); verðhækkanir hrávöru; hækkun launa er ekki viðkennd sem réttlát hlutdeild í hagnaði. Verðbólgan er í boði stjórnvalda hverju sinni, hvað sem hver segir. Verðbólgan er mannanna verk. Sú fullyrðing að verðbólgan sem við erum að kljást við nú sé að mestu innflutt er ekki rétt. Hún er að mestu til komin vegna umframpeningamagns í umferð, algjörs stjórnleysis á húsnæðismarkaði innanlands og stefnuleysis í ríkisfjármálum. Eitt er öruggt, verðbólga bitnar á öllum og skerðir lífskjör almennings. Hvað gerir ríkisstjórnin til að milda áhrif hennar á þá sem hafa ekki nokkurn möguleika á að takast á við hana? Grátbroslegt er, að stjórnvöld skuli voga sér í fjárlögum þessa árs að boða niðurskurð til velferðarmála. Það fjármagn sem stjórnvöld ætla í velferðina heldur engan veginn í við verðbólgu og vaxtaokur sem kemur verst niður á þeim sem síst skyldi. Fátækasta fólkinu í landinu. Á tekjuhliðinni hefur ríkisstjórnin verið einn helsti drifkraftur verðbólgunnar. Krónutöluhækkanirnar sem lagðar voru á almenning í upphafi árs eru óforsvaranlegar með öllu svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Ríkisstjórnin hefur ekkert gert til að draga úr þenslu eða minnka ríkisbáknið, heldur þvert á móti fjölgað ráðuneytum með milljarða aukakostnaði fyrir ríkissjóð. Aðgerðaleysi þeirra til að auka framboð á húsnæði er illskiljanlegt en verðhækkanir á húsnæði hafa verið stærsti liðurinn í verðbólgunni. Með markvissum aðgerðum í húsnæðismálum mætti ná mælanlegum árangri í baráttunni gegn verðbólgunni. Fyrsta skrefið er að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni. Hvar er ríkisstjórn stödd sem nýtir ekki rentur af auðlindum þjóðarinnar til hagsbóta fyrir hana? Engin hækkun hefur orðið á veiðileyfagjaldi, heldur þvert á móti lækkun eins og á bankaskattinum. Ef einhverjir eru aflögufærir í samfélaginu þá eru það bankarnir og stórútgerðin. Almenningur ber verðbólguáhættuna af lánum sínum í formi verðtryggðra lána. Ekki fjármálastofnanir. Þetta er einsdæmi á neytendalánum til almennings í hinum vestræna heimi, þar sem höfuðstóll lána hækkar í takti við verðbólgu. Þetta leiðir til þess að stjórntæki Seðlabankans gegn verðbólgunni virka ekki sem skyldi. Stefnuleysi ríkisstjórnarinnar mun leiða til þess að þúsundir heimila brenna upp á verðbólgubáli hennar. Það er tímabært að gyrða sig í brók og taka utan um alla en ekki bara suma. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins og 2. varaformaður fjárlaganefndar.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar