Umfjöllun og myndir: Stjarnan - Valur 30-29 | Dramatískur endurkomusigur sló meistarana úr leik Tómas Helgi Wehmeier skrifar 17. febrúar 2023 22:14 Stjörnumenn gátu leyft sér að fagna í leikslok. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan varð í kvöld seinasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Powerade-bikarsins í handbolta er liðið vann dramatískan eins marks sigur gegn ríkjandi bikarmeisturum Vals, 30-29. Það var Gunnar Steinn Jónsson sem reyndist hetja Stjörnumanna þegar hann tryggði sigurinn þegar um þrjár sekúndur voru til leiksloka. Valur var með yfirhöndina nánast allan leikinn þar til Stjarnan setti í fimmta gír í síðari hálfleik með hjálp Sigurðar Dan Óskarssonar, markmanns Stjörnunar, sem lokaði algjörlega markinu og stóð Stjarnan uppi sem sigurvegari í þessum svakalega bikarleik. Fyrstu mínútur leiksins einkenndust af frábærum sóknarleik beggja liða og var allt hnífjafnt þegar að um tíu mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik, 5-5. Valur tók síðan af skarið og skoruðu þrjú mörk í röð á tveimur mínútum og Stjarnan áttu engin svör. Valur hélt sínu striki og voru komnir fimm mörkum yfir þegar tuttugu mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik og virtist Stjarnan vera missa drengina frá Hlíðarenda frá sér,8-13. Þórður Tandri Ágústsson, leikmaður Stjörnunar, stóð upp úr í fyrri hálfleik hjá sínu liði og var erfiður að eiga við á línunni. Magnús Óli Magnússon, leikmaður Vals, hélt sínu striki og var frábær fyrir Val í fyrri hálfleik. Hálfleikstölur úr Garðabænum voru 15-18 fyrir Val. Vísir/Hulda Margrét Bæði lið byrjuðu síðari hálfleik af miklum krafti og náði Stjarnan að jafna íslandsmeistarana með marki frá Þórði Tandra eftir um tíu mínútur, 22-22. Valur tók það ekki í mál og skoruðu þrjú mörk í röð. Á fertugustu mínútu kom ungur maður inn á hjá Stjörnunni, Sigurður Dan Óskarsson, sem breytti algjörlega leiknum fyrir heimamenn og kveikti í stúkunni. Þegar að tíu mínútur voru til leiksloka var allt í járnum, 25-25, eftir að Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður Stjörnunar, skoraði frábært mark. Gunnar Steinn Jónsson skoraði sigurmark Stjörnunnar í kvöld.Vísir/Hulda MArgrét Mikill hiti myndaðist á vellinum og ljóst að blóð var komið á tennur hjá mönnum í báðum liðum sem vildu fara í undanúrslitin. Sigurður Dan Óskarsson, markmaður Stjörnunar, varði síðan vítakast frá Benedikti Gunnari Óskarssyni, leikmanni Vals, þegar að um fimm mínútur voru eftir af leiknum og Stjarnan hafði möguleika á að komast yfir sem þeir nýttu sér ekki. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, tók leikhlé þegar að um tuttugu sekúndur voru eftir af leiknum. Valsarar misstígu sig í sókn og misstu fljótt boltann og Stjarnan hóf því lokasókn sína sem endaði með frábæru marki frá Gunnari Steini Jónssyni sem tryggði sínu liði í undanúrslitin í Powerade-bikar karla í handbolta. Frábær handboltaleikur hjá báðum liðum í Garðabænum í kvöld. Vonbrigðin leyndu sér ekki í leikslok.Vísir/Hulda MArgrét Afhverju vann Stjarnan? Stjarnan gaf meira í þegar mest á reyndi og hjálpaði ungi markmaðurinn Sigurður Dan Óskarsson þeim gríðarlega að fá markvörsluna með. Leikmenn Vals urðu frekar bensínlausir þegar leið á leikinn enda gríðarlegt leikjaálag þetta tímabil. Hverjir stóðu upp úr? Magnús Óli Magnússon og Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmenn Vals, voru flottir fyrir Valsarana í kvöld. Magnús Óli skoraði fimm mörk úr níu skotum og skapaði heilan helling af færum. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði sex mörk úr átta skotum og stjórnaði sókn Vals eins og áður frábærlega. Sigurður Dan Óskarsson, markmaður Stjörnunar, var hreint út sagt frábær í kvöld. Þessi ungi markmaður kom heimamönnum til bjargar þegar að þeim sárvantaði aðstoð í rammann. Hann skilaði sínu og miklu meira en það, hann varði 8 skot og endaði með 62 prósent markvörslu. Þessi leikur mun lifa lengi í minningunni. Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður Stjörnunar, steig upp þegar mest á reyndi í sóknarleik sinna manna og skoraði einnig síðasta mark leiksins sem tryggði þeim sigur. Hann endaði leikinn með fjögur mörk úr sex skotum. Hvað gekk illa? Bæði lið voru að brenna af í dauðafærum og voru þau einnig sek um klaufaleg mistök í sókn. Hvað gerist næst? Valur fær PAUC frá Frakklandi í heimsókn á Hlíðarenda á þriðjudaginn kemur í riðlakeppni Evrópudeildarinnar klukkan 19:45. Stjarnan fær ÍBV til sín í Garðabæinn á þriðjudaginn kemur klukkan 18:00. Powerade-bikarinn Stjarnan Valur
Stjarnan varð í kvöld seinasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Powerade-bikarsins í handbolta er liðið vann dramatískan eins marks sigur gegn ríkjandi bikarmeisturum Vals, 30-29. Það var Gunnar Steinn Jónsson sem reyndist hetja Stjörnumanna þegar hann tryggði sigurinn þegar um þrjár sekúndur voru til leiksloka. Valur var með yfirhöndina nánast allan leikinn þar til Stjarnan setti í fimmta gír í síðari hálfleik með hjálp Sigurðar Dan Óskarssonar, markmanns Stjörnunar, sem lokaði algjörlega markinu og stóð Stjarnan uppi sem sigurvegari í þessum svakalega bikarleik. Fyrstu mínútur leiksins einkenndust af frábærum sóknarleik beggja liða og var allt hnífjafnt þegar að um tíu mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik, 5-5. Valur tók síðan af skarið og skoruðu þrjú mörk í röð á tveimur mínútum og Stjarnan áttu engin svör. Valur hélt sínu striki og voru komnir fimm mörkum yfir þegar tuttugu mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik og virtist Stjarnan vera missa drengina frá Hlíðarenda frá sér,8-13. Þórður Tandri Ágústsson, leikmaður Stjörnunar, stóð upp úr í fyrri hálfleik hjá sínu liði og var erfiður að eiga við á línunni. Magnús Óli Magnússon, leikmaður Vals, hélt sínu striki og var frábær fyrir Val í fyrri hálfleik. Hálfleikstölur úr Garðabænum voru 15-18 fyrir Val. Vísir/Hulda Margrét Bæði lið byrjuðu síðari hálfleik af miklum krafti og náði Stjarnan að jafna íslandsmeistarana með marki frá Þórði Tandra eftir um tíu mínútur, 22-22. Valur tók það ekki í mál og skoruðu þrjú mörk í röð. Á fertugustu mínútu kom ungur maður inn á hjá Stjörnunni, Sigurður Dan Óskarsson, sem breytti algjörlega leiknum fyrir heimamenn og kveikti í stúkunni. Þegar að tíu mínútur voru til leiksloka var allt í járnum, 25-25, eftir að Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður Stjörnunar, skoraði frábært mark. Gunnar Steinn Jónsson skoraði sigurmark Stjörnunnar í kvöld.Vísir/Hulda MArgrét Mikill hiti myndaðist á vellinum og ljóst að blóð var komið á tennur hjá mönnum í báðum liðum sem vildu fara í undanúrslitin. Sigurður Dan Óskarsson, markmaður Stjörnunar, varði síðan vítakast frá Benedikti Gunnari Óskarssyni, leikmanni Vals, þegar að um fimm mínútur voru eftir af leiknum og Stjarnan hafði möguleika á að komast yfir sem þeir nýttu sér ekki. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, tók leikhlé þegar að um tuttugu sekúndur voru eftir af leiknum. Valsarar misstígu sig í sókn og misstu fljótt boltann og Stjarnan hóf því lokasókn sína sem endaði með frábæru marki frá Gunnari Steini Jónssyni sem tryggði sínu liði í undanúrslitin í Powerade-bikar karla í handbolta. Frábær handboltaleikur hjá báðum liðum í Garðabænum í kvöld. Vonbrigðin leyndu sér ekki í leikslok.Vísir/Hulda MArgrét Afhverju vann Stjarnan? Stjarnan gaf meira í þegar mest á reyndi og hjálpaði ungi markmaðurinn Sigurður Dan Óskarsson þeim gríðarlega að fá markvörsluna með. Leikmenn Vals urðu frekar bensínlausir þegar leið á leikinn enda gríðarlegt leikjaálag þetta tímabil. Hverjir stóðu upp úr? Magnús Óli Magnússon og Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmenn Vals, voru flottir fyrir Valsarana í kvöld. Magnús Óli skoraði fimm mörk úr níu skotum og skapaði heilan helling af færum. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði sex mörk úr átta skotum og stjórnaði sókn Vals eins og áður frábærlega. Sigurður Dan Óskarsson, markmaður Stjörnunar, var hreint út sagt frábær í kvöld. Þessi ungi markmaður kom heimamönnum til bjargar þegar að þeim sárvantaði aðstoð í rammann. Hann skilaði sínu og miklu meira en það, hann varði 8 skot og endaði með 62 prósent markvörslu. Þessi leikur mun lifa lengi í minningunni. Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður Stjörnunar, steig upp þegar mest á reyndi í sóknarleik sinna manna og skoraði einnig síðasta mark leiksins sem tryggði þeim sigur. Hann endaði leikinn með fjögur mörk úr sex skotum. Hvað gekk illa? Bæði lið voru að brenna af í dauðafærum og voru þau einnig sek um klaufaleg mistök í sókn. Hvað gerist næst? Valur fær PAUC frá Frakklandi í heimsókn á Hlíðarenda á þriðjudaginn kemur í riðlakeppni Evrópudeildarinnar klukkan 19:45. Stjarnan fær ÍBV til sín í Garðabæinn á þriðjudaginn kemur klukkan 18:00.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti