Sektaður fyrir að auglýsa eftir miðaldra konu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. febrúar 2023 16:00 Fort Pienc hverfið í miðborg Barcelona þar sem Javier Marcos rekur skóverslun sína. Jeff Greenberg/Getty Images Eigandi skóbúðar í Barcelona hefur verið sektaður um andvirði 1.200 þúsund íslenskra króna fyrir að auglýsa eftir miðaldra konu til að starfa í búðinni. „Kona yfir fertugt“ óskast til starfa Skókaupmaður í miðborg Barcelona auglýsti á dögunum eftir starfskrafti í stað konunnar sem staðið hafði vaktina árum saman í búðinni hans. Javier ákvað, af fenginni reynslu, að róa á sömu mið og auglýsa eftir „konu yfir fertugu“. Sekur um mismunun En hann hefði betur sleppt því. Vinnueftirlitið hafði samband og sagði að í auglýsingu hans fælist mismunun, ekki einföld, heldur tvöföld; kynja- og aldurstengd. Javier Marcos segir að aldrei hafa vakað fyrir sér að mismuna fólki. Hann vildi bara gefa fólki sem hefði færri tækifæri til að finna vinnu, en aðrir hópar, aukin tækifæri, auk þess sem hann byggði á eigin reynslu um hvað hann vildi. Fékk háa sekt Hann fjarlægði auglýsinguna í snatri eftir athugasemdir Vinnueftirlitsins, en allt kom fyrir ekki. Hann fékk sektarboð skömmu síðar vegna brota á lögum um mismunun. Slíkt væri aðeins leyfilegt þegar starfið krefðist þess, svo sem eins og að sinna baðvörslu í sundlaugum eða líkamsræktarstöðvum. Sektarupphæðin nemur 7.500 evrum, andvirði tæplega 1.200 þúsund íslenskra króna. Það er Javier huggun harmi gegn að greiði hann sektina innan mánaðar, sleppur hann með 700.000 krónur. Það eru samt miklir peningar fyrir lítinn rekstur, segir Javier. Ekki sama Jón og séra Jón Hann bendir jafnframt á að það skjóti skökku við að lítill kaupmaður eins og hann sé sektaður fyrir að auglýsa eftir einni konu, á sama tíma og slökkvilið Barcelona reki umfangsmikla auglýsingaherferð á götum og torgum borgarinnar, þar sem konur séu hvattar til þess að sækja um í slökkviliði borgarinnar. „Hver er í grunninn, munurinn á litlu auglýsingunni minni og herferð slökkviliðsins?“ spyr Javier Marcos og lái honum hver sem vill. Spánn Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Sjá meira
„Kona yfir fertugt“ óskast til starfa Skókaupmaður í miðborg Barcelona auglýsti á dögunum eftir starfskrafti í stað konunnar sem staðið hafði vaktina árum saman í búðinni hans. Javier ákvað, af fenginni reynslu, að róa á sömu mið og auglýsa eftir „konu yfir fertugu“. Sekur um mismunun En hann hefði betur sleppt því. Vinnueftirlitið hafði samband og sagði að í auglýsingu hans fælist mismunun, ekki einföld, heldur tvöföld; kynja- og aldurstengd. Javier Marcos segir að aldrei hafa vakað fyrir sér að mismuna fólki. Hann vildi bara gefa fólki sem hefði færri tækifæri til að finna vinnu, en aðrir hópar, aukin tækifæri, auk þess sem hann byggði á eigin reynslu um hvað hann vildi. Fékk háa sekt Hann fjarlægði auglýsinguna í snatri eftir athugasemdir Vinnueftirlitsins, en allt kom fyrir ekki. Hann fékk sektarboð skömmu síðar vegna brota á lögum um mismunun. Slíkt væri aðeins leyfilegt þegar starfið krefðist þess, svo sem eins og að sinna baðvörslu í sundlaugum eða líkamsræktarstöðvum. Sektarupphæðin nemur 7.500 evrum, andvirði tæplega 1.200 þúsund íslenskra króna. Það er Javier huggun harmi gegn að greiði hann sektina innan mánaðar, sleppur hann með 700.000 krónur. Það eru samt miklir peningar fyrir lítinn rekstur, segir Javier. Ekki sama Jón og séra Jón Hann bendir jafnframt á að það skjóti skökku við að lítill kaupmaður eins og hann sé sektaður fyrir að auglýsa eftir einni konu, á sama tíma og slökkvilið Barcelona reki umfangsmikla auglýsingaherferð á götum og torgum borgarinnar, þar sem konur séu hvattar til þess að sækja um í slökkviliði borgarinnar. „Hver er í grunninn, munurinn á litlu auglýsingunni minni og herferð slökkviliðsins?“ spyr Javier Marcos og lái honum hver sem vill.
Spánn Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Sjá meira