Jimmy Carter liggur banaleguna Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2023 21:04 Jimmy Carter í heimabæ sínum Plains árið 2015. AP/Branden Camp Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er í líknandi meðferð. Hann hefur nýverið varið tíma á sjúkrahúsi en ákvað í dag að verja þeim tíma sem hann á eftir á heimili sínu með fjölskyldu sinni. Í yfirlýsingu frá Carter Center, samtökum forsetans fyrrverandi, segir að forsetinn njóti stuðnings fjölskyldu sinnar og lækna. Carter, sem heitir fullu nafni James Earl Carter yngri, er nærri því hundrað ára gamall en hann fæddist árið 1924 í Georgíu í Bandaríkjunum. Hann varð 39. forseti Bandaríkjanna árið 1977 en sat bara eitt kjörtímabil í Hvíta húsinu. Hann fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2002 fyrir og vinnu í að finna friðsamar lausnir á deilum á alþjóðasviðinu, störf í þágu lýðræðis og mannréttinda og fyrir góðgerðastörf sín. https://t.co/1auzIG0yqy pic.twitter.com/JJQMWgg8DW— The Carter Center (@CarterCenter) February 18, 2023 Áður en hann varð forseti þjónaði Carter í flota Bandaríkjanna í sjö ár og varð svo ríkisstjóri Georgíu árið 1970. Þegar hann settist að í Hvíta húsinu var verðbólga mikil í Bandaríkjunum og mikið atvinnuleysi. Honum tókst ekki að kveða niður verðbólgudrauginn og er það, auk gíslatökunnar í sendiráði Bandaríkjanna í Íran, taldar stærstu ástæður þess að hann náði ekki endurkjöri, samkvæmt síðu hans á vef Hvíta hússins. Ronald Reagan bar þess í stað sigur úr býtum. Gíslunum 52 var sleppt sama dag og Carter yfirgaf Hvíta húsið, eftir viðræður sem hann spilaði stóra rullu í. Undanförnum árum hefur Carter varið í góðgerðastarf í Bandaríkjunum og í að byggja hús fyrir illa statt fólk. Hann hefur einnig átt við veikindi og heilsukvilla að stríða og greindist meðal annars með krabbamein í lifur árið 2015. Læknum tókst þó að fjarlægja það. True. Former U.S. President Jimmy Carter once fell, causing an injury to his head/eye, receiving 14 stitches. On the next day, he helped build houses for Habitat for Humanity. https://t.co/PMFJCDWdPP— snopes.com (@snopes) February 18, 2023 Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt Voice of America frá því í fyrra þegar Carter varð 98 ára gamall. Bandaríkin Jimmy Carter Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Carter Center, samtökum forsetans fyrrverandi, segir að forsetinn njóti stuðnings fjölskyldu sinnar og lækna. Carter, sem heitir fullu nafni James Earl Carter yngri, er nærri því hundrað ára gamall en hann fæddist árið 1924 í Georgíu í Bandaríkjunum. Hann varð 39. forseti Bandaríkjanna árið 1977 en sat bara eitt kjörtímabil í Hvíta húsinu. Hann fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2002 fyrir og vinnu í að finna friðsamar lausnir á deilum á alþjóðasviðinu, störf í þágu lýðræðis og mannréttinda og fyrir góðgerðastörf sín. https://t.co/1auzIG0yqy pic.twitter.com/JJQMWgg8DW— The Carter Center (@CarterCenter) February 18, 2023 Áður en hann varð forseti þjónaði Carter í flota Bandaríkjanna í sjö ár og varð svo ríkisstjóri Georgíu árið 1970. Þegar hann settist að í Hvíta húsinu var verðbólga mikil í Bandaríkjunum og mikið atvinnuleysi. Honum tókst ekki að kveða niður verðbólgudrauginn og er það, auk gíslatökunnar í sendiráði Bandaríkjanna í Íran, taldar stærstu ástæður þess að hann náði ekki endurkjöri, samkvæmt síðu hans á vef Hvíta hússins. Ronald Reagan bar þess í stað sigur úr býtum. Gíslunum 52 var sleppt sama dag og Carter yfirgaf Hvíta húsið, eftir viðræður sem hann spilaði stóra rullu í. Undanförnum árum hefur Carter varið í góðgerðastarf í Bandaríkjunum og í að byggja hús fyrir illa statt fólk. Hann hefur einnig átt við veikindi og heilsukvilla að stríða og greindist meðal annars með krabbamein í lifur árið 2015. Læknum tókst þó að fjarlægja það. True. Former U.S. President Jimmy Carter once fell, causing an injury to his head/eye, receiving 14 stitches. On the next day, he helped build houses for Habitat for Humanity. https://t.co/PMFJCDWdPP— snopes.com (@snopes) February 18, 2023 Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt Voice of America frá því í fyrra þegar Carter varð 98 ára gamall.
Bandaríkin Jimmy Carter Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira