Sex ákærðir eftir að átján flóttamenn fundust látnir í sendiferðabíl Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2023 08:23 Aðstæður í kassa sendiferðabílsins voru hræðilegar. Stringer/Getty Saksóknari í Búlgaríu hefur ákært sex manns fyrir mansal eftir að átján afganskir flóttamenn fundust látnir aftan í sendiferðabíl í nágrenni við Sófíu. 52 flóttamönnum hafði verið troðið í sendiferðabílinn „eins og í sardínudós,“ að sögn saksóknara. Sendiferðabíllinn var skilinn eftir á vegslóða við þorpið Lokorsko, sem er nálægt höfuðborginni Sófíu, á föstudag eftir að ökumaður bílsins og samverkamaður hans tóku eftir því að margir þeirra sem þeir fluttu voru orðnir ringlaðir af súrefnisleysi og sumir þegar látnir, að því er segir í frétt Reuters um málið. Að sögn Borislav Sarafov, yfirmanni rannsóknarlögreglu Búlgaríu og aðstoðarríkissaksóknara, neitaði ökumaður bílsins að stöðva för sína þrátt fyrir að hafa heyrt langvarandi og öflug högg á kassa bílsins. Málið hefur vakið mikinn ugg í Búlgaríu og víðar en það er eitt það versta sinnar tegundar á landleiðinni yfir Balkanskaga til meginlands Evrópu. Létust hægt og á kvalafullan hátt Sarafov segir að fórnarlömb mannanna hafi látist hægt og á kvalafullan hátt aftan í sendiferðabílnum. „Þetta mál bendir til gríðarlegrar ósvífni og sýnir fram á það að litið er á flóttafólk aðeins sem vöru til að flytja frá einum stað á annan, burtséð frá því hvort það sé lífs eða liðið,“ er haft eftir honum. Hinir flóttamennirnir sem fundust í sendiferðabílnum, 32 talsins, eru sagðir í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Einnig ákærðir fyrir morð Bílstjórinn og sá sem sat í farþegasæti sendiferðabílsins eru ákærðir fyrir morð sem og fyrir mansal. Fjórir samverkamenn þeirra eru ákærðir aðeins fyrir mansal. Þrír þeirra eru í haldi lögreglu og evrópsk handtökutilskipun hefur verið gefin út til höfuðs eins þeirra. Flóttamenn Búlgaría Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Sendiferðabíllinn var skilinn eftir á vegslóða við þorpið Lokorsko, sem er nálægt höfuðborginni Sófíu, á föstudag eftir að ökumaður bílsins og samverkamaður hans tóku eftir því að margir þeirra sem þeir fluttu voru orðnir ringlaðir af súrefnisleysi og sumir þegar látnir, að því er segir í frétt Reuters um málið. Að sögn Borislav Sarafov, yfirmanni rannsóknarlögreglu Búlgaríu og aðstoðarríkissaksóknara, neitaði ökumaður bílsins að stöðva för sína þrátt fyrir að hafa heyrt langvarandi og öflug högg á kassa bílsins. Málið hefur vakið mikinn ugg í Búlgaríu og víðar en það er eitt það versta sinnar tegundar á landleiðinni yfir Balkanskaga til meginlands Evrópu. Létust hægt og á kvalafullan hátt Sarafov segir að fórnarlömb mannanna hafi látist hægt og á kvalafullan hátt aftan í sendiferðabílnum. „Þetta mál bendir til gríðarlegrar ósvífni og sýnir fram á það að litið er á flóttafólk aðeins sem vöru til að flytja frá einum stað á annan, burtséð frá því hvort það sé lífs eða liðið,“ er haft eftir honum. Hinir flóttamennirnir sem fundust í sendiferðabílnum, 32 talsins, eru sagðir í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Einnig ákærðir fyrir morð Bílstjórinn og sá sem sat í farþegasæti sendiferðabílsins eru ákærðir fyrir morð sem og fyrir mansal. Fjórir samverkamenn þeirra eru ákærðir aðeins fyrir mansal. Þrír þeirra eru í haldi lögreglu og evrópsk handtökutilskipun hefur verið gefin út til höfuðs eins þeirra.
Flóttamenn Búlgaría Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira