Stjórnvöld verða að bjóða unglingum nautaat Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. febrúar 2023 15:01 Las Ventas í Madrid er stærsti nautaatshringur Spánar. Francisco Guerra/Getty Images Hæstiréttur Spánar segir að nautaat sé hluti af menningararfi spænsku þjóðarinnar. Þess vegna verði stjórnvöld að leyfa ungu fólki að nota menningarstyrk sem það fær við 18 ára aldur, til að að fara á nautaat. Ríkisstjórn sósíalista ákvað í fyrra að útiloka nautaat frá menningarstyrknum. Öll ungmenni frá menningarfríkort Spænsk stjórnvöld gefa ungmennum menningarkort þegar þau verða 18 ára. Þetta er að mörgu leyti sambærilegt við íslenska frístundakortið, með þessu korti geta þau notið menningar fyrir 400 evrur, andvirði um 60.000 króna. Tilgangurinn er að hjálpa menningartengdri starfsemi að rétta úr kútnum eftir hremmingar Covid-19, og um leið, auðvitað, að opna augu ungs fólk fyrir þeirri menningu sem stendur því til boða. Nautaat ekki í boði Að sjálfsögðu var opnuð vefsíða þegar kortið var kynnt til sögunnar, í fyrra, með öllum þeim aragrúa menningartilboða sem Spánn býður uppá. Nema nautaati. Það var hvergi að finna. Nautaatssjóðurinn, sem eru frjáls félagasamtök, sem berjast fyrir tilvist og viðgangi nautaats í heimi sem í auknum mæli hafnar þessari athöfn sem skemmtun eða menningu, tók þetta óstinnt upp og dró stjórnvöld fyrir dómstóla. Nautaat væri viðurkennt sem rótgróinn menningararfur í spænsku samfélagi og menningarmálaráðuneytið og ríkisstjórn sósíalista stundaði samhliða útgáfu menningarstyrksins hugmyndafræðilega mismunun og menningarlega ritskoðun, allt byggt á andstöðu ríkjandi stjórnvalda við nautaat. Auk þess væri verið að gera þessari atvinnugrein erfiðara fyrir að reisa sig upp úr öskustó faraldursins, en hún skilar rúmum fjórum milljörðum evra í ríkiskassann á ári hverju og veitir rúmlega 50.000 manns atvinnu. Nautat er skilgreint sem menningarlegur arfur Dómur Hæstaréttar var afdráttarlaus, samkvæmt lögum frá 2013 væri nautaat „menningarlegur arfur“, og Victorino Martín, formaður félags nautaræktenda á Spáni, segir að dómurinn sé mikið fagnaðarefni, ekki bara fyrir áhugamenn um nautaat, heldur fyrir allt samfélagið. Þetta þýði einfaldlega að stjórnvöld verði að fara að lögum, burtséð frá skoðunum eða smekk einstakra ráðherra. Menningarmálaráðuneytið hefur, vitaskuld, gefið út yfirlýsingu um að dómi Hæstaréttar verði fylgt. Nautaat á í vök að verjast Nautaat á í mikilli vök að verjast á Spáni, ekki bara vegna Covid19, heldur líka vegna minnkandi áhuga og mikillar baráttu dýraverndarsamtaka fyrir því að banna atið. Það hefur verið bannað á Kanaríeyjum síðan 1991. Katalónía reyndi að fylgja fordæmi eyjaskeggja árið 2010, en stjórnlagadómstóll Spánar sneri því banni við. Spánn Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Öll ungmenni frá menningarfríkort Spænsk stjórnvöld gefa ungmennum menningarkort þegar þau verða 18 ára. Þetta er að mörgu leyti sambærilegt við íslenska frístundakortið, með þessu korti geta þau notið menningar fyrir 400 evrur, andvirði um 60.000 króna. Tilgangurinn er að hjálpa menningartengdri starfsemi að rétta úr kútnum eftir hremmingar Covid-19, og um leið, auðvitað, að opna augu ungs fólk fyrir þeirri menningu sem stendur því til boða. Nautaat ekki í boði Að sjálfsögðu var opnuð vefsíða þegar kortið var kynnt til sögunnar, í fyrra, með öllum þeim aragrúa menningartilboða sem Spánn býður uppá. Nema nautaati. Það var hvergi að finna. Nautaatssjóðurinn, sem eru frjáls félagasamtök, sem berjast fyrir tilvist og viðgangi nautaats í heimi sem í auknum mæli hafnar þessari athöfn sem skemmtun eða menningu, tók þetta óstinnt upp og dró stjórnvöld fyrir dómstóla. Nautaat væri viðurkennt sem rótgróinn menningararfur í spænsku samfélagi og menningarmálaráðuneytið og ríkisstjórn sósíalista stundaði samhliða útgáfu menningarstyrksins hugmyndafræðilega mismunun og menningarlega ritskoðun, allt byggt á andstöðu ríkjandi stjórnvalda við nautaat. Auk þess væri verið að gera þessari atvinnugrein erfiðara fyrir að reisa sig upp úr öskustó faraldursins, en hún skilar rúmum fjórum milljörðum evra í ríkiskassann á ári hverju og veitir rúmlega 50.000 manns atvinnu. Nautat er skilgreint sem menningarlegur arfur Dómur Hæstaréttar var afdráttarlaus, samkvæmt lögum frá 2013 væri nautaat „menningarlegur arfur“, og Victorino Martín, formaður félags nautaræktenda á Spáni, segir að dómurinn sé mikið fagnaðarefni, ekki bara fyrir áhugamenn um nautaat, heldur fyrir allt samfélagið. Þetta þýði einfaldlega að stjórnvöld verði að fara að lögum, burtséð frá skoðunum eða smekk einstakra ráðherra. Menningarmálaráðuneytið hefur, vitaskuld, gefið út yfirlýsingu um að dómi Hæstaréttar verði fylgt. Nautaat á í vök að verjast Nautaat á í mikilli vök að verjast á Spáni, ekki bara vegna Covid19, heldur líka vegna minnkandi áhuga og mikillar baráttu dýraverndarsamtaka fyrir því að banna atið. Það hefur verið bannað á Kanaríeyjum síðan 1991. Katalónía reyndi að fylgja fordæmi eyjaskeggja árið 2010, en stjórnlagadómstóll Spánar sneri því banni við.
Spánn Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira