Guðmundur Felix með aðra hönd á stýri Máni Snær Þorláksson skrifar 19. febrúar 2023 12:51 Guðmundur Felix er byrjaður að æfa sig að keyra með hægri hendinni. Instagram Guðmundur Felix Grétarsson er byrjaður að æfa sig að keyra með hægri hendinni. Síðan um aldamótin hefur hann eingöngu getað keyrt með fótstýri. Nú sér hann fram á að geta loksins keypt sér nýrri bíl. Guðmundur Felix missti báða hendleggi sína í háraforkuslysi þegar hann var aðeins 26 ára gamall. Þann 14. janúar árið 2021 fékk hann svo ágræddar hendur eftir langa bið í borginni Lyon í Frakklandi. Síðan hann lenti í slysinu hefur hann einungis getað keyrt með fótstýri en nú hefur orðið breyting á því. „Síðan 2000 hef ég keyrt alltaf með fótstýri. Fyrir vikið þá hef ég verið bundinn alltaf við einn bíl. Ég er kominn á ansi gamlan bíl og búinn að eyða þúsundum í að halda honum í gangi því ef þessi bíll bilar þá er ég algjörlega stopp,“ segir Guðmundur Felix í samtali við fréttastofu. Um daginn keypti hann sér skaft sem festist við stýrið. Það gerir honum kleift að stýra með höndum í stað fóta. „Þetta er svona gaffall sem maður heldur í. Ég er svona byrjaður að æfa mig í að sleppa fótstýrinu, er núna með bæði,“ segir hann. View this post on Instagram A post shared by Felix Gretarsson (@felix_gretarsson) „Þetta er að ganga helvíti vel og ég er bara að geta keyrt alveg frá A til Ö sem þýðir að ég sé fram á að ég geti farið að endurnýja bílinn einhvern tímann á næstunni.“ Þungu fargi létt Það að geta stýrt með hendinni léttir þungu fargi af Guðmundi Felix. Fram að þessu hefur hann ekki getað skipt um bíl sökum þess hve dýr fótstýringin er. Með þessu skafti getur hann í rauninni keyrt hvaða sjálfskipta bíl sem er. „Þetta er rándýrt, þetta fótstýringadæmi. Það hefur verið borgað af tryggingheima en það er ekki borgað hér nema bara að pínulitlum hluta. Þetta er alveg ofboðslega dýr breyting að setja svona fótstýri, það hefur hamlað mér alveg svakalega. Ég hef alltaf þurft að velja bíl líka sem er með mjög góðu fótarými til að koma stýrinu fyrir. Það er alls konar sem hefur fylgt því.“ Góð æfing fyrir handlegginn Guðmundur Felix segir að það taki á að keyra með hendinni. „Allir vöðvar eru svo nýjir og veikir ennþá þannig ég finn svona að ég þreytist svolítið í öxlinni,“ segir hann. „En á móti kemur þá er þarf ég alltaf að hafa vöðvana í handleggnum alla spennta á meðan ég er að keyra, þannig þetta er rosalega góð æfing fyrir handlegginn. Þetta styrkir hann.“ Á hverjum degi keyrir Guðmundur Felix upp á spítala og tekur sú ferð um hálftíma. Hann fær því góða reglulega góða æfingu fyrir handlegginn. „Ég er með alla vöðva spennta allan tímann þannig þetta flýtir alveg svakalega fyrir því að styrkja hægri handlegginn.“ Á góðri leið Guðmundur segir að staðan á sér sé góð. Honum fannst þó um daginn eins og það væri farið að hægjast á bætingunni. „Ég fer í tékk á þriggja mánaða fresti og svo á hverju ári er svona stórt tékk, ég var að klára það. Mér fannst eins og það væri búið að hægja voða mikið á þróuninni, hún var rosa hröð fyrsta árið. Mér fannst þetta vera orðið voða hægt, lítið að breytast og svona,“ segir hann. Það kom þó í ljós að bætingin hefur í rauninni verið mikil: „Svo fór ég í það sem kallast EMG, sem er svona mæling þar sem einhver búnaður er notaður til að mæla taugarnar, hvar eru taugar og hversu mikið af taugafrumum ég sit í vöðvanna. Ég hafði síðast farið fyrir fjórum mánuðum og það var alveg svakalegur munur, mikil bæting, taugar komnar alls staðar. Þannig þetta er á góðri leið.“ Handleggir græddir á Guðmund Felix Íslendingar erlendis Frakkland Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira
Guðmundur Felix missti báða hendleggi sína í háraforkuslysi þegar hann var aðeins 26 ára gamall. Þann 14. janúar árið 2021 fékk hann svo ágræddar hendur eftir langa bið í borginni Lyon í Frakklandi. Síðan hann lenti í slysinu hefur hann einungis getað keyrt með fótstýri en nú hefur orðið breyting á því. „Síðan 2000 hef ég keyrt alltaf með fótstýri. Fyrir vikið þá hef ég verið bundinn alltaf við einn bíl. Ég er kominn á ansi gamlan bíl og búinn að eyða þúsundum í að halda honum í gangi því ef þessi bíll bilar þá er ég algjörlega stopp,“ segir Guðmundur Felix í samtali við fréttastofu. Um daginn keypti hann sér skaft sem festist við stýrið. Það gerir honum kleift að stýra með höndum í stað fóta. „Þetta er svona gaffall sem maður heldur í. Ég er svona byrjaður að æfa mig í að sleppa fótstýrinu, er núna með bæði,“ segir hann. View this post on Instagram A post shared by Felix Gretarsson (@felix_gretarsson) „Þetta er að ganga helvíti vel og ég er bara að geta keyrt alveg frá A til Ö sem þýðir að ég sé fram á að ég geti farið að endurnýja bílinn einhvern tímann á næstunni.“ Þungu fargi létt Það að geta stýrt með hendinni léttir þungu fargi af Guðmundi Felix. Fram að þessu hefur hann ekki getað skipt um bíl sökum þess hve dýr fótstýringin er. Með þessu skafti getur hann í rauninni keyrt hvaða sjálfskipta bíl sem er. „Þetta er rándýrt, þetta fótstýringadæmi. Það hefur verið borgað af tryggingheima en það er ekki borgað hér nema bara að pínulitlum hluta. Þetta er alveg ofboðslega dýr breyting að setja svona fótstýri, það hefur hamlað mér alveg svakalega. Ég hef alltaf þurft að velja bíl líka sem er með mjög góðu fótarými til að koma stýrinu fyrir. Það er alls konar sem hefur fylgt því.“ Góð æfing fyrir handlegginn Guðmundur Felix segir að það taki á að keyra með hendinni. „Allir vöðvar eru svo nýjir og veikir ennþá þannig ég finn svona að ég þreytist svolítið í öxlinni,“ segir hann. „En á móti kemur þá er þarf ég alltaf að hafa vöðvana í handleggnum alla spennta á meðan ég er að keyra, þannig þetta er rosalega góð æfing fyrir handlegginn. Þetta styrkir hann.“ Á hverjum degi keyrir Guðmundur Felix upp á spítala og tekur sú ferð um hálftíma. Hann fær því góða reglulega góða æfingu fyrir handlegginn. „Ég er með alla vöðva spennta allan tímann þannig þetta flýtir alveg svakalega fyrir því að styrkja hægri handlegginn.“ Á góðri leið Guðmundur segir að staðan á sér sé góð. Honum fannst þó um daginn eins og það væri farið að hægjast á bætingunni. „Ég fer í tékk á þriggja mánaða fresti og svo á hverju ári er svona stórt tékk, ég var að klára það. Mér fannst eins og það væri búið að hægja voða mikið á þróuninni, hún var rosa hröð fyrsta árið. Mér fannst þetta vera orðið voða hægt, lítið að breytast og svona,“ segir hann. Það kom þó í ljós að bætingin hefur í rauninni verið mikil: „Svo fór ég í það sem kallast EMG, sem er svona mæling þar sem einhver búnaður er notaður til að mæla taugarnar, hvar eru taugar og hversu mikið af taugafrumum ég sit í vöðvanna. Ég hafði síðast farið fyrir fjórum mánuðum og það var alveg svakalegur munur, mikil bæting, taugar komnar alls staðar. Þannig þetta er á góðri leið.“
Handleggir græddir á Guðmund Felix Íslendingar erlendis Frakkland Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira