Kröfur Eflingar hafi verið umtalsvert út fyrir rammann Máni Snær Þorláksson skrifar 19. febrúar 2023 17:32 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Ívar Fannar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir vonbrigði að samningar hafi ekki náðst. Hann segir kröfur Eflingar vera umtalsvert út fyrir ramma sem samtökin hafa markað í samningum við önnur stéttarfélög. „Auðvitað eru þetta bara vonbrigði að standa í þessum sporum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Halldór Benjamín segir að það hafi verið reynt að fara allar leiðir til að ná kjarasamningi um helgina. „Við hlýddum kalli nýs ríkissáttasemjara í þessari deilu þegar hann boðaði okkur til funda, við freistuðum þess að leita allra leiða til þess að ná kjarasamningi við Eflingu.“ Þá útskýrir hann hvers vegna það tókst ekki að semja: „Við erum hins vegar í þeirri skrýtnu stöðu að vera búin að semja við nánast allan vinnumarkaðinn. Það er eitt stórt stéttarfélag eftir og við höfum nú setið í þessu húsi um margra daga skeið og aftur í dag með það að markmiði að ná kjarasamningi. Það slitnaði upp úr í dag og það eru mér gríðarleg vonbrigði. Ég trúði því að aðilar myndu ná saman hér.“ „Staða sem Samtök atvinnulífsins geta ekki tekið þátt í“ Halldór Benjamín segir kröfur Eflingar hafa farið umtalsvert út fyrir þann ramma sem Samtök atvinnulífsins hafa markað í kjarasamningum sínum við önnur stéttarfélög. „Krafan var þessi, að reyna að útbúa Eflingarsamning fyrir Eflingarfólk og við sannarlega reyndum algjörlega á þanþol þess ramma sem við höfum markað í kjarasamningum okkar við aðra viðsemjendur,“ segir hann. „En þegar á hólminn var komið þá einfaldlega voru kröfur Eflingar umtalsvert út fyrir þann ramma þannig við hefðum aldrei getað litið í augun á viðsemjendum okkar sem við höfum þegar gengið frá kjarasamningum við og þar við sat. Við getum ekki réttlætt það að eitt stéttarfélag semji um talsvert hærri laun en öll önnur stéttarfélög á landinu um sömu störf. Það er staða sem Samtök atvinnulífsins geta ekki tekið þátt í. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
„Auðvitað eru þetta bara vonbrigði að standa í þessum sporum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Halldór Benjamín segir að það hafi verið reynt að fara allar leiðir til að ná kjarasamningi um helgina. „Við hlýddum kalli nýs ríkissáttasemjara í þessari deilu þegar hann boðaði okkur til funda, við freistuðum þess að leita allra leiða til þess að ná kjarasamningi við Eflingu.“ Þá útskýrir hann hvers vegna það tókst ekki að semja: „Við erum hins vegar í þeirri skrýtnu stöðu að vera búin að semja við nánast allan vinnumarkaðinn. Það er eitt stórt stéttarfélag eftir og við höfum nú setið í þessu húsi um margra daga skeið og aftur í dag með það að markmiði að ná kjarasamningi. Það slitnaði upp úr í dag og það eru mér gríðarleg vonbrigði. Ég trúði því að aðilar myndu ná saman hér.“ „Staða sem Samtök atvinnulífsins geta ekki tekið þátt í“ Halldór Benjamín segir kröfur Eflingar hafa farið umtalsvert út fyrir þann ramma sem Samtök atvinnulífsins hafa markað í kjarasamningum sínum við önnur stéttarfélög. „Krafan var þessi, að reyna að útbúa Eflingarsamning fyrir Eflingarfólk og við sannarlega reyndum algjörlega á þanþol þess ramma sem við höfum markað í kjarasamningum okkar við aðra viðsemjendur,“ segir hann. „En þegar á hólminn var komið þá einfaldlega voru kröfur Eflingar umtalsvert út fyrir þann ramma þannig við hefðum aldrei getað litið í augun á viðsemjendum okkar sem við höfum þegar gengið frá kjarasamningum við og þar við sat. Við getum ekki réttlætt það að eitt stéttarfélag semji um talsvert hærri laun en öll önnur stéttarfélög á landinu um sömu störf. Það er staða sem Samtök atvinnulífsins geta ekki tekið þátt í.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira