Eins og áður sagði lagði Hildur skóna á hilluna eftir seinasta tímabil. Hún lék þá með Fram og varð Íslandsmeistari með félaginu í þriðja sinn áður en hún tilkynnti að hún ætlaði að segja skilið við handboltaferilinn.
Frá því var svo greint á Handbolti.is í gær að Hildur hafi reimað á sig handboltaskóna á ný þegar FH-ingar unnu tíu marka sigur gegn Fjölni/Fylki, 31-21. Hildur hefur æft með FH í vetur og fékk félagsskipti til félagsins félagaskiptafresturinn rann út um síðustu mánaðarmót. Hún lét vel til sín taka í leik gærkvöldsins og skoraði fimm mörk.
Hildur er uppalin hjá FH, en hefur ekki leikið með liðinu á Íslandsmóti síðan árið 2009, eða fyrir 14 árum síðan. Hún gekk í raðir Fram það ár áður en hún fór til Þýskalands tveimur árum síðar og lék þar tvö tímabil með Blomberg-Lippe og tvö tímabil með Koblenz. Með Fram varð Hildur Íslandsmeistari í þrígang, árin 2017, 2018 og 2022, og bikarmeistari árin 2010, 2011, 2018 og 2020.
Þá lék Hildur yfir fimmtíu landsleiki og var í íslenska liðinu sem tók þátt á EM 2012 í Serbíu.