Er ríkisstjórnin stikkfrí í kjaradeilunum? Guðmundur Árni Stefansson skrifar 20. febrúar 2023 14:01 Hvernig er unnt að höggva á hnútinn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins? Það virðist langt til lands og harkan færist í aukana með áformum atvinnurekenda um verkbann á 20 þúsund félaga verkalýðsfélagsins. Það er olía á eld í þessari kjaradeilu. Vissulega er þrengra um vik um nýár lausnir, þegar fyrir liggur að 80 þúsund launamanna hafa þegar samþykkt kjarasamning; fólk í Starfsgreinasambandinu og Verslunarmannafélaginu. Þegar atvinnurekendur eru síðan farnir að kalla eftir lagasetningu á verkfallið og kjaradeiluna, þar sem Alþingi setur lög sem banna verkföll, þá er í óefni komið. Ekki er ósennilegt að stuðningur við slíkt sé að finna í herbúðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksiins, en vart verður því trúað fyrirfram að Vinstri grænir taki slíkt í mál. Þar er þó litla staðfestu að finna eins og dæmin sanna. Flestir hljóta að vera sammála því, að lægstu laun á landinu duga engan veginn fyrir framfærslu. Það er óviðunandi. Úr því þarf að bæta. En það er unnt að gera með fleiru en krónutöluhækkunum og breytingum á launatöxtum. Leiguþak og húsnæðisbætur Og kem ég þá að kjarna máls. Svo virðist sem sitjandi ríkisstjórn sé algjörlega stikkfrí í þessari kjaradeilu og er á hliðarlínunni eins og hver annar áhorfandi. Það er óviðunandi. Ríkisstjórninni ber að stíga inn og leggja myndarlega í púkkið. Nokkrar leiðir eru færar í því efni. Ein er sú að setja á leiguþak eða leigubremsu, sem tryggir stöðu og kjör leigjenda í landinu. Þetta hefur jafnaðarfólk kallað eftir, sem og verkalýðshreyfingin, en ríkisstjórninin skellt við skollaeyrum. Þessi aðgerð skiptir máli. Hún kostar ekki peninga úr ríkisstjóði. Önnur leið er jákvæð inngrip í húsnæðiskerfið; kerfi sem er nú um stundir venjulegum launamanni fullkomlega ofviða. Fleiri leiðir eru færar en pilitískan vilja þarf til. Þessi aðkoma ríkisvaldsins myndi einnig greiða fyrir komandi samningum við opinbera starfsmenn og starfsmenn sveitarfélaga. Sem og bæta í nýgerða samninga. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa til ríkisstjórnarinnar að verkin verði látin tala. Það er að vísu eitthvað sem sjaldan sést, því sitjandi ríkisstjórn og forystufólk hennar virðist hafa þann einasta metnað að sitja meðan sætt er. Ágreiningur er um minni og stærri mál og þau eru „leyst" með aðgerðarleysi. Það virðist þegjandi samkomulag um að gera sem minnst. En nú er ekki í boði að vera stikkfrí. Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar - Jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Árni Stefánsson Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Samfylkingin Mest lesið Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 15.3.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvernig er unnt að höggva á hnútinn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins? Það virðist langt til lands og harkan færist í aukana með áformum atvinnurekenda um verkbann á 20 þúsund félaga verkalýðsfélagsins. Það er olía á eld í þessari kjaradeilu. Vissulega er þrengra um vik um nýár lausnir, þegar fyrir liggur að 80 þúsund launamanna hafa þegar samþykkt kjarasamning; fólk í Starfsgreinasambandinu og Verslunarmannafélaginu. Þegar atvinnurekendur eru síðan farnir að kalla eftir lagasetningu á verkfallið og kjaradeiluna, þar sem Alþingi setur lög sem banna verkföll, þá er í óefni komið. Ekki er ósennilegt að stuðningur við slíkt sé að finna í herbúðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksiins, en vart verður því trúað fyrirfram að Vinstri grænir taki slíkt í mál. Þar er þó litla staðfestu að finna eins og dæmin sanna. Flestir hljóta að vera sammála því, að lægstu laun á landinu duga engan veginn fyrir framfærslu. Það er óviðunandi. Úr því þarf að bæta. En það er unnt að gera með fleiru en krónutöluhækkunum og breytingum á launatöxtum. Leiguþak og húsnæðisbætur Og kem ég þá að kjarna máls. Svo virðist sem sitjandi ríkisstjórn sé algjörlega stikkfrí í þessari kjaradeilu og er á hliðarlínunni eins og hver annar áhorfandi. Það er óviðunandi. Ríkisstjórninni ber að stíga inn og leggja myndarlega í púkkið. Nokkrar leiðir eru færar í því efni. Ein er sú að setja á leiguþak eða leigubremsu, sem tryggir stöðu og kjör leigjenda í landinu. Þetta hefur jafnaðarfólk kallað eftir, sem og verkalýðshreyfingin, en ríkisstjórninin skellt við skollaeyrum. Þessi aðgerð skiptir máli. Hún kostar ekki peninga úr ríkisstjóði. Önnur leið er jákvæð inngrip í húsnæðiskerfið; kerfi sem er nú um stundir venjulegum launamanni fullkomlega ofviða. Fleiri leiðir eru færar en pilitískan vilja þarf til. Þessi aðkoma ríkisvaldsins myndi einnig greiða fyrir komandi samningum við opinbera starfsmenn og starfsmenn sveitarfélaga. Sem og bæta í nýgerða samninga. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa til ríkisstjórnarinnar að verkin verði látin tala. Það er að vísu eitthvað sem sjaldan sést, því sitjandi ríkisstjórn og forystufólk hennar virðist hafa þann einasta metnað að sitja meðan sætt er. Ágreiningur er um minni og stærri mál og þau eru „leyst" með aðgerðarleysi. Það virðist þegjandi samkomulag um að gera sem minnst. En nú er ekki í boði að vera stikkfrí. Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar - Jafnaðarflokks Íslands.
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun