Körfubolti

West­brook á­fram í Los Angeles

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fer ekki fet.
Fer ekki fet. AP Photo/Godofredo A. Vásquez

Körfuboltamaðurinn Russell Westbrook verður samkvæmt umboðsmanni sínum áfram í Los Angeles þó svo að Lakers hafi sent hann til Utah Jazz fyrir ekki svo löngu.

Hinn 34 ára gamli Westbrook hefur spilað í NBA deildinni frá árinu 2008. Hann lék lengst af með Oklahoma City Thunder en fór til Houston Rockets árið 2019 og svo Washington Wizards ári síðar.

Árið 2021 sótti Lakers hann til Wizards í von um að hann væri púslið sem gæti hjálpað LeBron James og Anthony Davis að ná í annan meistaratitil. Annað kom á daginn og var tími Westbrook hjá Lakers hrein og bein skelfing. Hann var gerður að blóraböggli liðsins er ekkert gekk upp og var hann á endanum sendur til Utah Jazz.

Westbrook mun ekki stoppa lengi í Utah en umboðsmaður hans hefur staðfest að samið verði um starfslok og að leikmaðurinn verði áfram í Los Angeles. Mun hann semja við LA Clippers, liðið sem leikur á sama heimavelli og Lakers.

Ekki hefur verið staðfest hversu langur samningurinn verður en það er ljóst að næsta viðureign LA liðanna er nú orðin enn áhugaverðari.

Clippers eru sem stendur í 4. sæti Vesturdeildar og í baráttunni um heimavallarrétt í úrslitakeppninni á meðan Lakers er í 13. sæti og í harðri baráttu um að komast í umspil um sæti í úrslitakeppninni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×