„Við gáfum ekki of mikið færi á okkur í lokin“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 22:31 Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var sáttur að leik loknum. Vísir/Diego Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var sáttur með frammistöðu sinna manna er liðið vann Aftureldingu með tveimur mörkum 26-24 í 16. umferð Olís-deild karla í kvöld. Haukar voru undir bróðurpart leiksins en þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka gáfu þeir í og tryggðu sér stigin tvö. „Þetta var hörkuleikur og ég er ótrúlega ánægður með mína menn, mér fannst við spila vel. Mér fannst við spila frábæran varnarleik í seinni hálfleik og svo var ég líka mjög ánægður með það að við héldum út í lokin, héldum út pressunni. Við gáfum ekki of mikið færi á okkur í lokin og náðum að klára þetta. Við klikkuðum á því á móti Stjörnunni og við gáfum svolítið eftir á móti Selfoss þannig að ég er hrikalega ánægður með það.“ Haukar lentu undir snemma leiks en jafnt var með liðunum í hálfleik 14-14. Í seinni hálfleik kom taktur í varnarleik Hauka og Aron Rafn Eðvarsson fór að verja vel í markinu. „Mér fannst markmaðurinn hjá þeim stórkostlegur fyrsta korterið og það var sem að skildin liðin að framan af leiknum. Svo datt það aðeins niður og við náðum upp meiri ryðma varnarlega og það var það sem að snéri að mér.“ Aðspurður hverju hann hafi breytt í seinni hálfleik sagðist Ásgeir ekki hafa gert stórar breytingar. „Þetta var ekkert stórvægilegt, smá detailar hér og þar, einhver smá mannaskipti. Maður þarf að vera smá þolinmóður og hafa trú á conceptinu sem að maður er búin að setja upp fyrir leikinn.“ Ásgeir ætlar að leyfa strákunum að fagna sigrinum í kvöld en svo hefst undirbúningur fyrir Hafnarfjarðarslaginn, Haukar-FH sem fer fram næsta mánudag. „Við þurfum að vera glaðir í dag og svo byrjum við að undirbúa okkur á morgun. Við þurfum að halda fókus, við erum ennþá að safna stigum. Við ætlum okkur að vera miklu ofar í töflunni.“ Handbolti Haukar Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Haukar 24-26 | Gestirnir áfram með hreðjatak á Mosfellsbænum Einn leikur fór fram í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Haukar heimsóttu Mosfellsbæ en fara þarf 88 mánuði aftur í tímann til að finna síðasta tap Hauka þar í bæ. Haukarnir voru nálægt því að missa frá sér örugga forystu undir lok leiks í kvöld en allt kom fyrir ekki og gestirnir fara heim með stigin tvö. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 20. febrúar 2023 21:00 Hafa ekki unnið Haukana á heimavelli í 88 mánuði Afturelding tekur á móti Haukum í Olís deild karla í handbolta í Mosfellsbænum í kvöld en það er orðið langt síðan Haukarnir fóru stigalausir frá Varmá. 20. febrúar 2023 17:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Sjá meira
„Þetta var hörkuleikur og ég er ótrúlega ánægður með mína menn, mér fannst við spila vel. Mér fannst við spila frábæran varnarleik í seinni hálfleik og svo var ég líka mjög ánægður með það að við héldum út í lokin, héldum út pressunni. Við gáfum ekki of mikið færi á okkur í lokin og náðum að klára þetta. Við klikkuðum á því á móti Stjörnunni og við gáfum svolítið eftir á móti Selfoss þannig að ég er hrikalega ánægður með það.“ Haukar lentu undir snemma leiks en jafnt var með liðunum í hálfleik 14-14. Í seinni hálfleik kom taktur í varnarleik Hauka og Aron Rafn Eðvarsson fór að verja vel í markinu. „Mér fannst markmaðurinn hjá þeim stórkostlegur fyrsta korterið og það var sem að skildin liðin að framan af leiknum. Svo datt það aðeins niður og við náðum upp meiri ryðma varnarlega og það var það sem að snéri að mér.“ Aðspurður hverju hann hafi breytt í seinni hálfleik sagðist Ásgeir ekki hafa gert stórar breytingar. „Þetta var ekkert stórvægilegt, smá detailar hér og þar, einhver smá mannaskipti. Maður þarf að vera smá þolinmóður og hafa trú á conceptinu sem að maður er búin að setja upp fyrir leikinn.“ Ásgeir ætlar að leyfa strákunum að fagna sigrinum í kvöld en svo hefst undirbúningur fyrir Hafnarfjarðarslaginn, Haukar-FH sem fer fram næsta mánudag. „Við þurfum að vera glaðir í dag og svo byrjum við að undirbúa okkur á morgun. Við þurfum að halda fókus, við erum ennþá að safna stigum. Við ætlum okkur að vera miklu ofar í töflunni.“
Handbolti Haukar Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Haukar 24-26 | Gestirnir áfram með hreðjatak á Mosfellsbænum Einn leikur fór fram í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Haukar heimsóttu Mosfellsbæ en fara þarf 88 mánuði aftur í tímann til að finna síðasta tap Hauka þar í bæ. Haukarnir voru nálægt því að missa frá sér örugga forystu undir lok leiks í kvöld en allt kom fyrir ekki og gestirnir fara heim með stigin tvö. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 20. febrúar 2023 21:00 Hafa ekki unnið Haukana á heimavelli í 88 mánuði Afturelding tekur á móti Haukum í Olís deild karla í handbolta í Mosfellsbænum í kvöld en það er orðið langt síðan Haukarnir fóru stigalausir frá Varmá. 20. febrúar 2023 17:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Sjá meira
Leik lokið: Afturelding - Haukar 24-26 | Gestirnir áfram með hreðjatak á Mosfellsbænum Einn leikur fór fram í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Haukar heimsóttu Mosfellsbæ en fara þarf 88 mánuði aftur í tímann til að finna síðasta tap Hauka þar í bæ. Haukarnir voru nálægt því að missa frá sér örugga forystu undir lok leiks í kvöld en allt kom fyrir ekki og gestirnir fara heim með stigin tvö. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 20. febrúar 2023 21:00
Hafa ekki unnið Haukana á heimavelli í 88 mánuði Afturelding tekur á móti Haukum í Olís deild karla í handbolta í Mosfellsbænum í kvöld en það er orðið langt síðan Haukarnir fóru stigalausir frá Varmá. 20. febrúar 2023 17:00
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða