Fyrrverandi starfsmaður handtekinn vegna dráps á biskupi Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2023 08:49 Kona leggur blóm og innrömmuð skilaboð við lögregluborða utan um heimili Davids O'Connells, aðstoðarbiskups, sem fannst skotinn til bana á laugardag. AP/Damian Dovarganes Karlmaður sem lögreglan í Los Angeles í Bandaríkjunum handtók í tengslum við morð á þekktum biskupi er eiginmaður þernu biskupsins og hafði sjálfur unnið fyrir hann. Lögregla rannsakar enn tilefni morðsins. David O'Connell, aðstoðarbiskup í Los Angeles-erkibiskupsdæmi kaþólsku kirkjunnar, fannst skotinn til bana í svefnherbergi heimili síns í Hacienda Heights, úthverfi stórborgarinnar, á laugardag. Hann hafði meðal annars helgað sig baráttu gegn glæpagengjum. Sérsveit lögreglu handtók Carlos Medina, eiginmann þernu O'Connells, á heimili þeirra í Torrance sem er um 55 kílómetrum frá heimili biskupsins, að sögn AP-fréttastofunnar. Böndin bárust fyrst að Medina þegar rannsóknarlögreglumenn sáu bifreið hans í innkeyrslunni við hús O'Connells um það leyti sem hann var myrtur á upptöku öryggismyndavélar. Þá barst lögreglu ábending um að Medina, sem er 65 ára gamall, hafi sýnt af sér undarlega hegðun og talað um að O'Connell skuldaði honum fé. Engin ummerki fundust um að brotist hefði verið inn til O'Connells. Eiginkona Medina er sögð samvinnufús við lögreglu. Vopn fundust á heimili þeirra hjóna. Robert Luna, lögreglustjórinn í Los Angeles-sýslu, (t.h.) faðmar José H. Gomez, erkibiskup, á blaðamannafundi lögreglu vegna morðsins á O'Connell í gær.AP/Damian Dovarganes O'Connell, sem fæddist á Írlandi, er sagður samfélaginu á svæðinu harmdauði. Nágrannar og safnaðarmeðlimir hafa skilið eftir blóm og kerti við lögregluborða utan um heimili hans í Hacienda Heights. José H. Gomez, erkibiskupinn í Los Angeles-sýslu, segir O'Connell hafa talað spænsku reiprennandi með írskum hreim. Hann hafi alla tíð sýnt fátækum, heimilislausum, innflytjendum og jaðarsettum í samfélaginu hluttekningu. „Hann var góður prestur, góðu biskup og maður friðar og við erum mjög hrygg að missa hann,“ sagði Gomez klökkur við fréttamenn. Fintan Gavin, biskup í Cork og Ross á Írlandi, sagði söfnuðinn þar sleginn yfir dauða O'Connells. Hann hafi ræktað tengslin við fjölskyldu og vini í gamla landinu. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Telja að biskup hafi verið myrtur í Los Angeles Lögreglan í Los Angeles-sýslu rannsakar lát kaþólsks biskups á laugardag sem morð. Biskupinn var skotinn til bana á heimili sínu og byssumaðurinn eða mennirnir ganga enn lausir. 20. febrúar 2023 12:00 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
David O'Connell, aðstoðarbiskup í Los Angeles-erkibiskupsdæmi kaþólsku kirkjunnar, fannst skotinn til bana í svefnherbergi heimili síns í Hacienda Heights, úthverfi stórborgarinnar, á laugardag. Hann hafði meðal annars helgað sig baráttu gegn glæpagengjum. Sérsveit lögreglu handtók Carlos Medina, eiginmann þernu O'Connells, á heimili þeirra í Torrance sem er um 55 kílómetrum frá heimili biskupsins, að sögn AP-fréttastofunnar. Böndin bárust fyrst að Medina þegar rannsóknarlögreglumenn sáu bifreið hans í innkeyrslunni við hús O'Connells um það leyti sem hann var myrtur á upptöku öryggismyndavélar. Þá barst lögreglu ábending um að Medina, sem er 65 ára gamall, hafi sýnt af sér undarlega hegðun og talað um að O'Connell skuldaði honum fé. Engin ummerki fundust um að brotist hefði verið inn til O'Connells. Eiginkona Medina er sögð samvinnufús við lögreglu. Vopn fundust á heimili þeirra hjóna. Robert Luna, lögreglustjórinn í Los Angeles-sýslu, (t.h.) faðmar José H. Gomez, erkibiskup, á blaðamannafundi lögreglu vegna morðsins á O'Connell í gær.AP/Damian Dovarganes O'Connell, sem fæddist á Írlandi, er sagður samfélaginu á svæðinu harmdauði. Nágrannar og safnaðarmeðlimir hafa skilið eftir blóm og kerti við lögregluborða utan um heimili hans í Hacienda Heights. José H. Gomez, erkibiskupinn í Los Angeles-sýslu, segir O'Connell hafa talað spænsku reiprennandi með írskum hreim. Hann hafi alla tíð sýnt fátækum, heimilislausum, innflytjendum og jaðarsettum í samfélaginu hluttekningu. „Hann var góður prestur, góðu biskup og maður friðar og við erum mjög hrygg að missa hann,“ sagði Gomez klökkur við fréttamenn. Fintan Gavin, biskup í Cork og Ross á Írlandi, sagði söfnuðinn þar sleginn yfir dauða O'Connells. Hann hafi ræktað tengslin við fjölskyldu og vini í gamla landinu.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Telja að biskup hafi verið myrtur í Los Angeles Lögreglan í Los Angeles-sýslu rannsakar lát kaþólsks biskups á laugardag sem morð. Biskupinn var skotinn til bana á heimili sínu og byssumaðurinn eða mennirnir ganga enn lausir. 20. febrúar 2023 12:00 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Telja að biskup hafi verið myrtur í Los Angeles Lögreglan í Los Angeles-sýslu rannsakar lát kaþólsks biskups á laugardag sem morð. Biskupinn var skotinn til bana á heimili sínu og byssumaðurinn eða mennirnir ganga enn lausir. 20. febrúar 2023 12:00