Fyrrverandi starfsmaður handtekinn vegna dráps á biskupi Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2023 08:49 Kona leggur blóm og innrömmuð skilaboð við lögregluborða utan um heimili Davids O'Connells, aðstoðarbiskups, sem fannst skotinn til bana á laugardag. AP/Damian Dovarganes Karlmaður sem lögreglan í Los Angeles í Bandaríkjunum handtók í tengslum við morð á þekktum biskupi er eiginmaður þernu biskupsins og hafði sjálfur unnið fyrir hann. Lögregla rannsakar enn tilefni morðsins. David O'Connell, aðstoðarbiskup í Los Angeles-erkibiskupsdæmi kaþólsku kirkjunnar, fannst skotinn til bana í svefnherbergi heimili síns í Hacienda Heights, úthverfi stórborgarinnar, á laugardag. Hann hafði meðal annars helgað sig baráttu gegn glæpagengjum. Sérsveit lögreglu handtók Carlos Medina, eiginmann þernu O'Connells, á heimili þeirra í Torrance sem er um 55 kílómetrum frá heimili biskupsins, að sögn AP-fréttastofunnar. Böndin bárust fyrst að Medina þegar rannsóknarlögreglumenn sáu bifreið hans í innkeyrslunni við hús O'Connells um það leyti sem hann var myrtur á upptöku öryggismyndavélar. Þá barst lögreglu ábending um að Medina, sem er 65 ára gamall, hafi sýnt af sér undarlega hegðun og talað um að O'Connell skuldaði honum fé. Engin ummerki fundust um að brotist hefði verið inn til O'Connells. Eiginkona Medina er sögð samvinnufús við lögreglu. Vopn fundust á heimili þeirra hjóna. Robert Luna, lögreglustjórinn í Los Angeles-sýslu, (t.h.) faðmar José H. Gomez, erkibiskup, á blaðamannafundi lögreglu vegna morðsins á O'Connell í gær.AP/Damian Dovarganes O'Connell, sem fæddist á Írlandi, er sagður samfélaginu á svæðinu harmdauði. Nágrannar og safnaðarmeðlimir hafa skilið eftir blóm og kerti við lögregluborða utan um heimili hans í Hacienda Heights. José H. Gomez, erkibiskupinn í Los Angeles-sýslu, segir O'Connell hafa talað spænsku reiprennandi með írskum hreim. Hann hafi alla tíð sýnt fátækum, heimilislausum, innflytjendum og jaðarsettum í samfélaginu hluttekningu. „Hann var góður prestur, góðu biskup og maður friðar og við erum mjög hrygg að missa hann,“ sagði Gomez klökkur við fréttamenn. Fintan Gavin, biskup í Cork og Ross á Írlandi, sagði söfnuðinn þar sleginn yfir dauða O'Connells. Hann hafi ræktað tengslin við fjölskyldu og vini í gamla landinu. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Telja að biskup hafi verið myrtur í Los Angeles Lögreglan í Los Angeles-sýslu rannsakar lát kaþólsks biskups á laugardag sem morð. Biskupinn var skotinn til bana á heimili sínu og byssumaðurinn eða mennirnir ganga enn lausir. 20. febrúar 2023 12:00 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
David O'Connell, aðstoðarbiskup í Los Angeles-erkibiskupsdæmi kaþólsku kirkjunnar, fannst skotinn til bana í svefnherbergi heimili síns í Hacienda Heights, úthverfi stórborgarinnar, á laugardag. Hann hafði meðal annars helgað sig baráttu gegn glæpagengjum. Sérsveit lögreglu handtók Carlos Medina, eiginmann þernu O'Connells, á heimili þeirra í Torrance sem er um 55 kílómetrum frá heimili biskupsins, að sögn AP-fréttastofunnar. Böndin bárust fyrst að Medina þegar rannsóknarlögreglumenn sáu bifreið hans í innkeyrslunni við hús O'Connells um það leyti sem hann var myrtur á upptöku öryggismyndavélar. Þá barst lögreglu ábending um að Medina, sem er 65 ára gamall, hafi sýnt af sér undarlega hegðun og talað um að O'Connell skuldaði honum fé. Engin ummerki fundust um að brotist hefði verið inn til O'Connells. Eiginkona Medina er sögð samvinnufús við lögreglu. Vopn fundust á heimili þeirra hjóna. Robert Luna, lögreglustjórinn í Los Angeles-sýslu, (t.h.) faðmar José H. Gomez, erkibiskup, á blaðamannafundi lögreglu vegna morðsins á O'Connell í gær.AP/Damian Dovarganes O'Connell, sem fæddist á Írlandi, er sagður samfélaginu á svæðinu harmdauði. Nágrannar og safnaðarmeðlimir hafa skilið eftir blóm og kerti við lögregluborða utan um heimili hans í Hacienda Heights. José H. Gomez, erkibiskupinn í Los Angeles-sýslu, segir O'Connell hafa talað spænsku reiprennandi með írskum hreim. Hann hafi alla tíð sýnt fátækum, heimilislausum, innflytjendum og jaðarsettum í samfélaginu hluttekningu. „Hann var góður prestur, góðu biskup og maður friðar og við erum mjög hrygg að missa hann,“ sagði Gomez klökkur við fréttamenn. Fintan Gavin, biskup í Cork og Ross á Írlandi, sagði söfnuðinn þar sleginn yfir dauða O'Connells. Hann hafi ræktað tengslin við fjölskyldu og vini í gamla landinu.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Telja að biskup hafi verið myrtur í Los Angeles Lögreglan í Los Angeles-sýslu rannsakar lát kaþólsks biskups á laugardag sem morð. Biskupinn var skotinn til bana á heimili sínu og byssumaðurinn eða mennirnir ganga enn lausir. 20. febrúar 2023 12:00 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Telja að biskup hafi verið myrtur í Los Angeles Lögreglan í Los Angeles-sýslu rannsakar lát kaþólsks biskups á laugardag sem morð. Biskupinn var skotinn til bana á heimili sínu og byssumaðurinn eða mennirnir ganga enn lausir. 20. febrúar 2023 12:00
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent