Samgöngusáttmáli í uppnámi? Ó. Ingi Tómasson skrifar 21. febrúar 2023 09:31 Forsenda svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins eru bættar samgöngur, hvort sem eru almenningssamgöngur, ferðir einkabílsins eða hjólandi umferð. Forsendur fyrir bættum samgöngum er strætó í sérrými, betri stofnvegir fyrir einkabílinn og bættar hjóla- og gönguleiðir. Jafnframt skipta bættar ljósastýringar miklu máli. Framkvæmd samgöngusáttmálans Betri samgöngur ohf. var stofnað til að sjá um framkvæmd samgöngusáttmálans sem samþykktur var árið 2019. Síðustu vikur hafa ýmsir lýst efasemdum og áhyggjum um aukin kostnað við framkvæmdaáætlun samgöngusáttmálans, þar hefur verið nefnt 50% hækkun framkvæmdakostnaðar, Betri samgöngur ohf. benda hins vegar á að hækkunin nemi 11,5% og þar vegi þyngst, hækkandi verðlag og að stofnvegir hafi farið fram úr áætlunum. Mikilvægt er að áframhaldandi samstaða haldist um samgöngusáttmálann. Ljóst er að tafir eru á einhverjum verkþáttum þá sér í lagi þeim sem snúa að uppbyggingu Borgarlínu sem er sérrými fyrir almenningssamgöngur. Kostnaður við framkvæmdir samgöngusáttmálans var áætlaður 120 milljarðir og á framkvæmdum að ljúka árið 2033. Raunverulegt val um ferðamáta Spá svæðisskipulagsins (2015) gerir ráð fyrir um að íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgi um 50.000 – 75.000 fram til ársins 2040, nú er ljóst að sú fjölgun verður enn meiri, til að setja þetta í samhengi mun íbúum fjölga álíka og nú búa samanlagt í Hafnarfirði og Kópavogi, ef ekki tekst að breyta ferðavenjum samhliða þeirri fjölgun má gera ráð fyrir að fjölgun bifreiða verði samsvarandi. Nú búa um 240.000 manns á höfuðborgarsvæðinu og skv. Samgöngustofu eru skráð ökutæki á svæðinu um 218.000. Ljóst er að ef lítið verði um framkvæmdir munu umferðatafir með tilheyrandi mengun og kostnaði fyrir íbúa og fyrirtæki halda áfram að vaxa. Ríkið ætti að koma inn í verkefnið með auknum þunga, svo væri frábært ef kjörnir fulltrúar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu gætu staðið sameinaðir í að framkvæmd samgöngusáttmálans verði að veruleika. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu gera þá kröfu að samgöngur séu greiðar og að raunverulegt val sé um ferðamáta hvort sem er í almenningssamgöngum, á einkabílnum eða á hjóli. Höfundur situr í umhverfis- og framkvæmdaráði Hafnarfjarðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Borgarlína Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Forsenda svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins eru bættar samgöngur, hvort sem eru almenningssamgöngur, ferðir einkabílsins eða hjólandi umferð. Forsendur fyrir bættum samgöngum er strætó í sérrými, betri stofnvegir fyrir einkabílinn og bættar hjóla- og gönguleiðir. Jafnframt skipta bættar ljósastýringar miklu máli. Framkvæmd samgöngusáttmálans Betri samgöngur ohf. var stofnað til að sjá um framkvæmd samgöngusáttmálans sem samþykktur var árið 2019. Síðustu vikur hafa ýmsir lýst efasemdum og áhyggjum um aukin kostnað við framkvæmdaáætlun samgöngusáttmálans, þar hefur verið nefnt 50% hækkun framkvæmdakostnaðar, Betri samgöngur ohf. benda hins vegar á að hækkunin nemi 11,5% og þar vegi þyngst, hækkandi verðlag og að stofnvegir hafi farið fram úr áætlunum. Mikilvægt er að áframhaldandi samstaða haldist um samgöngusáttmálann. Ljóst er að tafir eru á einhverjum verkþáttum þá sér í lagi þeim sem snúa að uppbyggingu Borgarlínu sem er sérrými fyrir almenningssamgöngur. Kostnaður við framkvæmdir samgöngusáttmálans var áætlaður 120 milljarðir og á framkvæmdum að ljúka árið 2033. Raunverulegt val um ferðamáta Spá svæðisskipulagsins (2015) gerir ráð fyrir um að íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgi um 50.000 – 75.000 fram til ársins 2040, nú er ljóst að sú fjölgun verður enn meiri, til að setja þetta í samhengi mun íbúum fjölga álíka og nú búa samanlagt í Hafnarfirði og Kópavogi, ef ekki tekst að breyta ferðavenjum samhliða þeirri fjölgun má gera ráð fyrir að fjölgun bifreiða verði samsvarandi. Nú búa um 240.000 manns á höfuðborgarsvæðinu og skv. Samgöngustofu eru skráð ökutæki á svæðinu um 218.000. Ljóst er að ef lítið verði um framkvæmdir munu umferðatafir með tilheyrandi mengun og kostnaði fyrir íbúa og fyrirtæki halda áfram að vaxa. Ríkið ætti að koma inn í verkefnið með auknum þunga, svo væri frábært ef kjörnir fulltrúar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu gætu staðið sameinaðir í að framkvæmd samgöngusáttmálans verði að veruleika. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu gera þá kröfu að samgöngur séu greiðar og að raunverulegt val sé um ferðamáta hvort sem er í almenningssamgöngum, á einkabílnum eða á hjóli. Höfundur situr í umhverfis- og framkvæmdaráði Hafnarfjarðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar