Guðmundur hættur með landsliðið Sindri Sverrisson skrifar 21. febrúar 2023 16:15 Guðmundur Guðmundsson hefur sagt skilið við íslenska landsliðið í þriðja sinn sem þjálfari. VÍSIR/VILHELM Guðmundur Guðmundsson er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta en þetta staðfesti HSÍ í fréttatilkynningu í dag. Þar segir að um sameiginlega ákvörðun beggja aðila sé að ræða. Aðeins hálfur mánuður er í næstu landsleiki. Síðustu leikir landsliðsins undir stjórn Guðmundar voru því á heimsmeistaramótinu í janúar þar sem liðið stóð ekki undir væntingum og endaði í 12. sæti. Guðmundur hlaut umtalsverða gagnrýni fyrir sín störf bæði á mótinu og eftir að því lauk. Nafni hans, Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ, sagði þó eftir HM að staða Guðmundar sem landsliðsþjálfara væri óbreytt. Gunnar og Ágúst stýra liðinu gegn Tékkum í mars Guðmundur var samningsbundinn HSÍ fram yfir Evrópumótið í Þýskalandi í janúar á næsta ári, með ákvæði um framlengingu ef landsliðið kæmist í ólympíuumspil um vorið og á Ólympíuleikana í París sumarið 2024. Nú er ljóst að annar þjálfari fær það verkefni að stýra landsliðinu á EM en næstu leikir landsliðsins eru einmitt í undankeppni EM, gegn Tékklandi 8. og 12. mars. Uppfært klukkan 16.33: Vísir hefur fengið staðfest að aðstoðarmenn Guðmundar síðustu misseri, Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, muni stýra landsliðinu gegn Tékkum. Fastlega má gera ráð fyrir að bæði lið komist á EM en að leikirnir snúist um efsta sæti undanriðilsins. Guðmundur, sem er 62 ára gamall, tók við íslenska landsliðinu í þriðja sinn á ferlinum árið 2018 og skrifaði þá undir samning til þriggja ára. Sá samningur var svo framlengdur fyrir ári síðan eftir að Ísland endaði í 6. sæti á EM en nú er ljóst að Guðmundur mun ekki starfa út samningstímann. Í tilkynningu HSÍ segir að ekki standi til að tjá sig frekar um samkomulag Guðmundar og HSÍ um starfslok. Samhliða stýrt félagsliðum í Þýskalandi og Danmörku Guðmundur hefur samhliða því að stýra landsliðinu stýrt félagsliðum því hann var ráðinn þjálfari Melsungen í Þýskalandi fyrir þremur árum og hefur svo stýrt Fredericia í Danmörku frá haustinu 2021. Guðmundur stýrði Íslandi einnig á árunum 2001-2004, og á árunum 2008-2012 þegar liðið vann bæði silfur á Ólympíuleikum og brons á Evrópumóti. Vísir kannaði hug lesenda eftir heimsmeistaramótið og í könnun sem tæplega 11.000 manns tóku þátt í urðu Guðmundur og Dagur Sigurðsson afgerandi hæstir með um þriðjung atkvæða hvor. Dagur er hins vegar samningsbundinn japanska handboltasambandinu fram yfir Ólympíuleika 2024. Hann sagðist við Vísi í gær áhugasamur um að taka við íslenska landsliðinu en þó aðeins að afloknum leikum, eða í ágúst 2024. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Sjá meira
Síðustu leikir landsliðsins undir stjórn Guðmundar voru því á heimsmeistaramótinu í janúar þar sem liðið stóð ekki undir væntingum og endaði í 12. sæti. Guðmundur hlaut umtalsverða gagnrýni fyrir sín störf bæði á mótinu og eftir að því lauk. Nafni hans, Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ, sagði þó eftir HM að staða Guðmundar sem landsliðsþjálfara væri óbreytt. Gunnar og Ágúst stýra liðinu gegn Tékkum í mars Guðmundur var samningsbundinn HSÍ fram yfir Evrópumótið í Þýskalandi í janúar á næsta ári, með ákvæði um framlengingu ef landsliðið kæmist í ólympíuumspil um vorið og á Ólympíuleikana í París sumarið 2024. Nú er ljóst að annar þjálfari fær það verkefni að stýra landsliðinu á EM en næstu leikir landsliðsins eru einmitt í undankeppni EM, gegn Tékklandi 8. og 12. mars. Uppfært klukkan 16.33: Vísir hefur fengið staðfest að aðstoðarmenn Guðmundar síðustu misseri, Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, muni stýra landsliðinu gegn Tékkum. Fastlega má gera ráð fyrir að bæði lið komist á EM en að leikirnir snúist um efsta sæti undanriðilsins. Guðmundur, sem er 62 ára gamall, tók við íslenska landsliðinu í þriðja sinn á ferlinum árið 2018 og skrifaði þá undir samning til þriggja ára. Sá samningur var svo framlengdur fyrir ári síðan eftir að Ísland endaði í 6. sæti á EM en nú er ljóst að Guðmundur mun ekki starfa út samningstímann. Í tilkynningu HSÍ segir að ekki standi til að tjá sig frekar um samkomulag Guðmundar og HSÍ um starfslok. Samhliða stýrt félagsliðum í Þýskalandi og Danmörku Guðmundur hefur samhliða því að stýra landsliðinu stýrt félagsliðum því hann var ráðinn þjálfari Melsungen í Þýskalandi fyrir þremur árum og hefur svo stýrt Fredericia í Danmörku frá haustinu 2021. Guðmundur stýrði Íslandi einnig á árunum 2001-2004, og á árunum 2008-2012 þegar liðið vann bæði silfur á Ólympíuleikum og brons á Evrópumóti. Vísir kannaði hug lesenda eftir heimsmeistaramótið og í könnun sem tæplega 11.000 manns tóku þátt í urðu Guðmundur og Dagur Sigurðsson afgerandi hæstir með um þriðjung atkvæða hvor. Dagur er hins vegar samningsbundinn japanska handboltasambandinu fram yfir Ólympíuleika 2024. Hann sagðist við Vísi í gær áhugasamur um að taka við íslenska landsliðinu en þó aðeins að afloknum leikum, eða í ágúst 2024.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Sjá meira