Jóna Árný tekur við af Jóni Birni sem bæjarstjóri Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. febrúar 2023 17:39 Jóna Árný Þórðardóttir fjarðabyggð Jóna Árný Þórðardóttir mun taka við af Jóni Birni Hákonarssyni sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Jón Björn sagði af sér embætti bæjarstjóra á mánudag eftir að gögn bárust bæjarfulltrúum sem sýndu fram á að engin fasteignagjöld hefðu verið greidd af óskráðum fasteignum á lóðum Björns í sveitarfélaginu. Greint er frá ráðningu Jónu Árnýjar á vef Fjarðabyggðar. Þar segir að hún hafi víðtæka stjórnunarreynslu og sérþekkingu á sviði rekstrar, fjármála og þróunar. Jóna, sem kemur frá Norðfirði, hafi starfað sem ráðgjafi hjá KPMG árin 2005-8, síðan sem fjármálastjóri Fjarðabyggðar í tvö ár og þá önnur tvö ár í innri endurskoðun Alcoa Fjarðaál. Hún starfaði síðan sjálfstætt þar til hún varð framkvæmdastjóri Austurbrúar vorið 2014. Að því er fram kemur á vef Fjarðarbyggðar hefur ekki verið gengið frá því endanlega hvenær Jóna Árný komi til starfa. „Gengið verður endanlega frá ráðningarsamningi við Jónu Árný á næstu dögum og hann lagður fyrir bæjarstjórn til formlegrar samþykktar,“ segir í tilkynningu. Eins og áður segir óskaði Jón Björn Hákonarsson eftir því að láta af störfum sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar á mánudag. Degi síðar var Jón Björn sakaður um að greiða ekki fasteignargjöld af óleyfisfasteignum í sveitarfélaginu. Greint var frá því að bæjarfulltrúar hafi fengið erindi frá íbúa sem varðarði sumarbústaðarlóðirnar Fönn 1 til 4 í Fannardal en lóðirnar eru í eigu Jóns Björns og fjölskyldu hans. Samkvæmt erindinu hafi engin gjöld verið greidd af fasteignunum, einungis af lóðunum sjálfum. Engin mannvirki eru skráð á lóðirnar og staðfesti Snorri Stykrársson, fjármálastjóri Fjarðabyggðar, við Fréttablaðið að sótt hafi verið um byggingarleyfi á lóðunum en því hafi verið hafnað. Hús hafi verið byggð á lóðunum þrátt fyrir þetta. Björn Jón hafnar því að ástæða afsagnarinnar hafi verið fyrrgreint erindi. Hann segist orðinn þreyttir eftir að hafa verið lengi á sveitastjórnarvettvangnum. Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Tengdar fréttir Óvænt uppsögn bæjarstjóra í Fjarðabyggð Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, óskaði eftir því á fundi bæjarráðs í morgun að láta af störfum sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Bæjarráð varð að ósk Jóns og munu starfslok hans verða í mars. 20. febrúar 2023 14:23 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Greint er frá ráðningu Jónu Árnýjar á vef Fjarðabyggðar. Þar segir að hún hafi víðtæka stjórnunarreynslu og sérþekkingu á sviði rekstrar, fjármála og þróunar. Jóna, sem kemur frá Norðfirði, hafi starfað sem ráðgjafi hjá KPMG árin 2005-8, síðan sem fjármálastjóri Fjarðabyggðar í tvö ár og þá önnur tvö ár í innri endurskoðun Alcoa Fjarðaál. Hún starfaði síðan sjálfstætt þar til hún varð framkvæmdastjóri Austurbrúar vorið 2014. Að því er fram kemur á vef Fjarðarbyggðar hefur ekki verið gengið frá því endanlega hvenær Jóna Árný komi til starfa. „Gengið verður endanlega frá ráðningarsamningi við Jónu Árný á næstu dögum og hann lagður fyrir bæjarstjórn til formlegrar samþykktar,“ segir í tilkynningu. Eins og áður segir óskaði Jón Björn Hákonarsson eftir því að láta af störfum sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar á mánudag. Degi síðar var Jón Björn sakaður um að greiða ekki fasteignargjöld af óleyfisfasteignum í sveitarfélaginu. Greint var frá því að bæjarfulltrúar hafi fengið erindi frá íbúa sem varðarði sumarbústaðarlóðirnar Fönn 1 til 4 í Fannardal en lóðirnar eru í eigu Jóns Björns og fjölskyldu hans. Samkvæmt erindinu hafi engin gjöld verið greidd af fasteignunum, einungis af lóðunum sjálfum. Engin mannvirki eru skráð á lóðirnar og staðfesti Snorri Stykrársson, fjármálastjóri Fjarðabyggðar, við Fréttablaðið að sótt hafi verið um byggingarleyfi á lóðunum en því hafi verið hafnað. Hús hafi verið byggð á lóðunum þrátt fyrir þetta. Björn Jón hafnar því að ástæða afsagnarinnar hafi verið fyrrgreint erindi. Hann segist orðinn þreyttir eftir að hafa verið lengi á sveitastjórnarvettvangnum.
Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Tengdar fréttir Óvænt uppsögn bæjarstjóra í Fjarðabyggð Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, óskaði eftir því á fundi bæjarráðs í morgun að láta af störfum sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Bæjarráð varð að ósk Jóns og munu starfslok hans verða í mars. 20. febrúar 2023 14:23 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Óvænt uppsögn bæjarstjóra í Fjarðabyggð Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, óskaði eftir því á fundi bæjarráðs í morgun að láta af störfum sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Bæjarráð varð að ósk Jóns og munu starfslok hans verða í mars. 20. febrúar 2023 14:23