„Ég hef aldrei séð svona“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 19:44 Arndís Björg Sigurgeirsdóttir er formaður Villikatta. Vísir Hryllilegt ástand á yfirgefnum heimilisketti í Reykjanesbæ er til marks um kúvendingu sem orðið hefur á starfsemi samtakanna Villikatta síðustu ár, að sögn formanns. Fólk yfirgefi ketti sína í síauknum mæli. Dýralæknakostnaður samtakanna tvöfaldaðist í fyrra miðað við árið á undan. Kötturinn sem hér sést, heimilisköttur á vergangi, fannst hræðilega illa út leikinn í Reykjanesbæ í vikunni. Honum var ekið með hraði á dýraspítala - grátandi af sársauka, eins og formaður samtakanna Villikatta lýsir því. „Dýralæknirinn reyndi allt sitt besta í fimm tíma, þangað til hún sagði að það væri ekki hægt að leggja þetta á dýrið. Hann verður að fá að sofna. Hann hafði verið yfirgefinn fyrir þremur mánuðum síðan. Og ég hef aldrei séð svona. Og er ég búin að sjá ansi margt,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta. „Þessir eigendur eiga ekki að eiga dýr. Það er bara þannig, hreint og klárt.“ Samtökin hafa í gegnum tíðina sinnt fjölmörgum alvarlegum tilvikum; ketti sem skotinn var með haglabyssu, beinbrotum af mannavöldum og alvarlegum augnsýkingum, svo eitthvað sé nefnt. Dýralæknakostnaður ársins 2022 var tvöfaldur á við árin á undan. „Hann hefur alltaf verið í kringum sex milljónir má segja. Á síðasta ári fór hann upp í 12,5. Hann er helmingi hærri síðasta ár en verið hefur. Og ég held að þessar tölur eigi bara eftir að aukast. Breyting hafi orðið á starfinu. Fyrstu fjögur ár samtakanna, 2014-2018, sinntu þau að mestu villiköttum - en nú er rúmlega helmingur skjólstæðinganna fyrrum heimiliskettir. Þessi þróun sé alvarleg - fólk virðist hreinlega losa sig við kettina sína í síauknum mæli. „Vergangskisum á Íslandi er að fjölga. Og því miður virðist það vera þannig að fólk skilur kisurnar sínar eftir eða bara losar sig við þær hendir þeim einhvers staðar út og við finnum þær.“ Dýr Dýraheilbrigði Kettir Reykjanesbær Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Kötturinn sem hér sést, heimilisköttur á vergangi, fannst hræðilega illa út leikinn í Reykjanesbæ í vikunni. Honum var ekið með hraði á dýraspítala - grátandi af sársauka, eins og formaður samtakanna Villikatta lýsir því. „Dýralæknirinn reyndi allt sitt besta í fimm tíma, þangað til hún sagði að það væri ekki hægt að leggja þetta á dýrið. Hann verður að fá að sofna. Hann hafði verið yfirgefinn fyrir þremur mánuðum síðan. Og ég hef aldrei séð svona. Og er ég búin að sjá ansi margt,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta. „Þessir eigendur eiga ekki að eiga dýr. Það er bara þannig, hreint og klárt.“ Samtökin hafa í gegnum tíðina sinnt fjölmörgum alvarlegum tilvikum; ketti sem skotinn var með haglabyssu, beinbrotum af mannavöldum og alvarlegum augnsýkingum, svo eitthvað sé nefnt. Dýralæknakostnaður ársins 2022 var tvöfaldur á við árin á undan. „Hann hefur alltaf verið í kringum sex milljónir má segja. Á síðasta ári fór hann upp í 12,5. Hann er helmingi hærri síðasta ár en verið hefur. Og ég held að þessar tölur eigi bara eftir að aukast. Breyting hafi orðið á starfinu. Fyrstu fjögur ár samtakanna, 2014-2018, sinntu þau að mestu villiköttum - en nú er rúmlega helmingur skjólstæðinganna fyrrum heimiliskettir. Þessi þróun sé alvarleg - fólk virðist hreinlega losa sig við kettina sína í síauknum mæli. „Vergangskisum á Íslandi er að fjölga. Og því miður virðist það vera þannig að fólk skilur kisurnar sínar eftir eða bara losar sig við þær hendir þeim einhvers staðar út og við finnum þær.“
Dýr Dýraheilbrigði Kettir Reykjanesbær Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira