„Mig dreymdi alltaf um 16-liða úrslitin“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. febrúar 2023 21:54 Björgvin Páll Gústavsson var frábær í kvöld. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik í marki Vals er liðið vann sannfærandi níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Björgvin varði 21 skot í leiknum og endaði með 41 prósent hlutfallsmarkvörslu. „Það er fínt. Í hreinskilni er mér drullusama því við erum komnir í 16-liða úrslit,“ sagði Björgvin Páll léttur í leikslok. „Ég held að við séum bara allir rosalega vel gíraðir í upphafi leiksins og við sjáum það bara á því hvernig við erum að keyra á þá. Að sjá hvað við erum óhræddir og það er kannski fegurðin við þetta að standa í svona leik á móti stórliði og þá er rosalega auðvelt að „choke-a.“ En orkan í klefanum, í upphitun of þegar leikurinn er flautaður á er bara þannig að við vissum að þetta yrði okkar leikur og við sýndum það strax í upphafi. Og það hvernig við klárum leikinn er náttúrulega bara galið.“ Þá vildi Björgvin einnig nýta tækifærið til að hrósa liðsfélögum sínum, sem honum þykir vera algjörir töffarar. „Þetta er bara hraðlest sem spilar geggjaðan handbolta en við erum líka miklir töffarar. Þessir gæjar eru svo miklir töffarar og við erum búnir að standa í Flensburg og öðrum. Kannski eini munurinn núna á þessum leik og hinum stórleikjunum okkar er að við klárum sextíu mínútur í kvöld. Þannig við erum kannski líka búnir að læra af reynslunni í þessari keppni sem er ekkert sjálfgefið á svona stóru sviði.“ Björgvin benti einnig á að Valsmenn duttur út úr Powerade-bikarnum hér heima í vikunni og segir það sýna mikinn karakter að svara því tapi á þennan hátt. „Þetta eru alvöru andstæðingar. Við vorum að tapa í bikarkeppninni fyrir nokkrum dögum síðan og að svara því svona sýnir bara hvaða leikmenn þetta lið hefur að geyma og hvers konar karaktera.“ „Að tapa á móti Stjörnunni beygði okkur en við brotnuðum ekki. Við vitum alveg hvað er undir í kvöld og við erum með einhverja sjö titla í röð sem geta orðið átta ef við náum þessum deildarmeistaratitli. Níu ef við taljum með lið ársins. Með því að skila okkur í 16-liða úrslit í svona keppni þá vitum við alveg hvað það þýðir fyrir íslenskan handbolta og fyrir okkur sem félag.“ Með sigrinum í kvöld tryggðu Valsmenn sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, eins og áður hefur komið fram. Björgvin segir þó að svoleiðis árangur hafi aðeins komið fram í draumum hans þegar tímabilið hófst. „Mig dreymdi alltaf um 16-lið úrslitin. Það var bara draumurinn. Hvort sem það var fyrir eða eftir drátt. Við vissum ekkert mjög mikið um lið eins og Ferencváros og fleiri. Ein að skilja lið eins og PAUC eftir fyrir aftan sig er bara galið. Það sem er stóri sigurinn í þessu er að við erum komnir áfram og það er einn leikur eftir í riðlinum. Horfðu bara á hina riðlana. Þar er þetta mjög „basic“ fjögur lið áfram og tvö lið út mjög sannfærandi. En þetta er hörkuriðill og alvöruleikir. Skiptir ekki máli hvert þú ferð, það eru allir að stela stigum af hverjum öðrum. Það gerir þetta enn sætara,“ sagði Björgvin að lokum. Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53 Mest lesið „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl Sjá meira
„Það er fínt. Í hreinskilni er mér drullusama því við erum komnir í 16-liða úrslit,“ sagði Björgvin Páll léttur í leikslok. „Ég held að við séum bara allir rosalega vel gíraðir í upphafi leiksins og við sjáum það bara á því hvernig við erum að keyra á þá. Að sjá hvað við erum óhræddir og það er kannski fegurðin við þetta að standa í svona leik á móti stórliði og þá er rosalega auðvelt að „choke-a.“ En orkan í klefanum, í upphitun of þegar leikurinn er flautaður á er bara þannig að við vissum að þetta yrði okkar leikur og við sýndum það strax í upphafi. Og það hvernig við klárum leikinn er náttúrulega bara galið.“ Þá vildi Björgvin einnig nýta tækifærið til að hrósa liðsfélögum sínum, sem honum þykir vera algjörir töffarar. „Þetta er bara hraðlest sem spilar geggjaðan handbolta en við erum líka miklir töffarar. Þessir gæjar eru svo miklir töffarar og við erum búnir að standa í Flensburg og öðrum. Kannski eini munurinn núna á þessum leik og hinum stórleikjunum okkar er að við klárum sextíu mínútur í kvöld. Þannig við erum kannski líka búnir að læra af reynslunni í þessari keppni sem er ekkert sjálfgefið á svona stóru sviði.“ Björgvin benti einnig á að Valsmenn duttur út úr Powerade-bikarnum hér heima í vikunni og segir það sýna mikinn karakter að svara því tapi á þennan hátt. „Þetta eru alvöru andstæðingar. Við vorum að tapa í bikarkeppninni fyrir nokkrum dögum síðan og að svara því svona sýnir bara hvaða leikmenn þetta lið hefur að geyma og hvers konar karaktera.“ „Að tapa á móti Stjörnunni beygði okkur en við brotnuðum ekki. Við vitum alveg hvað er undir í kvöld og við erum með einhverja sjö titla í röð sem geta orðið átta ef við náum þessum deildarmeistaratitli. Níu ef við taljum með lið ársins. Með því að skila okkur í 16-liða úrslit í svona keppni þá vitum við alveg hvað það þýðir fyrir íslenskan handbolta og fyrir okkur sem félag.“ Með sigrinum í kvöld tryggðu Valsmenn sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, eins og áður hefur komið fram. Björgvin segir þó að svoleiðis árangur hafi aðeins komið fram í draumum hans þegar tímabilið hófst. „Mig dreymdi alltaf um 16-lið úrslitin. Það var bara draumurinn. Hvort sem það var fyrir eða eftir drátt. Við vissum ekkert mjög mikið um lið eins og Ferencváros og fleiri. Ein að skilja lið eins og PAUC eftir fyrir aftan sig er bara galið. Það sem er stóri sigurinn í þessu er að við erum komnir áfram og það er einn leikur eftir í riðlinum. Horfðu bara á hina riðlana. Þar er þetta mjög „basic“ fjögur lið áfram og tvö lið út mjög sannfærandi. En þetta er hörkuriðill og alvöruleikir. Skiptir ekki máli hvert þú ferð, það eru allir að stela stigum af hverjum öðrum. Það gerir þetta enn sætara,“ sagði Björgvin að lokum.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53 Mest lesið „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl Sjá meira
Umfjöllun: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti