Myndbandið hér að neðan er af einum þeirra hnúfubaka sem svamlað hafa um í höfninni að undanförnu, þar sem þeir virðast finna nóg af æti.
Myndbandið var tekið í ljósaskiptunum nú í kvöld, en nokkuð af fólki hafði safnast saman til að fylgjast með hvalnum, sem var heldur nálægt landi og því auðvelt að sjá hvað hann var að aðhafast. Erlendir ferðamenn voru á meðal þeirra sem virtu dýrið fyrir sér, og má ætla að þeir hafi verið einkar hrifnir.
Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan, en athygli lesenda er vakin á því að ef horft er með hljóði heyrist vel þegar hvalurinn kemur upp fyrir yfirborðið og blæs út.