Þingmaður vill kljúfa Bandaríkin í tvennt Kjartan Kjartansson skrifar 22. febrúar 2023 09:05 Marjorie Taylor Greene, fulltrúadeildarþingkona Repúblikanaflokksins, þegar hún gerði hróp að Joe Biden forseta á meðan á stefnuræðu hans stóð fyrr í þessum mánuði. Vísir/EPA Umdeildur fulltrúadeildarþingmaður með vaxandi áhrif innan Repúblikanaflokksins kallaði eftir því að Bandaríkjunum yrði skipt í tvennt í annars vegar ríki þar sem meirihluti kýs repúblikana og hins vegar þar sem flestir kjósa demókrata. Þá vill hún banna þeim sem flytja frá síðarnefndu ríkjunum til þeirra fyrrnefndu að kjósa tímabundið. Yfirlýsingar Marjorie Taylor Greene, fulltrúadeildarþingkonu repúblikana frá Georgíu, um að svonefnd rauð og blá ríki ættu að halda hvor í sína áttinu voru ekki nýjar af nálinni. Hún hélt sambærilegum hugmyndum á lofti þegar hún var yst á hægri jaðri Repúblikanaflokksins og aðhylltist vitstola samsæriskenningar sem kenndar eru við Qanon undanfarin ár. Áhrif hennar hafa hins vegar aðeins farið vaxandi og er hún nú talin náin Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildarinnar, og framvarðarsveit þingmeirihlutans í fulltrúadeildinni. Í tísti á forsetadaginn í Bandaríkjunum kallaði Taylor Greene eftir „þjóðarskilnaði“. Ástæðuna sagði hún landráð demókrata og „viðbjóðsleg“ menningartengd málefni sem væri troðið ofan í kokið á fólki. Taylor Greene lét ekki staðar numið þar. Í viðtali á Fox News-sjónvarpsstöðinni lagði hún til að fólki sem flytti frá ríkjum sem kjósa yfirleitt demókrata til ríkja sem kjósa repúblikana yrði bannað að kjósa í fimm ár. Ekki væri hægt að sætta grundvallarágreining á milli flokkanna tveggja. „Það síðasta sem ég vil sjá í Bandaríkjunum er borgarastríð, enginn vill það, að minnsta kosti enginn sem ég þekki, en það stefnir í þá átt og við verðum að gera eitthvað í því,“ sagði þingkonan. Marjorie Taylor Greene: "The last thing I ever want to see in America is a civil war ... but it's going that direction." pic.twitter.com/vqguBA58FZ— Aaron Rupar (@atrupar) February 22, 2023 Meirihluti kjósenda í Georgíu, heimaríki Taylor Greene, kaus Joe Biden forseta árið 2020 og báðir öldungadeildarþingmenn ríkisins eru demókratar. Af fjórtán fulltrúadeildarþingmönnum þess eru níu repúblikanar en fimm demókratar. Repúblikanar fara með völdin á ríkisþingi Georgíu. Óljós er því hvort að Georgía teldist blátt eða rautt ríki samkvæmt skilgreiningu Taylor Greene. „Sjúk“ og „ill“ ummæli Viðbrögð við ummælum Taylor Greene létu ekki á sér standa. Spencer Cox, ríkisstjóri Utah og repúblikani, sagði tillögu þingkonunnar „illa“. Bandaríkin þyrftu ekki á þjóðarskilnaði heldur hjónabandsráðgjöf að halda. Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður Utah og fyrrverandi forsetaframbjóðandi repúblikana, sagði hugmyndina sturlaða. Robyn Patterson, talsmaður Hvíta hússins, sagði ummæli Taylor Greene „sjúk, sundrandi og ógnvekjandi“ þar sem þau kæmu frá þingmanni sem ætti meðal annars sæti í eftirlits- og heimavarnanefndum fulltrúadeildarinnar. Bandaríkjamenn háðu blóðugt borgarastríð frá 1861 til 1865 sem talið er að hafi kostað fleiri en 800.000 manns lífið. Stríðið hófst eftir að hópur suðurríkja sagði sig frá ríkjasambandinu vegna andstöðu þeirra við að afnema þrælahald. Bandaríkin Tengdar fréttir Þingkona bönnuð á Twitter vegna rangra upplýsinga um Covid Bandaríska þingkonan Marjorie Taylor Greene hefur verið bönnuð á samfélagsmiðlinum Twitter, eftir að hafa ítrekað brotið reglur miðilsins um falsfréttir í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Greene hefur sagt bannið gegn sér til marks um að Twitter sé „óvinur Bandaríkjanna.“ 2. janúar 2022 23:30 Sér eftir stuðningi við QAnon Þingkonan Marjorie Taylor Greene segir ummæli þar sem hún tekur undir margvíslegar samsæriskenningar vera liðna tíð. Gömul ummæli Greene hafa verið dregin fram í sviðsljósið undanfariðeftir að hún var kjörin á þing fyrir Repúblikanaflokkinn í nóvember. 4. febrúar 2021 19:32 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Yfirlýsingar Marjorie Taylor Greene, fulltrúadeildarþingkonu repúblikana frá Georgíu, um að svonefnd rauð og blá ríki ættu að halda hvor í sína áttinu voru ekki nýjar af nálinni. Hún hélt sambærilegum hugmyndum á lofti þegar hún var yst á hægri jaðri Repúblikanaflokksins og aðhylltist vitstola samsæriskenningar sem kenndar eru við Qanon undanfarin ár. Áhrif hennar hafa hins vegar aðeins farið vaxandi og er hún nú talin náin Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildarinnar, og framvarðarsveit þingmeirihlutans í fulltrúadeildinni. Í tísti á forsetadaginn í Bandaríkjunum kallaði Taylor Greene eftir „þjóðarskilnaði“. Ástæðuna sagði hún landráð demókrata og „viðbjóðsleg“ menningartengd málefni sem væri troðið ofan í kokið á fólki. Taylor Greene lét ekki staðar numið þar. Í viðtali á Fox News-sjónvarpsstöðinni lagði hún til að fólki sem flytti frá ríkjum sem kjósa yfirleitt demókrata til ríkja sem kjósa repúblikana yrði bannað að kjósa í fimm ár. Ekki væri hægt að sætta grundvallarágreining á milli flokkanna tveggja. „Það síðasta sem ég vil sjá í Bandaríkjunum er borgarastríð, enginn vill það, að minnsta kosti enginn sem ég þekki, en það stefnir í þá átt og við verðum að gera eitthvað í því,“ sagði þingkonan. Marjorie Taylor Greene: "The last thing I ever want to see in America is a civil war ... but it's going that direction." pic.twitter.com/vqguBA58FZ— Aaron Rupar (@atrupar) February 22, 2023 Meirihluti kjósenda í Georgíu, heimaríki Taylor Greene, kaus Joe Biden forseta árið 2020 og báðir öldungadeildarþingmenn ríkisins eru demókratar. Af fjórtán fulltrúadeildarþingmönnum þess eru níu repúblikanar en fimm demókratar. Repúblikanar fara með völdin á ríkisþingi Georgíu. Óljós er því hvort að Georgía teldist blátt eða rautt ríki samkvæmt skilgreiningu Taylor Greene. „Sjúk“ og „ill“ ummæli Viðbrögð við ummælum Taylor Greene létu ekki á sér standa. Spencer Cox, ríkisstjóri Utah og repúblikani, sagði tillögu þingkonunnar „illa“. Bandaríkin þyrftu ekki á þjóðarskilnaði heldur hjónabandsráðgjöf að halda. Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður Utah og fyrrverandi forsetaframbjóðandi repúblikana, sagði hugmyndina sturlaða. Robyn Patterson, talsmaður Hvíta hússins, sagði ummæli Taylor Greene „sjúk, sundrandi og ógnvekjandi“ þar sem þau kæmu frá þingmanni sem ætti meðal annars sæti í eftirlits- og heimavarnanefndum fulltrúadeildarinnar. Bandaríkjamenn háðu blóðugt borgarastríð frá 1861 til 1865 sem talið er að hafi kostað fleiri en 800.000 manns lífið. Stríðið hófst eftir að hópur suðurríkja sagði sig frá ríkjasambandinu vegna andstöðu þeirra við að afnema þrælahald.
Bandaríkin Tengdar fréttir Þingkona bönnuð á Twitter vegna rangra upplýsinga um Covid Bandaríska þingkonan Marjorie Taylor Greene hefur verið bönnuð á samfélagsmiðlinum Twitter, eftir að hafa ítrekað brotið reglur miðilsins um falsfréttir í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Greene hefur sagt bannið gegn sér til marks um að Twitter sé „óvinur Bandaríkjanna.“ 2. janúar 2022 23:30 Sér eftir stuðningi við QAnon Þingkonan Marjorie Taylor Greene segir ummæli þar sem hún tekur undir margvíslegar samsæriskenningar vera liðna tíð. Gömul ummæli Greene hafa verið dregin fram í sviðsljósið undanfariðeftir að hún var kjörin á þing fyrir Repúblikanaflokkinn í nóvember. 4. febrúar 2021 19:32 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Þingkona bönnuð á Twitter vegna rangra upplýsinga um Covid Bandaríska þingkonan Marjorie Taylor Greene hefur verið bönnuð á samfélagsmiðlinum Twitter, eftir að hafa ítrekað brotið reglur miðilsins um falsfréttir í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Greene hefur sagt bannið gegn sér til marks um að Twitter sé „óvinur Bandaríkjanna.“ 2. janúar 2022 23:30
Sér eftir stuðningi við QAnon Þingkonan Marjorie Taylor Greene segir ummæli þar sem hún tekur undir margvíslegar samsæriskenningar vera liðna tíð. Gömul ummæli Greene hafa verið dregin fram í sviðsljósið undanfariðeftir að hún var kjörin á þing fyrir Repúblikanaflokkinn í nóvember. 4. febrúar 2021 19:32