Þingmaður vill kljúfa Bandaríkin í tvennt Kjartan Kjartansson skrifar 22. febrúar 2023 09:05 Marjorie Taylor Greene, fulltrúadeildarþingkona Repúblikanaflokksins, þegar hún gerði hróp að Joe Biden forseta á meðan á stefnuræðu hans stóð fyrr í þessum mánuði. Vísir/EPA Umdeildur fulltrúadeildarþingmaður með vaxandi áhrif innan Repúblikanaflokksins kallaði eftir því að Bandaríkjunum yrði skipt í tvennt í annars vegar ríki þar sem meirihluti kýs repúblikana og hins vegar þar sem flestir kjósa demókrata. Þá vill hún banna þeim sem flytja frá síðarnefndu ríkjunum til þeirra fyrrnefndu að kjósa tímabundið. Yfirlýsingar Marjorie Taylor Greene, fulltrúadeildarþingkonu repúblikana frá Georgíu, um að svonefnd rauð og blá ríki ættu að halda hvor í sína áttinu voru ekki nýjar af nálinni. Hún hélt sambærilegum hugmyndum á lofti þegar hún var yst á hægri jaðri Repúblikanaflokksins og aðhylltist vitstola samsæriskenningar sem kenndar eru við Qanon undanfarin ár. Áhrif hennar hafa hins vegar aðeins farið vaxandi og er hún nú talin náin Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildarinnar, og framvarðarsveit þingmeirihlutans í fulltrúadeildinni. Í tísti á forsetadaginn í Bandaríkjunum kallaði Taylor Greene eftir „þjóðarskilnaði“. Ástæðuna sagði hún landráð demókrata og „viðbjóðsleg“ menningartengd málefni sem væri troðið ofan í kokið á fólki. Taylor Greene lét ekki staðar numið þar. Í viðtali á Fox News-sjónvarpsstöðinni lagði hún til að fólki sem flytti frá ríkjum sem kjósa yfirleitt demókrata til ríkja sem kjósa repúblikana yrði bannað að kjósa í fimm ár. Ekki væri hægt að sætta grundvallarágreining á milli flokkanna tveggja. „Það síðasta sem ég vil sjá í Bandaríkjunum er borgarastríð, enginn vill það, að minnsta kosti enginn sem ég þekki, en það stefnir í þá átt og við verðum að gera eitthvað í því,“ sagði þingkonan. Marjorie Taylor Greene: "The last thing I ever want to see in America is a civil war ... but it's going that direction." pic.twitter.com/vqguBA58FZ— Aaron Rupar (@atrupar) February 22, 2023 Meirihluti kjósenda í Georgíu, heimaríki Taylor Greene, kaus Joe Biden forseta árið 2020 og báðir öldungadeildarþingmenn ríkisins eru demókratar. Af fjórtán fulltrúadeildarþingmönnum þess eru níu repúblikanar en fimm demókratar. Repúblikanar fara með völdin á ríkisþingi Georgíu. Óljós er því hvort að Georgía teldist blátt eða rautt ríki samkvæmt skilgreiningu Taylor Greene. „Sjúk“ og „ill“ ummæli Viðbrögð við ummælum Taylor Greene létu ekki á sér standa. Spencer Cox, ríkisstjóri Utah og repúblikani, sagði tillögu þingkonunnar „illa“. Bandaríkin þyrftu ekki á þjóðarskilnaði heldur hjónabandsráðgjöf að halda. Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður Utah og fyrrverandi forsetaframbjóðandi repúblikana, sagði hugmyndina sturlaða. Robyn Patterson, talsmaður Hvíta hússins, sagði ummæli Taylor Greene „sjúk, sundrandi og ógnvekjandi“ þar sem þau kæmu frá þingmanni sem ætti meðal annars sæti í eftirlits- og heimavarnanefndum fulltrúadeildarinnar. Bandaríkjamenn háðu blóðugt borgarastríð frá 1861 til 1865 sem talið er að hafi kostað fleiri en 800.000 manns lífið. Stríðið hófst eftir að hópur suðurríkja sagði sig frá ríkjasambandinu vegna andstöðu þeirra við að afnema þrælahald. Bandaríkin Tengdar fréttir Þingkona bönnuð á Twitter vegna rangra upplýsinga um Covid Bandaríska þingkonan Marjorie Taylor Greene hefur verið bönnuð á samfélagsmiðlinum Twitter, eftir að hafa ítrekað brotið reglur miðilsins um falsfréttir í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Greene hefur sagt bannið gegn sér til marks um að Twitter sé „óvinur Bandaríkjanna.“ 2. janúar 2022 23:30 Sér eftir stuðningi við QAnon Þingkonan Marjorie Taylor Greene segir ummæli þar sem hún tekur undir margvíslegar samsæriskenningar vera liðna tíð. Gömul ummæli Greene hafa verið dregin fram í sviðsljósið undanfariðeftir að hún var kjörin á þing fyrir Repúblikanaflokkinn í nóvember. 4. febrúar 2021 19:32 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Sjá meira
Yfirlýsingar Marjorie Taylor Greene, fulltrúadeildarþingkonu repúblikana frá Georgíu, um að svonefnd rauð og blá ríki ættu að halda hvor í sína áttinu voru ekki nýjar af nálinni. Hún hélt sambærilegum hugmyndum á lofti þegar hún var yst á hægri jaðri Repúblikanaflokksins og aðhylltist vitstola samsæriskenningar sem kenndar eru við Qanon undanfarin ár. Áhrif hennar hafa hins vegar aðeins farið vaxandi og er hún nú talin náin Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildarinnar, og framvarðarsveit þingmeirihlutans í fulltrúadeildinni. Í tísti á forsetadaginn í Bandaríkjunum kallaði Taylor Greene eftir „þjóðarskilnaði“. Ástæðuna sagði hún landráð demókrata og „viðbjóðsleg“ menningartengd málefni sem væri troðið ofan í kokið á fólki. Taylor Greene lét ekki staðar numið þar. Í viðtali á Fox News-sjónvarpsstöðinni lagði hún til að fólki sem flytti frá ríkjum sem kjósa yfirleitt demókrata til ríkja sem kjósa repúblikana yrði bannað að kjósa í fimm ár. Ekki væri hægt að sætta grundvallarágreining á milli flokkanna tveggja. „Það síðasta sem ég vil sjá í Bandaríkjunum er borgarastríð, enginn vill það, að minnsta kosti enginn sem ég þekki, en það stefnir í þá átt og við verðum að gera eitthvað í því,“ sagði þingkonan. Marjorie Taylor Greene: "The last thing I ever want to see in America is a civil war ... but it's going that direction." pic.twitter.com/vqguBA58FZ— Aaron Rupar (@atrupar) February 22, 2023 Meirihluti kjósenda í Georgíu, heimaríki Taylor Greene, kaus Joe Biden forseta árið 2020 og báðir öldungadeildarþingmenn ríkisins eru demókratar. Af fjórtán fulltrúadeildarþingmönnum þess eru níu repúblikanar en fimm demókratar. Repúblikanar fara með völdin á ríkisþingi Georgíu. Óljós er því hvort að Georgía teldist blátt eða rautt ríki samkvæmt skilgreiningu Taylor Greene. „Sjúk“ og „ill“ ummæli Viðbrögð við ummælum Taylor Greene létu ekki á sér standa. Spencer Cox, ríkisstjóri Utah og repúblikani, sagði tillögu þingkonunnar „illa“. Bandaríkin þyrftu ekki á þjóðarskilnaði heldur hjónabandsráðgjöf að halda. Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður Utah og fyrrverandi forsetaframbjóðandi repúblikana, sagði hugmyndina sturlaða. Robyn Patterson, talsmaður Hvíta hússins, sagði ummæli Taylor Greene „sjúk, sundrandi og ógnvekjandi“ þar sem þau kæmu frá þingmanni sem ætti meðal annars sæti í eftirlits- og heimavarnanefndum fulltrúadeildarinnar. Bandaríkjamenn háðu blóðugt borgarastríð frá 1861 til 1865 sem talið er að hafi kostað fleiri en 800.000 manns lífið. Stríðið hófst eftir að hópur suðurríkja sagði sig frá ríkjasambandinu vegna andstöðu þeirra við að afnema þrælahald.
Bandaríkin Tengdar fréttir Þingkona bönnuð á Twitter vegna rangra upplýsinga um Covid Bandaríska þingkonan Marjorie Taylor Greene hefur verið bönnuð á samfélagsmiðlinum Twitter, eftir að hafa ítrekað brotið reglur miðilsins um falsfréttir í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Greene hefur sagt bannið gegn sér til marks um að Twitter sé „óvinur Bandaríkjanna.“ 2. janúar 2022 23:30 Sér eftir stuðningi við QAnon Þingkonan Marjorie Taylor Greene segir ummæli þar sem hún tekur undir margvíslegar samsæriskenningar vera liðna tíð. Gömul ummæli Greene hafa verið dregin fram í sviðsljósið undanfariðeftir að hún var kjörin á þing fyrir Repúblikanaflokkinn í nóvember. 4. febrúar 2021 19:32 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Sjá meira
Þingkona bönnuð á Twitter vegna rangra upplýsinga um Covid Bandaríska þingkonan Marjorie Taylor Greene hefur verið bönnuð á samfélagsmiðlinum Twitter, eftir að hafa ítrekað brotið reglur miðilsins um falsfréttir í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Greene hefur sagt bannið gegn sér til marks um að Twitter sé „óvinur Bandaríkjanna.“ 2. janúar 2022 23:30
Sér eftir stuðningi við QAnon Þingkonan Marjorie Taylor Greene segir ummæli þar sem hún tekur undir margvíslegar samsæriskenningar vera liðna tíð. Gömul ummæli Greene hafa verið dregin fram í sviðsljósið undanfariðeftir að hún var kjörin á þing fyrir Repúblikanaflokkinn í nóvember. 4. febrúar 2021 19:32