Björgvin Páll með flest varin skot í Evrópudeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2023 13:00 Björgvin Páll Gústavsson var frábær í marki Valsmanna í gær. Varði 20 skot, skoraði 1 mark og gaf 5 stoðsendingar samkvæmt opinberri tölfræði EHF. Vísir/Diego Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti sannkallaðan stórleik á Hlíðarenda í gærkvöldi þegar Valsmenn tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Björgvin Páll varði yfir tuttugu skot í níu marka sigri á Pays d'Aix og skoraði einnig eitt mark til að kóróna frammistöðu sína. Hann hefur nú skorað fimm mörk í keppninni þar af fjögur þeirra í þremur leikjum Valsmanna í febrúar. Auk þess að fá skráð á sig tuttugu skot í opinberri tölfræði keppninnar þá var Björgvin einnig með fimm stoðsendingar í leiknum. Hann átti því þátt í sex mörkum Valsliðsins í leiknum. Þessi frábæra frammistaða og þessi tuttugu vörðu skot skila honum líka í efsta sætið yfir flest varin skot í allri Evrópudeildinni. Samkvæmt opinberri tölfræði mótsins þá hefur Björgvin varið 113 skot í leikjunum níu eða 12,6 skot í leik. Björgvin hefur varið átta skotum meira en næsti maður sem er Niklas Kraft hjá sænska liðinu Ystad. Þeir tveir eru þeir einu sem hafa varið yfir hundrað skot í keppninni til þessa. Björgvin er jafnframt í fjórða sætið yfir flest varin víti en hann hefur varið sjö víti í þessum níu leikjum Valsliðsins. Flest varin skot markvarða í Evrópudeildinni: 1. Björgvin Páll Gústavsson, Val 113/7 2. Niklas Kraft, Ystad 105/7 3. Rangel da Rosa, Granollers 98/5 4. Christoffer Hoffmann Bonde, Skjern 95/11 5. Golub Doknic, Alpla HC Hard 89/6 6. Arian Andó, Balatonfüredi KSE 83/4 Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Björgvin Páll varði yfir tuttugu skot í níu marka sigri á Pays d'Aix og skoraði einnig eitt mark til að kóróna frammistöðu sína. Hann hefur nú skorað fimm mörk í keppninni þar af fjögur þeirra í þremur leikjum Valsmanna í febrúar. Auk þess að fá skráð á sig tuttugu skot í opinberri tölfræði keppninnar þá var Björgvin einnig með fimm stoðsendingar í leiknum. Hann átti því þátt í sex mörkum Valsliðsins í leiknum. Þessi frábæra frammistaða og þessi tuttugu vörðu skot skila honum líka í efsta sætið yfir flest varin skot í allri Evrópudeildinni. Samkvæmt opinberri tölfræði mótsins þá hefur Björgvin varið 113 skot í leikjunum níu eða 12,6 skot í leik. Björgvin hefur varið átta skotum meira en næsti maður sem er Niklas Kraft hjá sænska liðinu Ystad. Þeir tveir eru þeir einu sem hafa varið yfir hundrað skot í keppninni til þessa. Björgvin er jafnframt í fjórða sætið yfir flest varin víti en hann hefur varið sjö víti í þessum níu leikjum Valsliðsins. Flest varin skot markvarða í Evrópudeildinni: 1. Björgvin Páll Gústavsson, Val 113/7 2. Niklas Kraft, Ystad 105/7 3. Rangel da Rosa, Granollers 98/5 4. Christoffer Hoffmann Bonde, Skjern 95/11 5. Golub Doknic, Alpla HC Hard 89/6 6. Arian Andó, Balatonfüredi KSE 83/4
Flest varin skot markvarða í Evrópudeildinni: 1. Björgvin Páll Gústavsson, Val 113/7 2. Niklas Kraft, Ystad 105/7 3. Rangel da Rosa, Granollers 98/5 4. Christoffer Hoffmann Bonde, Skjern 95/11 5. Golub Doknic, Alpla HC Hard 89/6 6. Arian Andó, Balatonfüredi KSE 83/4
Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira