Erlent

Stakk kennarann sinn til bana

Bjarki Sigurðsson skrifar
Saint-Jean-de-Luz er við vesturströnd Frakklands.
Saint-Jean-de-Luz er við vesturströnd Frakklands. Getty

Nemandi í menntaskóla í bænum Saint-Jean-de-Luz stakk í dag spænskukennarann sinn til bana. Nemandinn hefur verið handtekinn.

Árásin átti sér stað í morgun er nemandinn gekk inn í kennslustofu kennarans. Kennarinn var kona á sextugsaldri og var að kenna þegar nemandinn réðst á hana. Hún lést skömmu eftir að bráðaliðar mættu á staðinn. 

Menntamálaráðherra Frakklands, Pap Ndiaye, sagði hug sinn vera hjá fjölskyldu, nemendum og samkennurum hinnar látnu. 

Saint-Jean-de-Luz er lítill bær á vesturströnd Frakklands, nokkrum kílómetrum frá landamærunum við Spán. Íbúar bæjarins eru tæplega fimmtán þúsund talsins, svipað margir og í Mosfellsbæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×