Vídeó á djamminu skilaði Bergi í besta lið landsins Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2023 15:31 Bergur Elí Rúnarsson á flugi í sigrinum gegn PAUC í gærkvöld, fyrir framan fjölda áhorfenda í Origo-höllinni. vísir/Diego Segja má að óvæntur senuþjófur kvöldsins á Hlíðarenda í gærkvöld, í einum fræknasta sigri íslensks handboltaliðs á þessari öld, hafi verið hornamaðurinn Bergur Elí Rúnarsson. Það virðist hafa borgað sig fyrir hann og Val að Bergur skyldi kíkja á djamm með Agnari Smára Jónssyni síðasta sumar. Bergur er 27 ára gamall en tók ansi stórt stökk á sínum ferli í fyrra þegar hann gekk í raðir besta lið landsins. Hann fór á kostum í gær þegar Valur vann franska liðið PAUC og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, en Bergur skoraði sex mörk úr jafnmörgum tilraunum í leiknum. „Þetta er einhver mesta öskubuskusaga sem ég man eftir,“ sagði Theodór Ingi Pálmason í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eftir leikinn. Theodór er góður vinur Bergs og spilaði með honum í FH og hjá Fjölni og KR. „Hann hefur bara verið að spila í 1. deild, fór svo í Gróttu og stoppaði stutt þar, og hefur þannig séð ekki verið á neinu „leveli“ í íslenskum handbolta,“ sagði Theodór. „Ég hef aldrei þjálfað en ég get ímyndað mér að þetta sé blautur draumur fyrir þjálfara, að fá svona gæja og geta gert þennan leikmann úr honum. Hann er búinn að vera frábær fyrir Val í allan vetur, og í kvöld reis hann eins og fuglinn Fönix,“ sagði Theodór en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Sagan af því hvernig Bergur Elí endaði hjá besta liði landsins Arnar Daði Arnarsson var þjálfari Gróttu þegar Bergur kom á Seltjarnarnesið 2020 en Bergur kvaddi reyndar Gróttuliðið strax um haustið. „Ég fékk hann ekki að ástæðulausu í Gróttu. Þetta er frábær íþróttamaður í toppformi sem elskar að æfa. En hann fékk greinilega nóg af „sérfræðingnum“ viku fyrir mót og hætti þarna rétt áður en allt fór að rísa á Nesinu,“ sagði Arnar Daði. „Heyrðu, þessi er örvhentur og klár í að koma“ Hann benti svo á að komu Bergs til Vals mætti að stóru leyti skrifa á frumkvæði Agnars Smára Jónssonar sem einnig fór á kostum fyrir Val í gærkvöld. Valsmenn vantaði örvhentan hornamann eftir að Þorgeir Bjarki Davíðsson sneri heim til Gróttu í fyrra. „Sagan segir að Agnar Smári hafi tekið vídeó af Bergi á djamminu síðasta sumar, sent á Snorra [Stein Guðjónsson, þjálfara Vals] og sagt: „Heyrðu, þessi er örvhentur og klár í að koma“,“ sagði Arnar Daði og Theodór staðfesti þessa sögu. Umræðuna og viðtal við Berg má sjá hér að ofan en ábyrgðin varð meiri á hans herðum þegar Finnur Ingi Stefánsson meiddist í bikarleik gegn Stjörnunni síðasta föstudag. „Ég þurfti að taka þetta á mig í kvöld. Við erum með tvo frábæra hornamenn og ég er alltaf tilbúinn í slaginn þegar ég fæ kallið,“ sagði Bergur í gær. Evrópudeild karla í handbolta Valur Olís-deild karla Tengdar fréttir „Mig dreymdi alltaf um 16-liða úrslitin“ Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik í marki Vals er liðið vann sannfærandi níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Björgvin varði 21 skot í leiknum og endaði með 41 prósent hlutfallsmarkvörslu. 21. febrúar 2023 21:54 Umfjöllun og myndir: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
Bergur er 27 ára gamall en tók ansi stórt stökk á sínum ferli í fyrra þegar hann gekk í raðir besta lið landsins. Hann fór á kostum í gær þegar Valur vann franska liðið PAUC og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, en Bergur skoraði sex mörk úr jafnmörgum tilraunum í leiknum. „Þetta er einhver mesta öskubuskusaga sem ég man eftir,“ sagði Theodór Ingi Pálmason í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eftir leikinn. Theodór er góður vinur Bergs og spilaði með honum í FH og hjá Fjölni og KR. „Hann hefur bara verið að spila í 1. deild, fór svo í Gróttu og stoppaði stutt þar, og hefur þannig séð ekki verið á neinu „leveli“ í íslenskum handbolta,“ sagði Theodór. „Ég hef aldrei þjálfað en ég get ímyndað mér að þetta sé blautur draumur fyrir þjálfara, að fá svona gæja og geta gert þennan leikmann úr honum. Hann er búinn að vera frábær fyrir Val í allan vetur, og í kvöld reis hann eins og fuglinn Fönix,“ sagði Theodór en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Sagan af því hvernig Bergur Elí endaði hjá besta liði landsins Arnar Daði Arnarsson var þjálfari Gróttu þegar Bergur kom á Seltjarnarnesið 2020 en Bergur kvaddi reyndar Gróttuliðið strax um haustið. „Ég fékk hann ekki að ástæðulausu í Gróttu. Þetta er frábær íþróttamaður í toppformi sem elskar að æfa. En hann fékk greinilega nóg af „sérfræðingnum“ viku fyrir mót og hætti þarna rétt áður en allt fór að rísa á Nesinu,“ sagði Arnar Daði. „Heyrðu, þessi er örvhentur og klár í að koma“ Hann benti svo á að komu Bergs til Vals mætti að stóru leyti skrifa á frumkvæði Agnars Smára Jónssonar sem einnig fór á kostum fyrir Val í gærkvöld. Valsmenn vantaði örvhentan hornamann eftir að Þorgeir Bjarki Davíðsson sneri heim til Gróttu í fyrra. „Sagan segir að Agnar Smári hafi tekið vídeó af Bergi á djamminu síðasta sumar, sent á Snorra [Stein Guðjónsson, þjálfara Vals] og sagt: „Heyrðu, þessi er örvhentur og klár í að koma“,“ sagði Arnar Daði og Theodór staðfesti þessa sögu. Umræðuna og viðtal við Berg má sjá hér að ofan en ábyrgðin varð meiri á hans herðum þegar Finnur Ingi Stefánsson meiddist í bikarleik gegn Stjörnunni síðasta föstudag. „Ég þurfti að taka þetta á mig í kvöld. Við erum með tvo frábæra hornamenn og ég er alltaf tilbúinn í slaginn þegar ég fæ kallið,“ sagði Bergur í gær.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Olís-deild karla Tengdar fréttir „Mig dreymdi alltaf um 16-liða úrslitin“ Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik í marki Vals er liðið vann sannfærandi níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Björgvin varði 21 skot í leiknum og endaði með 41 prósent hlutfallsmarkvörslu. 21. febrúar 2023 21:54 Umfjöllun og myndir: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
„Mig dreymdi alltaf um 16-liða úrslitin“ Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik í marki Vals er liðið vann sannfærandi níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Björgvin varði 21 skot í leiknum og endaði með 41 prósent hlutfallsmarkvörslu. 21. febrúar 2023 21:54
Umfjöllun og myndir: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti