Vídeó á djamminu skilaði Bergi í besta lið landsins Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2023 15:31 Bergur Elí Rúnarsson á flugi í sigrinum gegn PAUC í gærkvöld, fyrir framan fjölda áhorfenda í Origo-höllinni. vísir/Diego Segja má að óvæntur senuþjófur kvöldsins á Hlíðarenda í gærkvöld, í einum fræknasta sigri íslensks handboltaliðs á þessari öld, hafi verið hornamaðurinn Bergur Elí Rúnarsson. Það virðist hafa borgað sig fyrir hann og Val að Bergur skyldi kíkja á djamm með Agnari Smára Jónssyni síðasta sumar. Bergur er 27 ára gamall en tók ansi stórt stökk á sínum ferli í fyrra þegar hann gekk í raðir besta lið landsins. Hann fór á kostum í gær þegar Valur vann franska liðið PAUC og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, en Bergur skoraði sex mörk úr jafnmörgum tilraunum í leiknum. „Þetta er einhver mesta öskubuskusaga sem ég man eftir,“ sagði Theodór Ingi Pálmason í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eftir leikinn. Theodór er góður vinur Bergs og spilaði með honum í FH og hjá Fjölni og KR. „Hann hefur bara verið að spila í 1. deild, fór svo í Gróttu og stoppaði stutt þar, og hefur þannig séð ekki verið á neinu „leveli“ í íslenskum handbolta,“ sagði Theodór. „Ég hef aldrei þjálfað en ég get ímyndað mér að þetta sé blautur draumur fyrir þjálfara, að fá svona gæja og geta gert þennan leikmann úr honum. Hann er búinn að vera frábær fyrir Val í allan vetur, og í kvöld reis hann eins og fuglinn Fönix,“ sagði Theodór en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Sagan af því hvernig Bergur Elí endaði hjá besta liði landsins Arnar Daði Arnarsson var þjálfari Gróttu þegar Bergur kom á Seltjarnarnesið 2020 en Bergur kvaddi reyndar Gróttuliðið strax um haustið. „Ég fékk hann ekki að ástæðulausu í Gróttu. Þetta er frábær íþróttamaður í toppformi sem elskar að æfa. En hann fékk greinilega nóg af „sérfræðingnum“ viku fyrir mót og hætti þarna rétt áður en allt fór að rísa á Nesinu,“ sagði Arnar Daði. „Heyrðu, þessi er örvhentur og klár í að koma“ Hann benti svo á að komu Bergs til Vals mætti að stóru leyti skrifa á frumkvæði Agnars Smára Jónssonar sem einnig fór á kostum fyrir Val í gærkvöld. Valsmenn vantaði örvhentan hornamann eftir að Þorgeir Bjarki Davíðsson sneri heim til Gróttu í fyrra. „Sagan segir að Agnar Smári hafi tekið vídeó af Bergi á djamminu síðasta sumar, sent á Snorra [Stein Guðjónsson, þjálfara Vals] og sagt: „Heyrðu, þessi er örvhentur og klár í að koma“,“ sagði Arnar Daði og Theodór staðfesti þessa sögu. Umræðuna og viðtal við Berg má sjá hér að ofan en ábyrgðin varð meiri á hans herðum þegar Finnur Ingi Stefánsson meiddist í bikarleik gegn Stjörnunni síðasta föstudag. „Ég þurfti að taka þetta á mig í kvöld. Við erum með tvo frábæra hornamenn og ég er alltaf tilbúinn í slaginn þegar ég fæ kallið,“ sagði Bergur í gær. Evrópudeild karla í handbolta Valur Olís-deild karla Tengdar fréttir „Mig dreymdi alltaf um 16-liða úrslitin“ Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik í marki Vals er liðið vann sannfærandi níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Björgvin varði 21 skot í leiknum og endaði með 41 prósent hlutfallsmarkvörslu. 21. febrúar 2023 21:54 Umfjöllun og myndir: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53 Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Bergur er 27 ára gamall en tók ansi stórt stökk á sínum ferli í fyrra þegar hann gekk í raðir besta lið landsins. Hann fór á kostum í gær þegar Valur vann franska liðið PAUC og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, en Bergur skoraði sex mörk úr jafnmörgum tilraunum í leiknum. „Þetta er einhver mesta öskubuskusaga sem ég man eftir,“ sagði Theodór Ingi Pálmason í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eftir leikinn. Theodór er góður vinur Bergs og spilaði með honum í FH og hjá Fjölni og KR. „Hann hefur bara verið að spila í 1. deild, fór svo í Gróttu og stoppaði stutt þar, og hefur þannig séð ekki verið á neinu „leveli“ í íslenskum handbolta,“ sagði Theodór. „Ég hef aldrei þjálfað en ég get ímyndað mér að þetta sé blautur draumur fyrir þjálfara, að fá svona gæja og geta gert þennan leikmann úr honum. Hann er búinn að vera frábær fyrir Val í allan vetur, og í kvöld reis hann eins og fuglinn Fönix,“ sagði Theodór en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Sagan af því hvernig Bergur Elí endaði hjá besta liði landsins Arnar Daði Arnarsson var þjálfari Gróttu þegar Bergur kom á Seltjarnarnesið 2020 en Bergur kvaddi reyndar Gróttuliðið strax um haustið. „Ég fékk hann ekki að ástæðulausu í Gróttu. Þetta er frábær íþróttamaður í toppformi sem elskar að æfa. En hann fékk greinilega nóg af „sérfræðingnum“ viku fyrir mót og hætti þarna rétt áður en allt fór að rísa á Nesinu,“ sagði Arnar Daði. „Heyrðu, þessi er örvhentur og klár í að koma“ Hann benti svo á að komu Bergs til Vals mætti að stóru leyti skrifa á frumkvæði Agnars Smára Jónssonar sem einnig fór á kostum fyrir Val í gærkvöld. Valsmenn vantaði örvhentan hornamann eftir að Þorgeir Bjarki Davíðsson sneri heim til Gróttu í fyrra. „Sagan segir að Agnar Smári hafi tekið vídeó af Bergi á djamminu síðasta sumar, sent á Snorra [Stein Guðjónsson, þjálfara Vals] og sagt: „Heyrðu, þessi er örvhentur og klár í að koma“,“ sagði Arnar Daði og Theodór staðfesti þessa sögu. Umræðuna og viðtal við Berg má sjá hér að ofan en ábyrgðin varð meiri á hans herðum þegar Finnur Ingi Stefánsson meiddist í bikarleik gegn Stjörnunni síðasta föstudag. „Ég þurfti að taka þetta á mig í kvöld. Við erum með tvo frábæra hornamenn og ég er alltaf tilbúinn í slaginn þegar ég fæ kallið,“ sagði Bergur í gær.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Olís-deild karla Tengdar fréttir „Mig dreymdi alltaf um 16-liða úrslitin“ Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik í marki Vals er liðið vann sannfærandi níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Björgvin varði 21 skot í leiknum og endaði með 41 prósent hlutfallsmarkvörslu. 21. febrúar 2023 21:54 Umfjöllun og myndir: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53 Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
„Mig dreymdi alltaf um 16-liða úrslitin“ Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik í marki Vals er liðið vann sannfærandi níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Björgvin varði 21 skot í leiknum og endaði með 41 prósent hlutfallsmarkvörslu. 21. febrúar 2023 21:54
Umfjöllun og myndir: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53