Loka Laugargerðisskóla: Kostnaður við hvert barn tæpar ellefu milljónir Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 22. febrúar 2023 15:11 Laugargerðisskóla verður lokað í lok þessa skólaárs. Laugagerðisskóli Ákvörðun hefur verið tekin um að loka Laugargerðisskóla, sveitaskóla í miðjum Hnappadal á sunnanverðu Snæfellsnesi. Á fundi sveitastjórnar Eyja-og Miklaholtshrepps síðastliðinn mánudag, var ákveðið að óska eftir formlegum viðræðum við sveitarfélagið Stykkishólm um að veita grunn- og leikskólaþjónustu fyrir hreppinn á næsta skólaári. Kostnaður við hvert barn í skólanum eru tæpar ellefu milljónir króna. Þetta kemur fram á vef Skessuhorns. Þar segir að tillagan hafi verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Samþykki Stykkishólmur þetta mun það þýða að skólastarfi í Laugargerðisskóla verður endanlega slitið í lok skólaársins 2022-2023. Sigurbjörg Ottosen, oddviti, segir í samtali við Skessuhorn að ákvörðunin sé erfið en mjög ígrunduð. „Rekstur skólans hefur verið þungur síðustu ár og sér sveitarstjórn enga leið til að skera meira niður í skólastarfinu án þess að það komi verulega niður á þjónustu við nemendur,“ segir Sigurbjörg. Brúttókostnaður við hvern nemanda meira en tíu milljónir Alls stunda fimmtán börn nám við Laugargerðisskóla í 1. – 9.bekk. Átta starfsmenn starfa við skólann að meðtöldum skólastjóra, kennurum, ræstitækni og matráði og fleirum. Rekstur skólans hefur verið mjög þungur síðustu ár. Samband íslenskra sveitarfélaga sendi frá sér yfirlit yfir rekstrarkostnað síðastliðið haust. Þar kemur fram að brúttókostnaður á hvern nemanda í Laugargerðisskóla árið 2021 var 10,6 milljónir króna.Í frétt Skessuhorns er tekið fram að brúttókostnaður á hvern nemanda í Grunnskóla Stykkishólms fyrir árið 2021 var 2,5 milljónir. Ákveðið hefur verið að óska eftir formlegum viðræðum við sveitarfélagið Stykkishólm um að veita börnum úr Eyja- og Miklaholtshrepp grunn- og leikskólaþjónustu.Vísir/Jóhann K Óljóst hvað verður um húsnæðið Húsnæði skólans er komið til ára sinna og fyrir liggur að ráðast þurfi í talsverðar framkvæmdir og viðhald. Rakavandamál hafa orsakað slæm loftgæði í skólahúsinu og einkenna vegna myglu orðið vart hjá bæði starfsfólki og nemendum. „Við erum nú þegar á undanþágu frá Vinnueftirlitinu með stórar athugasemdir varðandi húsnæðið sem ógjörningur er fyrir okkur að fara í eins og staðan er núna,“ segir Sigurbjörg í samtali við Skessuhorn. Hún segir of snemmt að segja til um hvert framhaldið verði varðandi húsnæðið. Enginn byggingarfulltrúi er í sveitarfélaginu svo kostnaðarmat um viðhald liggur ekki fyrir. Þá segir hún að það sé vissulega blóðtaka að loka einum stærsta vinnustað sveitarfélagsins og það sé ekki gert nema að vel ígrunduðu máli. Stöð 2 fjallaði um Laugargerðisskóla og samfélagið í Hnappadal í þættinum Um land allt fyrir tíu árum. Þáttinn má sjá hér: Eyja- og Miklaholtshreppur Stykkishólmur Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Skessuhorns. Þar segir að tillagan hafi verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Samþykki Stykkishólmur þetta mun það þýða að skólastarfi í Laugargerðisskóla verður endanlega slitið í lok skólaársins 2022-2023. Sigurbjörg Ottosen, oddviti, segir í samtali við Skessuhorn að ákvörðunin sé erfið en mjög ígrunduð. „Rekstur skólans hefur verið þungur síðustu ár og sér sveitarstjórn enga leið til að skera meira niður í skólastarfinu án þess að það komi verulega niður á þjónustu við nemendur,“ segir Sigurbjörg. Brúttókostnaður við hvern nemanda meira en tíu milljónir Alls stunda fimmtán börn nám við Laugargerðisskóla í 1. – 9.bekk. Átta starfsmenn starfa við skólann að meðtöldum skólastjóra, kennurum, ræstitækni og matráði og fleirum. Rekstur skólans hefur verið mjög þungur síðustu ár. Samband íslenskra sveitarfélaga sendi frá sér yfirlit yfir rekstrarkostnað síðastliðið haust. Þar kemur fram að brúttókostnaður á hvern nemanda í Laugargerðisskóla árið 2021 var 10,6 milljónir króna.Í frétt Skessuhorns er tekið fram að brúttókostnaður á hvern nemanda í Grunnskóla Stykkishólms fyrir árið 2021 var 2,5 milljónir. Ákveðið hefur verið að óska eftir formlegum viðræðum við sveitarfélagið Stykkishólm um að veita börnum úr Eyja- og Miklaholtshrepp grunn- og leikskólaþjónustu.Vísir/Jóhann K Óljóst hvað verður um húsnæðið Húsnæði skólans er komið til ára sinna og fyrir liggur að ráðast þurfi í talsverðar framkvæmdir og viðhald. Rakavandamál hafa orsakað slæm loftgæði í skólahúsinu og einkenna vegna myglu orðið vart hjá bæði starfsfólki og nemendum. „Við erum nú þegar á undanþágu frá Vinnueftirlitinu með stórar athugasemdir varðandi húsnæðið sem ógjörningur er fyrir okkur að fara í eins og staðan er núna,“ segir Sigurbjörg í samtali við Skessuhorn. Hún segir of snemmt að segja til um hvert framhaldið verði varðandi húsnæðið. Enginn byggingarfulltrúi er í sveitarfélaginu svo kostnaðarmat um viðhald liggur ekki fyrir. Þá segir hún að það sé vissulega blóðtaka að loka einum stærsta vinnustað sveitarfélagsins og það sé ekki gert nema að vel ígrunduðu máli. Stöð 2 fjallaði um Laugargerðisskóla og samfélagið í Hnappadal í þættinum Um land allt fyrir tíu árum. Þáttinn má sjá hér:
Eyja- og Miklaholtshreppur Stykkishólmur Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira