„Persónulega mjög erfitt fyrir mig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. febrúar 2023 19:01 Gunnar Magnússon og Guðmundur Guðmundsson saman á HM í handbolta í síðasta mánuði vísir/vilhelm Gunnar Magnússon segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar er til hans hafi verið leitað og mun því stýra landsliði Íslands í næstu fjórum leikjum. Hann hefur ekki áhuga á því að verða næsti landsliðsþjálfari. Guðmundur Guðmundsson hætti með íslenska landsliðið í gær og var kjölfarið ljóst að Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson myndu stýra liðinu í fjórum landsleikjum í mars og í apríl. „Þetta var persónulega mjög erfitt fyrir mig,“ segir Gunnar þegar hann var spurður hvernig hann hafi brugðist við þegar hann fékk þau tíðindi að Guðmundur myndi hætta með íslenska landsliðið. „Ég og Gummi erum búnir að starfa saman í tuttugu ár og góðir vinir. Þetta er bara staðan sem er komin upp núna. Ég er sjálfur ekkert í allt of góðri stöðu, ég er starfsmaður HSÍ og var líka með Gumma í A-landsliðinu þannig að ég var svona mitt á milli. Þetta er engu að síður staðan sem er komin upp og alls ekki auðveld staða fyrir mig.“ Hann segist hafa viljað aðstoða HSÍ þegar leitað var eftir hans starfskröftum og á sama tíma gefa sambandinu svigrúm til að finna rétta manninn. „Við erum báðir starfsmenn þarna og okkur rennur kannski aðeins blóðið til skyldunnar að klára þetta, klára þetta verkefni og klára þessa undankeppni með liðinu.“ Fjórir leikir eru framundan í undankeppni fyrir EM á næsta ári, tveir leikir við Tékka í mars og leikir við Ísrael og Eista í apríl. „Þetta leggst bara vel í okkur. Það þarf að velja liðið helst á morgun og þetta gerist auðvitað mjög hratt og bratt. Nú er bara okkar verkefni að velja hópinn sem fyrst og við klárum það á morgun. Við vorum með Gumma í þessu öllu saman og tókum þátt í þessu. Kosturinn við það að vinna með Gumma er að við vorum inni í öllum hlutum og í öllum ákvörðunum. Svo við erum inni í öllum skipulagi og allt annað og allri taktík. Það verða engar breytingar og það verður bara ein æfing fyrir leik og því munum við keyra áfram á okkar systemi og klára þetta og á sama tíma fær HSÍ svigrúm til að finna rétta þjálfrann.“ Hann segist ekki hafa áhuga á því að verða næsti landsliðsþjálfari Íslands. „Ég hef ekki áhuga á því að taka við íslenska landsliðinu. Ég er búinn að tilkynni HSÍ það að ég er íþróttastjóri og ætla bara að sinna því hlutverki og hef ekki áhuga á því að taka við liðinu eftir þetta verkefni,“ segir Gunnar og heldur áfram. „Ég mun klára þetta með þeim en eftir það er þetta komið gott. Ég er búinn að vera lengi í þessu og það er kominn tími á nýja menn.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Gunnar Magnússon. Klippa: Persónulega mjög erfitt fyrir mig Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson hætti með íslenska landsliðið í gær og var kjölfarið ljóst að Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson myndu stýra liðinu í fjórum landsleikjum í mars og í apríl. „Þetta var persónulega mjög erfitt fyrir mig,“ segir Gunnar þegar hann var spurður hvernig hann hafi brugðist við þegar hann fékk þau tíðindi að Guðmundur myndi hætta með íslenska landsliðið. „Ég og Gummi erum búnir að starfa saman í tuttugu ár og góðir vinir. Þetta er bara staðan sem er komin upp núna. Ég er sjálfur ekkert í allt of góðri stöðu, ég er starfsmaður HSÍ og var líka með Gumma í A-landsliðinu þannig að ég var svona mitt á milli. Þetta er engu að síður staðan sem er komin upp og alls ekki auðveld staða fyrir mig.“ Hann segist hafa viljað aðstoða HSÍ þegar leitað var eftir hans starfskröftum og á sama tíma gefa sambandinu svigrúm til að finna rétta manninn. „Við erum báðir starfsmenn þarna og okkur rennur kannski aðeins blóðið til skyldunnar að klára þetta, klára þetta verkefni og klára þessa undankeppni með liðinu.“ Fjórir leikir eru framundan í undankeppni fyrir EM á næsta ári, tveir leikir við Tékka í mars og leikir við Ísrael og Eista í apríl. „Þetta leggst bara vel í okkur. Það þarf að velja liðið helst á morgun og þetta gerist auðvitað mjög hratt og bratt. Nú er bara okkar verkefni að velja hópinn sem fyrst og við klárum það á morgun. Við vorum með Gumma í þessu öllu saman og tókum þátt í þessu. Kosturinn við það að vinna með Gumma er að við vorum inni í öllum hlutum og í öllum ákvörðunum. Svo við erum inni í öllum skipulagi og allt annað og allri taktík. Það verða engar breytingar og það verður bara ein æfing fyrir leik og því munum við keyra áfram á okkar systemi og klára þetta og á sama tíma fær HSÍ svigrúm til að finna rétta þjálfrann.“ Hann segist ekki hafa áhuga á því að verða næsti landsliðsþjálfari Íslands. „Ég hef ekki áhuga á því að taka við íslenska landsliðinu. Ég er búinn að tilkynni HSÍ það að ég er íþróttastjóri og ætla bara að sinna því hlutverki og hef ekki áhuga á því að taka við liðinu eftir þetta verkefni,“ segir Gunnar og heldur áfram. „Ég mun klára þetta með þeim en eftir það er þetta komið gott. Ég er búinn að vera lengi í þessu og það er kominn tími á nýja menn.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Gunnar Magnússon. Klippa: Persónulega mjög erfitt fyrir mig
Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira