Rúnar: „Ég er stoltur af framlagi leikmanna minna“ Jakob Snævar Ólafsson skrifar 22. febrúar 2023 23:03 Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur les leikmönnum sínum pistilinn Vísir/Snædís Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna, var svekktur en ekki yfirgengilega óánægður eftir naumt tap hans liðs gegn Val 74-77 fyrr í kvöld, í viðtali við fréttamann Vísis. „Ég er ótrúlega stoltur af svari minna leikmanna frá því á sunnudaginn. Ég talaði um það fyrir leikinn að það var eitt af stóru atriðunum hvernig við mætum andlega til leiks og tökumst á við það sem er að gerast í leiknum. Það var bara stórbæting á því í kvöld. Þetta voru tvö mjög góð körfuboltalið að spila. Við komum til baka og komumst yfir, þær svara.“ „Við vorum að gefa þeim forystuna í fyrri hálfleik gegnum tapaða bolta. Í seinni hálfleik vorum við ekki að tapa boltanum jafn mikið en sóknarleikurinn hjá okkur stirðnaði. Það býr til auðveldari sóknir fyrir Val þegar við náum ekki að koma boltanum undir körfuna. Þá erum við seinni til baka og þær keyra svolítið á okkur. En ég er stoltur af framlagi leikmanna minna í dag. Þetta er eitthvað sem við byggjum á.“ Rúnar gerði helst athugasemdir við að hans leikmenn hefðu á köflum verið að drífa sig fullmikið. „Við erum að drífa okkur svolítið mikið í fyrri hálfleik að koma boltanum þangað sem við vitum að eru veikleikar hjá Val. Þá eru þær með hendur í sendingalínum og við töpum honum. Í seinni hálfleik erum að við að klikka á of mörgum „lay-upum“. Við vorum að senda boltann betur og búa til fín færi en við náðum ekki að klára þau og búa til tvö stig.“ „Það er það sem er mest svekkjandi að tapa með þremur og vera með, held ég, tíu klikkuð „lay-up“. Það svíður en framfarirnar eru miklar og það er það sem ég ætla að horfa á.“ Lavinia Da Silva náði sér mun betur á strik í þessum leik en síðasta leik Njarðvíkinga á undan. Aukin styrkur þeirra undir körfunni blasir við og Rúnar tók undir það. „Hundrað prósent. Hún lenti í því að leiðinlegur farþegi sat við hliðina á henni í vélinni og hún fékk afskaplega vonda flensu um síðustu helgi og er að jafna sig. Það var allt annað orkustig á henni í kvöld en á sunnudaginn en samt ekki hundrað prósent. Þegar hún er orðin það þá er ég með mjög gott körfuboltalið í höndunum. Ég og hópurinn trúum að við getum unnið öll liðin.“ Rúnar ætlaði að leggja það fyrir sína leikmenn að einblína á það jákvæða í leiknum en ekki þau litlu atriði sem féllu ekki með þeim. „Hausinn upp og við þurfum að undirbúa okkur fyrir stríð í Grindavík næsta miðvikudag,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson að lokum. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Njarðvík - Valur 74-77 | Valur vann tólfta sigurinn í röð með herkjum Njarðvík og Valur mættust fyrr í kvöld í tuttugustu og fyrstu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta á heimavelli Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni og það var hart barist í leiknum. 22. febrúar 2023 21:58 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira
„Ég er ótrúlega stoltur af svari minna leikmanna frá því á sunnudaginn. Ég talaði um það fyrir leikinn að það var eitt af stóru atriðunum hvernig við mætum andlega til leiks og tökumst á við það sem er að gerast í leiknum. Það var bara stórbæting á því í kvöld. Þetta voru tvö mjög góð körfuboltalið að spila. Við komum til baka og komumst yfir, þær svara.“ „Við vorum að gefa þeim forystuna í fyrri hálfleik gegnum tapaða bolta. Í seinni hálfleik vorum við ekki að tapa boltanum jafn mikið en sóknarleikurinn hjá okkur stirðnaði. Það býr til auðveldari sóknir fyrir Val þegar við náum ekki að koma boltanum undir körfuna. Þá erum við seinni til baka og þær keyra svolítið á okkur. En ég er stoltur af framlagi leikmanna minna í dag. Þetta er eitthvað sem við byggjum á.“ Rúnar gerði helst athugasemdir við að hans leikmenn hefðu á köflum verið að drífa sig fullmikið. „Við erum að drífa okkur svolítið mikið í fyrri hálfleik að koma boltanum þangað sem við vitum að eru veikleikar hjá Val. Þá eru þær með hendur í sendingalínum og við töpum honum. Í seinni hálfleik erum að við að klikka á of mörgum „lay-upum“. Við vorum að senda boltann betur og búa til fín færi en við náðum ekki að klára þau og búa til tvö stig.“ „Það er það sem er mest svekkjandi að tapa með þremur og vera með, held ég, tíu klikkuð „lay-up“. Það svíður en framfarirnar eru miklar og það er það sem ég ætla að horfa á.“ Lavinia Da Silva náði sér mun betur á strik í þessum leik en síðasta leik Njarðvíkinga á undan. Aukin styrkur þeirra undir körfunni blasir við og Rúnar tók undir það. „Hundrað prósent. Hún lenti í því að leiðinlegur farþegi sat við hliðina á henni í vélinni og hún fékk afskaplega vonda flensu um síðustu helgi og er að jafna sig. Það var allt annað orkustig á henni í kvöld en á sunnudaginn en samt ekki hundrað prósent. Þegar hún er orðin það þá er ég með mjög gott körfuboltalið í höndunum. Ég og hópurinn trúum að við getum unnið öll liðin.“ Rúnar ætlaði að leggja það fyrir sína leikmenn að einblína á það jákvæða í leiknum en ekki þau litlu atriði sem féllu ekki með þeim. „Hausinn upp og við þurfum að undirbúa okkur fyrir stríð í Grindavík næsta miðvikudag,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson að lokum.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Njarðvík - Valur 74-77 | Valur vann tólfta sigurinn í röð með herkjum Njarðvík og Valur mættust fyrr í kvöld í tuttugustu og fyrstu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta á heimavelli Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni og það var hart barist í leiknum. 22. febrúar 2023 21:58 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: Njarðvík - Valur 74-77 | Valur vann tólfta sigurinn í röð með herkjum Njarðvík og Valur mættust fyrr í kvöld í tuttugustu og fyrstu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta á heimavelli Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni og það var hart barist í leiknum. 22. febrúar 2023 21:58