Ótrúlegt gengi Union Berlín heldur áfram sem og Evrópuævintýri Rómverja Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2023 22:32 Josip Juranovic og félagar eru komnir áfram. Ptrick Goosen/Getty Images Sjö af átta viðureignum í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar er nú lokið. Bayer Leverkusen hafði betur gegn Monaco, Union Berlín sló út Ajax og Roma lagði Red Bull Salzburg. Leverkusen fór alla leið í vítaspyrnukeppni gegn Monaco en gestirnir frá Þýskalandi unnu 3-2 sigur í kvöld eftir að Monaco vann fyrri leikinn með sömu tölum. Í vítaspyrnukeppninni reyndist Leverkusen sterkari aðilinn og er komið áfram. Union Berlín, sem er óvænt í toppbaráttunni í Þýskalandi, unnu öruggan 3-1 sigur á Ajax eftir að fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli. Robin Knoche kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu og Josip Juranovic tvöfaldaði forystuna fyrir hlé. Mohammed Kudus minnkaði muninn í síðari hálfleik áður en Danilho Doekhi gerði út um leikinn og tryggði Berlínarbúum sæti í 16-liða úrslitum. It's unreal here. Unbelievable. To think how far we've come. How far we can still go. That's it. I'm gonna cry. Eisern! pic.twitter.com/emZBRWxA1o— 1. FC Union Berlin (English) (@fcunion_en) February 23, 2023 Rómverjar töpuðu fyrri leiknum í Austurríki með einu marki gegn engu og mættu nokkuð vængbrotnir inn í leik kvöldsins. Andrea Belotti, sem var að leysa meiddan Tammy Abraham af hólmi, kom Rómverjum yfir eftir rúmlega hálftíma leik. Paulo Dybala bætti öðru markinu við skömmu síðar og þar við sat. Rómverjar héldu út og eru komnir áfram. Comeback complete We re through to the Round of 16 thanks to first half goals from Andrea Belotti and Paulo Dybala! #ASRoma #UEL #RomaSalzburg pic.twitter.com/WUOX3NqIOq— AS Roma English (@ASRomaEN) February 23, 2023 Einum leik er enn ólokið en sem stendur er framlenging í leik Rennes og Shakhtar Donetsk. Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Þrenna Di María skaut Juventus áfram Juventus, Sevilla og Sporting eru komin áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta. 23. febrúar 2023 19:47 Man United kom til baka og fór áfram Manchester United vann 2-1 sigur á Barcelona eftir að lenda undir snemma leiks í einvígi liðanna um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli og því var allt galopið fyrir leik kvöldsins á Old Trafford. 23. febrúar 2023 21:55 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Leverkusen fór alla leið í vítaspyrnukeppni gegn Monaco en gestirnir frá Þýskalandi unnu 3-2 sigur í kvöld eftir að Monaco vann fyrri leikinn með sömu tölum. Í vítaspyrnukeppninni reyndist Leverkusen sterkari aðilinn og er komið áfram. Union Berlín, sem er óvænt í toppbaráttunni í Þýskalandi, unnu öruggan 3-1 sigur á Ajax eftir að fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli. Robin Knoche kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu og Josip Juranovic tvöfaldaði forystuna fyrir hlé. Mohammed Kudus minnkaði muninn í síðari hálfleik áður en Danilho Doekhi gerði út um leikinn og tryggði Berlínarbúum sæti í 16-liða úrslitum. It's unreal here. Unbelievable. To think how far we've come. How far we can still go. That's it. I'm gonna cry. Eisern! pic.twitter.com/emZBRWxA1o— 1. FC Union Berlin (English) (@fcunion_en) February 23, 2023 Rómverjar töpuðu fyrri leiknum í Austurríki með einu marki gegn engu og mættu nokkuð vængbrotnir inn í leik kvöldsins. Andrea Belotti, sem var að leysa meiddan Tammy Abraham af hólmi, kom Rómverjum yfir eftir rúmlega hálftíma leik. Paulo Dybala bætti öðru markinu við skömmu síðar og þar við sat. Rómverjar héldu út og eru komnir áfram. Comeback complete We re through to the Round of 16 thanks to first half goals from Andrea Belotti and Paulo Dybala! #ASRoma #UEL #RomaSalzburg pic.twitter.com/WUOX3NqIOq— AS Roma English (@ASRomaEN) February 23, 2023 Einum leik er enn ólokið en sem stendur er framlenging í leik Rennes og Shakhtar Donetsk.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Þrenna Di María skaut Juventus áfram Juventus, Sevilla og Sporting eru komin áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta. 23. febrúar 2023 19:47 Man United kom til baka og fór áfram Manchester United vann 2-1 sigur á Barcelona eftir að lenda undir snemma leiks í einvígi liðanna um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli og því var allt galopið fyrir leik kvöldsins á Old Trafford. 23. febrúar 2023 21:55 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Þrenna Di María skaut Juventus áfram Juventus, Sevilla og Sporting eru komin áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta. 23. febrúar 2023 19:47
Man United kom til baka og fór áfram Manchester United vann 2-1 sigur á Barcelona eftir að lenda undir snemma leiks í einvígi liðanna um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli og því var allt galopið fyrir leik kvöldsins á Old Trafford. 23. febrúar 2023 21:55