„Trúin hjá leikmönnum og stuðningsfólki er alltaf til staðar“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2023 23:30 Bruno í leik kvöldsins. EPA-EFE/Adam Vaughan Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United í kvöld, var eðlilega í sjöunda himni þegar hann ræddi við blaðamenn eftir frækinn 2-1 endurkomusigur Man United á Barcelona í síðari leik liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna, sem fór fram á Nývangi í Katalóníu, lauk með 2-2 jafntefli og því allt galopið fyrir leik kvöldsins. Bruno fékk dæmda á sig vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem Robert Lewandowski skoraði úr þrátt fyrir að David De Gea næði að slæma hendi í knöttinn. Í síðari hálfleik skoruðu hins vegar Brasilíumennirnir Fred og Antony sem kom Man Utd 2-1 yfir og reyndust það lokatölur. „Trúin hjá leikmönnum og stuðningsfólki er alltaf til staðar. Stuðningsfólkið stóð við bakið á okkur og ýtti okkur áfram á erfiðum augnablikum. Það skóp þessa frábæru endurkomu. Þetta voru frábær úrslit en við eigum mikilvægan leik á sunnudaginn,“ sagði fyrirliðinn eftir leik. „Ekkert sem ég segi núna mun breyta því en mér fannst ekki mikið vera í þessu. Báðir að reyna komast í góða stöðu, báðir að nota hendurnar en svona er þetta. Ég vil ekki tjá mig of mikið. Dómararnir hafa alltaf rétt fyrir sér og get ekkert gert í þessu núna,“ sagði Fernandes um vítaspyrnudóminn. Do you agree with this penalty call on Bruno Fernandes? pic.twitter.com/CqZjNWhoQj— ESPN UK (@ESPNUK) February 23, 2023 „Stuðningsfólkið hefur alltaf verið með okkur á erfiðum augnablikum. Við höfum spilað vel á þessari leiktíð því þau eru alltaf við bakið á okkur en þetta er eitthvað annað. Þú getur fundið að það er eitthvað sérstakt á milli okkar og þeirra hér á Old Trafford. Þess vegna náðum við í þessi úrslit.“ „Þegar við skoruðum strax í upphafi seinni hálfleiks vissi ég að þau myndu standa þétt við bakið á okkur,“ sagði Fernandes að endingu en hann lagði upp jöfnunarmark Man United í leiknum. Leikmenn liðsins fá ekki langan tíma til að jafna sig því á sunnudag mætir liðið Newcastle United í úrslitum enska deildarbikarsins. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Sjá meira
Fyrri leik liðanna, sem fór fram á Nývangi í Katalóníu, lauk með 2-2 jafntefli og því allt galopið fyrir leik kvöldsins. Bruno fékk dæmda á sig vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem Robert Lewandowski skoraði úr þrátt fyrir að David De Gea næði að slæma hendi í knöttinn. Í síðari hálfleik skoruðu hins vegar Brasilíumennirnir Fred og Antony sem kom Man Utd 2-1 yfir og reyndust það lokatölur. „Trúin hjá leikmönnum og stuðningsfólki er alltaf til staðar. Stuðningsfólkið stóð við bakið á okkur og ýtti okkur áfram á erfiðum augnablikum. Það skóp þessa frábæru endurkomu. Þetta voru frábær úrslit en við eigum mikilvægan leik á sunnudaginn,“ sagði fyrirliðinn eftir leik. „Ekkert sem ég segi núna mun breyta því en mér fannst ekki mikið vera í þessu. Báðir að reyna komast í góða stöðu, báðir að nota hendurnar en svona er þetta. Ég vil ekki tjá mig of mikið. Dómararnir hafa alltaf rétt fyrir sér og get ekkert gert í þessu núna,“ sagði Fernandes um vítaspyrnudóminn. Do you agree with this penalty call on Bruno Fernandes? pic.twitter.com/CqZjNWhoQj— ESPN UK (@ESPNUK) February 23, 2023 „Stuðningsfólkið hefur alltaf verið með okkur á erfiðum augnablikum. Við höfum spilað vel á þessari leiktíð því þau eru alltaf við bakið á okkur en þetta er eitthvað annað. Þú getur fundið að það er eitthvað sérstakt á milli okkar og þeirra hér á Old Trafford. Þess vegna náðum við í þessi úrslit.“ „Þegar við skoruðum strax í upphafi seinni hálfleiks vissi ég að þau myndu standa þétt við bakið á okkur,“ sagði Fernandes að endingu en hann lagði upp jöfnunarmark Man United í leiknum. Leikmenn liðsins fá ekki langan tíma til að jafna sig því á sunnudag mætir liðið Newcastle United í úrslitum enska deildarbikarsins.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti