Bróður Hákonar blöskrar valið: „Valsmafían farin að stjórna öllu“ Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2023 12:00 Hákon Daði Styrmisson fagnar hér fyrir miðju sigri gegn Suður-Kóreu á HM í janúar, ásamt félögum sínum í landsliðinu. Hann hlaut ekki náð fyrir augum Gunnars Magnússonar og Ágústs Jóhannssonar sem nú stýra landsliðinu tímabundið. VÍSIR/VILHELM Handboltamaðurinn Andri Heimir Friðriksson gagnrýnir það að Valsmaðurinn Stiven Tobar Valencia skyldi vera valinn í landsliðið í gær á meðan að Ísland eigi hornamenn í mun sterkari deildum en Olís-deildinni. Andri Heimir, sem varð meðal annars tvisvar sinnum Íslandsmeistari með ÍBV, segir á Twitter að fjölmiðlar og „Valsmafía“ hafi haft áhrif á valið á landsliðshópnum sem kynntur var í gær, fyrir komandi leiki við Tékka. „Mjög eðlilegt að eina breytingin á landsliðshóp sé að kalla Stiven inn og er Valsmafían farin að stjórna öllu hér í íslenskum handbolta. Hann er búinn að vera góður en við eigum nokkra menn sem eru að spila í mikið betri deildum. Við skulum ekki taka mark á því en til hamingju Valur,“ skrifar Andri Heimir meðal annars. Mjög eðlilegt að eina breytingin á landsliðshóp er að kallaStiven inn oger Valsmafían farinn stjórna öllu hér í Íslenskum handbolta. Hann er búinn að vera góður en við eigum nokkra menn sem eru að spila í mikið betri deildum. Við skulum ekki taka mark á því en til hamingju Valur— Andri Heimir Friðriksson (@andriheimir) February 23, 2023 Stiven var valinn í landsliðið í fyrsta sinn í gær fyrir komandi leiki við Tékka í undankeppni EM, 8. og 12. mars, eftir að hafa spilað afar vel með Val í vetur í Olís-deildinni og Evrópudeildinni, þar sem Valsmenn hafa tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum. Stiven tekur þar með sæti Hákonar Daða Styrmissonar, bróður Andra Heimis, sem annar tveggja rétthentra hornamanna í landsliðinu en hinn er Bjarki Már Elísson. Hákon og Bjarki fóru á HM í janúar en Hákon spilaði þó aðeins 51 mínútu á mótinu og skoraði eitt mark. Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, fyrrverandi aðstoðarmenn Guðmundar Guðmundssonar, stýra íslenska landsliðinu gegn Tékkum eftir óvænt brotthvarf Guðmundar í vikunni. Það kom því í þeirra hlut að velja landsliðið og var valið á Stiven það eina sem segja má að hafi ekki verið í samræmi við valið á HM-hópnum. Hákon, Orri og Oddur á síðustu stórmótum Hákon Daði leikur undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach í efstu deild Þýskalands, bestu landsdeild Evrópu, líkt og annar Eyjamaður, Elliði Snær Viðarsson. Hákon hefur skorað 53 mörk í átján deildarleikjum í vetur, þar af tólf af vítalínunni, og hefur nýtt 66% skota sinna. Annar vinstri hornamaður sem ekki var valinn að þessu sinni er Orri Freyr Þorkelsson sem leikur með Elverum í norsku úrvalsdeildinni. Orri var í EM-hópnum fyrir rúmu ári síðan. Hann hefur skorað 32 mörk í 16 deildarleikjum fyrir Elverum sem er í næstefsta sæti deildarinnar, og auk þess 23 mörk í Meistaradeild Evrópu, nú síðast tvö mörk í 31-24 tapi gegn Álaborg á miðvikudagskvöld. Þá er vinstri hornamaðurinn Oddur Gretarsson, sem var í HM-hópnum í Egyptalandi fyrir tveimur árum, einn markahæsti leikmaður þýsku B-deildarinnar með 131 mark í 22 leikjum í vetur fyrir Balingen. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Sjá meira
Andri Heimir, sem varð meðal annars tvisvar sinnum Íslandsmeistari með ÍBV, segir á Twitter að fjölmiðlar og „Valsmafía“ hafi haft áhrif á valið á landsliðshópnum sem kynntur var í gær, fyrir komandi leiki við Tékka. „Mjög eðlilegt að eina breytingin á landsliðshóp sé að kalla Stiven inn og er Valsmafían farin að stjórna öllu hér í íslenskum handbolta. Hann er búinn að vera góður en við eigum nokkra menn sem eru að spila í mikið betri deildum. Við skulum ekki taka mark á því en til hamingju Valur,“ skrifar Andri Heimir meðal annars. Mjög eðlilegt að eina breytingin á landsliðshóp er að kallaStiven inn oger Valsmafían farinn stjórna öllu hér í Íslenskum handbolta. Hann er búinn að vera góður en við eigum nokkra menn sem eru að spila í mikið betri deildum. Við skulum ekki taka mark á því en til hamingju Valur— Andri Heimir Friðriksson (@andriheimir) February 23, 2023 Stiven var valinn í landsliðið í fyrsta sinn í gær fyrir komandi leiki við Tékka í undankeppni EM, 8. og 12. mars, eftir að hafa spilað afar vel með Val í vetur í Olís-deildinni og Evrópudeildinni, þar sem Valsmenn hafa tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum. Stiven tekur þar með sæti Hákonar Daða Styrmissonar, bróður Andra Heimis, sem annar tveggja rétthentra hornamanna í landsliðinu en hinn er Bjarki Már Elísson. Hákon og Bjarki fóru á HM í janúar en Hákon spilaði þó aðeins 51 mínútu á mótinu og skoraði eitt mark. Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, fyrrverandi aðstoðarmenn Guðmundar Guðmundssonar, stýra íslenska landsliðinu gegn Tékkum eftir óvænt brotthvarf Guðmundar í vikunni. Það kom því í þeirra hlut að velja landsliðið og var valið á Stiven það eina sem segja má að hafi ekki verið í samræmi við valið á HM-hópnum. Hákon, Orri og Oddur á síðustu stórmótum Hákon Daði leikur undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach í efstu deild Þýskalands, bestu landsdeild Evrópu, líkt og annar Eyjamaður, Elliði Snær Viðarsson. Hákon hefur skorað 53 mörk í átján deildarleikjum í vetur, þar af tólf af vítalínunni, og hefur nýtt 66% skota sinna. Annar vinstri hornamaður sem ekki var valinn að þessu sinni er Orri Freyr Þorkelsson sem leikur með Elverum í norsku úrvalsdeildinni. Orri var í EM-hópnum fyrir rúmu ári síðan. Hann hefur skorað 32 mörk í 16 deildarleikjum fyrir Elverum sem er í næstefsta sæti deildarinnar, og auk þess 23 mörk í Meistaradeild Evrópu, nú síðast tvö mörk í 31-24 tapi gegn Álaborg á miðvikudagskvöld. Þá er vinstri hornamaðurinn Oddur Gretarsson, sem var í HM-hópnum í Egyptalandi fyrir tveimur árum, einn markahæsti leikmaður þýsku B-deildarinnar með 131 mark í 22 leikjum í vetur fyrir Balingen.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Sjá meira