Þetta þarftu að vita um kjaradeiluna Sigmar Vilhjálmsson skrifar 24. febrúar 2023 12:00 Efling hefur sýnt okkur veikleika vinnumarkaðslaganna og Samtök Atvinnulífsins er að sýna svo ekki sé um villst að ein samtök fyrir allt atvinnulífið er virkilega slæm hugmynd. 1) Það er ekki hægt að láta öll aðildarfélög SA kjósa um aðgerðir vegna kjarasamninga við eitt stéttarfélag. Sjávarútvegur, fjármálafyrirtæki og orkufyrirtæki hafa ekkert með þessa kjarasamninga við Eflingu að gera. Útfrá atkvæðavægi og reglum SA þá var þessi ákvörðun líklega tekin af ansi fáum stórum fyrirtækjum. 2) 48 gr. samþykkta SA eru algjörlega óviðeigandi. Að félag atvinnulífsins sé með ákvæði til að beita fyrirtækjum utan SA viðskiptaþvingunum sem ekki fylgja SA að máli er allt að því fasískt og sýnir að bersýnilega þarf að skipta SA upp. 3) Það að ein starfsstétt eða eitt stéttarfélag geti lagt þjóðina á hliðina með kröfur fyrir 5% vinnumarkaðarins getur ekki verið kerfi sem við sem þjóð sættum okkur við. Norræna vinnumarkaðslíkanið er dæmi um leið sem hefur sannað gildi sitt, þar sem ein starfstétt eða eitt stéttarfélag getur ekki tekið heila þjóð i gíslingu. Við ættum að horfa til siðaskipta í þeim efnum strax. 4) Það eru margar áleitinar spurningar sem vakna ef SA lítur svo á að öll fyrirtæki sem fylgja kjarasamningum SA og Eflingar beri að fylgja SA í verkbanni. Samkvæmt lögum ber öllum fyrirtækjum að fylgja kjarasamningum SA, séu þau ekki skráð í neitt félag. Einnig á þetta við um fyrirtæki sem eru skráð í önnur félög en hafa ekki enn fengið kjarasamning. Spurning er hvort SA muni þá líka bæta fyrirtækjum sem eru ekki í SA fjárhagstjónið úr verkbannssjóðum SA líkt og þeir munu bæta félagsmönnum sínum. Eða líta þeir svo á að þeir stjórni öllu atvinnulífinu og ef þú borgar ekki félagsgjöld í SA þá ertu úti en þarft að lúta valdi þeirra. Sé það skilningur SA þá er hér annað dæmi um að skipta þarf SA upp. 5) Að lokum má nefna ríkið og ríkisstjórnina. Ríkið hefur leitt óábyrga launaþróun. Aldrei í sögu Íslands né annarra lýðræðisríkja hafa meðallaun opinberra starfsmanna verið hærri en á almenna vinnumarkaðnum. Sú stefna hefur þróast hratt á síðustu 10 árum, sem er merkilegt í ljósi samsetningar ríkisstjórnarinnar sl. 10 ár. Einnig er gagnrýnisvert hvernig núverandi ríkisstjórn hefur með öllu firrað sig ábyrgð á stöðunni í atvinnulífinu og aðkomu sinnar að stöðu mála milli Eflingar og SA. Það er eins og Seðlabankinn, stéttarfélög og atvinnulífið sé nýja þríeykið fyrir ríkisstjórnina. “Þau þrjú bera ábyrgð á þessu, ekki við.” Vinnumarkaðslögin virka ekki, verkfæri ríkissáttasemjara virka ekki, samningsferlar vinnumarkaðarins virka ekki, samningsaðilar geta í einhverju sem skilgreint er sem nauðvörn, sett á verkföll og verkbönn sem bitna á allri þjóðinni út af deilum um lægstu laun sem innan við 5% af vinnumarkaðnum er á. Eitt stéttarfélag getur slitið sig út og neitað að axla ábyrgð með fúkyrðum og dólgslegri framkomu og neitað félagsmönnum um fjárhagslegan stuðning í miðjum aðgerðum þrátt fyrir skýrar samþykktir um annað. Fólk í framlínunni sem fylgir ekki þessu eina félagi að málum sætir hótunum jafnvel líflátshótunum og samtök atvinnulífsins eru með ákvæði í sínum samþykktum (48.gr) sem skyldar félagsmenn í að setja viðskiptabann á önnur fyrirtæki sem eru ekki í SA … er þetta ásættanlegt ástand ?? Villta vestrið leit friðsælla út en þetta ! Ríkisstjórnin þarf að stíga hér inn og setja lög á verkbann SA og mæta með lausn í þessu máli sem varðar 5% af atvinnulífinu. Síðan þarf Alþingi að laga regluverkið í tengslum við kjaramál og kjarasamninga. Helst áður en þessir skammtímasamningar renna út, því þetta er gríðarlega stórt mál fyrir íslensku þjóðina. Það tók nú ekki nema nokkra daga að koma völdum hluta af atvinnulífinu til bjargar í Covid. Þetta ætti því að geta gerst ef viljinn er fyrir hendi. Þangað til þá hvet ég öll lítil og meðalstór fyrirtæki til þess að skrá sig í www.afj.is þar sem ein skraning er eitt atkvæði, óháð stærð. Sérhagsmunir geta aldrei ráðið för í því félagi. Það er lýðræði, enda eiga tekjur og stærð ekki veita fleiri atkvæði i kosningum (væri það ok í Alþingiskosningum? Nei). Höfundur situr í stjórn Atvinnufjelagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Efling hefur sýnt okkur veikleika vinnumarkaðslaganna og Samtök Atvinnulífsins er að sýna svo ekki sé um villst að ein samtök fyrir allt atvinnulífið er virkilega slæm hugmynd. 1) Það er ekki hægt að láta öll aðildarfélög SA kjósa um aðgerðir vegna kjarasamninga við eitt stéttarfélag. Sjávarútvegur, fjármálafyrirtæki og orkufyrirtæki hafa ekkert með þessa kjarasamninga við Eflingu að gera. Útfrá atkvæðavægi og reglum SA þá var þessi ákvörðun líklega tekin af ansi fáum stórum fyrirtækjum. 2) 48 gr. samþykkta SA eru algjörlega óviðeigandi. Að félag atvinnulífsins sé með ákvæði til að beita fyrirtækjum utan SA viðskiptaþvingunum sem ekki fylgja SA að máli er allt að því fasískt og sýnir að bersýnilega þarf að skipta SA upp. 3) Það að ein starfsstétt eða eitt stéttarfélag geti lagt þjóðina á hliðina með kröfur fyrir 5% vinnumarkaðarins getur ekki verið kerfi sem við sem þjóð sættum okkur við. Norræna vinnumarkaðslíkanið er dæmi um leið sem hefur sannað gildi sitt, þar sem ein starfstétt eða eitt stéttarfélag getur ekki tekið heila þjóð i gíslingu. Við ættum að horfa til siðaskipta í þeim efnum strax. 4) Það eru margar áleitinar spurningar sem vakna ef SA lítur svo á að öll fyrirtæki sem fylgja kjarasamningum SA og Eflingar beri að fylgja SA í verkbanni. Samkvæmt lögum ber öllum fyrirtækjum að fylgja kjarasamningum SA, séu þau ekki skráð í neitt félag. Einnig á þetta við um fyrirtæki sem eru skráð í önnur félög en hafa ekki enn fengið kjarasamning. Spurning er hvort SA muni þá líka bæta fyrirtækjum sem eru ekki í SA fjárhagstjónið úr verkbannssjóðum SA líkt og þeir munu bæta félagsmönnum sínum. Eða líta þeir svo á að þeir stjórni öllu atvinnulífinu og ef þú borgar ekki félagsgjöld í SA þá ertu úti en þarft að lúta valdi þeirra. Sé það skilningur SA þá er hér annað dæmi um að skipta þarf SA upp. 5) Að lokum má nefna ríkið og ríkisstjórnina. Ríkið hefur leitt óábyrga launaþróun. Aldrei í sögu Íslands né annarra lýðræðisríkja hafa meðallaun opinberra starfsmanna verið hærri en á almenna vinnumarkaðnum. Sú stefna hefur þróast hratt á síðustu 10 árum, sem er merkilegt í ljósi samsetningar ríkisstjórnarinnar sl. 10 ár. Einnig er gagnrýnisvert hvernig núverandi ríkisstjórn hefur með öllu firrað sig ábyrgð á stöðunni í atvinnulífinu og aðkomu sinnar að stöðu mála milli Eflingar og SA. Það er eins og Seðlabankinn, stéttarfélög og atvinnulífið sé nýja þríeykið fyrir ríkisstjórnina. “Þau þrjú bera ábyrgð á þessu, ekki við.” Vinnumarkaðslögin virka ekki, verkfæri ríkissáttasemjara virka ekki, samningsferlar vinnumarkaðarins virka ekki, samningsaðilar geta í einhverju sem skilgreint er sem nauðvörn, sett á verkföll og verkbönn sem bitna á allri þjóðinni út af deilum um lægstu laun sem innan við 5% af vinnumarkaðnum er á. Eitt stéttarfélag getur slitið sig út og neitað að axla ábyrgð með fúkyrðum og dólgslegri framkomu og neitað félagsmönnum um fjárhagslegan stuðning í miðjum aðgerðum þrátt fyrir skýrar samþykktir um annað. Fólk í framlínunni sem fylgir ekki þessu eina félagi að málum sætir hótunum jafnvel líflátshótunum og samtök atvinnulífsins eru með ákvæði í sínum samþykktum (48.gr) sem skyldar félagsmenn í að setja viðskiptabann á önnur fyrirtæki sem eru ekki í SA … er þetta ásættanlegt ástand ?? Villta vestrið leit friðsælla út en þetta ! Ríkisstjórnin þarf að stíga hér inn og setja lög á verkbann SA og mæta með lausn í þessu máli sem varðar 5% af atvinnulífinu. Síðan þarf Alþingi að laga regluverkið í tengslum við kjaramál og kjarasamninga. Helst áður en þessir skammtímasamningar renna út, því þetta er gríðarlega stórt mál fyrir íslensku þjóðina. Það tók nú ekki nema nokkra daga að koma völdum hluta af atvinnulífinu til bjargar í Covid. Þetta ætti því að geta gerst ef viljinn er fyrir hendi. Þangað til þá hvet ég öll lítil og meðalstór fyrirtæki til þess að skrá sig í www.afj.is þar sem ein skraning er eitt atkvæði, óháð stærð. Sérhagsmunir geta aldrei ráðið för í því félagi. Það er lýðræði, enda eiga tekjur og stærð ekki veita fleiri atkvæði i kosningum (væri það ok í Alþingiskosningum? Nei). Höfundur situr í stjórn Atvinnufjelagsins.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun