Fyrirliðinn ekki með á HM í sumar vegna óánægju með forráðamenn landsliðsins Smári Jökull Jónsson skrifar 24. febrúar 2023 18:31 Wendie Renard hefur verið fyrirliði franska landsliðsins síðustu árin. Vísir/Getty Fyrirliði franska kvennalandsliðsins í knattspyrnu Wendie Renard tilkynnti í dag að hún myndi ekki gefa kost á sér fyrir heimsmeistaramótið í sumar vegna óánægju með forráðamenn landsliðsins. Wendie Renard hefur verið lykilmaður í hinu geysisterka franska liði síðustu árin en hún leikur sem miðvörður og hefur íslenska landsliðið þurft að berjast við hana í nokkur skipti. Renard tilkynnti á Instagram-síðu sinni í dag að hún myndi ekki gefa kost á sér í franska landsliðið fyrir heimsmeistaramótið í sumar þar sem hún getur ekki lengur stutt það kerfi sem viðgengst í kringum franska liðið. „Ég hef barist fyrir bláa, hvíta og rauða búninginn í 142 skipti af ástríðu, virðingu og fagmennsku. Ég elska Frakkland meira en nokkuð annað, ég er ekki fullkomin langt í frá, en ég get ekki lengur stutt það kerfi sem er langt frá þeim kröfum sem eru settar á hæsta getustigi. Þetta er sorgardagur en nauðsynlegur til að standa vörð um mína eigin andlegu heilsu,“ skrifaði Renard á Instagram í dag. View this post on Instagram A post shared by Wendie Renard (@wendie_renard) Fréttir hafa borist af óánægju leikmanna með forráðamenn landsliðsins, meðal annars þjálfarann Corinne Diacre. Gagnrýnin snýr að því hvernig valið er í landsliðshópinn. „Það eru þung skref að tilkynna um ákvörðun mína að draga mig úr franska liðinu. Ég mun ekki spila á heimsmeistaramótinu í þessum aðstæðum. Sársaukinn sést ekki í andliti mínu en mér líður illa í hjartanu og mig langar ekki að líða illa áfram,“ skrifaði Renard sömuleiðis. Sara Björk Gunnarsdóttir er meðal þeirra sem hefur tjáð sig við færslu Renard og skrifar að ákvörðun Renard sé virðingarverð. Renard lék síðast með Frakklandi í nýliðinni landsleikjatörn og kom við sögu bæði gegn Dönum og Úrugvæ. Fyrir Evrópumótið síðasta sumar bárust fregnir af stirðu sambandi þjálfarans Diacre við nokkrar af stjörnum liðsins, meðal annars Sara Bouhaddi, Amandine Henry og Eugenie Le Sommer. Þær voru á endanum ekki valdar í franska liðið sem féll úr leik í undanúrslitum gegn Þýskalandi. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Wendie Renard hefur verið lykilmaður í hinu geysisterka franska liði síðustu árin en hún leikur sem miðvörður og hefur íslenska landsliðið þurft að berjast við hana í nokkur skipti. Renard tilkynnti á Instagram-síðu sinni í dag að hún myndi ekki gefa kost á sér í franska landsliðið fyrir heimsmeistaramótið í sumar þar sem hún getur ekki lengur stutt það kerfi sem viðgengst í kringum franska liðið. „Ég hef barist fyrir bláa, hvíta og rauða búninginn í 142 skipti af ástríðu, virðingu og fagmennsku. Ég elska Frakkland meira en nokkuð annað, ég er ekki fullkomin langt í frá, en ég get ekki lengur stutt það kerfi sem er langt frá þeim kröfum sem eru settar á hæsta getustigi. Þetta er sorgardagur en nauðsynlegur til að standa vörð um mína eigin andlegu heilsu,“ skrifaði Renard á Instagram í dag. View this post on Instagram A post shared by Wendie Renard (@wendie_renard) Fréttir hafa borist af óánægju leikmanna með forráðamenn landsliðsins, meðal annars þjálfarann Corinne Diacre. Gagnrýnin snýr að því hvernig valið er í landsliðshópinn. „Það eru þung skref að tilkynna um ákvörðun mína að draga mig úr franska liðinu. Ég mun ekki spila á heimsmeistaramótinu í þessum aðstæðum. Sársaukinn sést ekki í andliti mínu en mér líður illa í hjartanu og mig langar ekki að líða illa áfram,“ skrifaði Renard sömuleiðis. Sara Björk Gunnarsdóttir er meðal þeirra sem hefur tjáð sig við færslu Renard og skrifar að ákvörðun Renard sé virðingarverð. Renard lék síðast með Frakklandi í nýliðinni landsleikjatörn og kom við sögu bæði gegn Dönum og Úrugvæ. Fyrir Evrópumótið síðasta sumar bárust fregnir af stirðu sambandi þjálfarans Diacre við nokkrar af stjörnum liðsins, meðal annars Sara Bouhaddi, Amandine Henry og Eugenie Le Sommer. Þær voru á endanum ekki valdar í franska liðið sem féll úr leik í undanúrslitum gegn Þýskalandi.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira