Móðir í fangelsi eftir forsjárdeilu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2023 20:16 Móðirin kvaðst hafa farið með börnin úr landi með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Vísir/Vilhelm Móðir tveggja barna hefur verið dæmd í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa farið með börn sín úr landi, haldið þeim þar í tvö ár, og þar með svipt föður forsjá barnanna. Foreldrar barnanna voru í skráðri sambúð og héldu sameiginlegt heimili þegar móðirin ákvað að fara með börnin úr landi. Héraðssaksóknari höfðaði málið og var móðirin ákærð fyrir sifskaparbrot samkvæmt almennum hegningarlögum. Með hagsmuni barnanna að leiðarljósi Móðirin krafðist sýknu og kvaðst hafa farið með börnin úr landi með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Hún sagðist hafa kynnst föður þeirra árið 2007 þegar hún kom hingað til lands til háskólanáms. Þau hefðu fljótlega byrjað saman en á sambúðartímanum hafi faðir barnanna beitt hana alls konar ofbeldi. Hún óttaðist föður barnanna enn. Móðirin kvaðst hafa verið heimavinnandi og aðal ummönunaraðili barnanna. Hún sagði föðurinn hafa keyrt fjölskylduna á flugvöllinn, þar sem hún tilkynnti honum að sambúðinni væri lokið. Faðirinn hafi ekki haft samband við þau og enginn samningsvilji hafi verið til staðar, þrátt fyrir að þau færu formlega með forsjá barnanna. Hafði samband við lögreglu Faðirinn fullyrti hins vegar að þau bæði hefðu annast um börnin á sambúðartímanum. Yfirlýstur tilgangur ferðarinnar hafi verið sumarfrí á ónefndum stað sem ekki hafi þótt óeðlilegt. Föðurnum sagðist hafa brugðið þegar móðirin tilkynnti að sambúðinni væri lokið. Hann hafi sent upplýsingar til lögreglu um að til stæði að fara með börnin úr landi og alrangt væri að hann hefði ekið móður og börnum út á flugvöll. Hann sagðist ekkert hafa fengið að ræða við börnin sín síðan, nema við meðferð annars dómsmáls hér á landi, þrátt fyrir að hafa margbeðið um það. Tengt mál bíður úrskurðar Héraðsdómur dæmdi í málinu fyrir ári síðan og Landsréttur staðfesti þann úrskurð í dag. Héraðsdómur sagði framburð föðurins um að hann væri andvígur því að móðirin færi með börnin úr landi ætti stoð í tölvupóstsamskiptum við lögreglu. Fyrir liggi Facebook Messenger samskipti sem styðji hug föðurins. Ekkert lægi fyrir um það að faðirinn hefði beitt móðurina ofbeldi á sambúðartímanum. Forsjá hafi verið sameiginleg og móðirin því svipt föður forsjá með aðgerðunum. Tengt mál foreldranna bíður úrskurðar Hæstaréttar en Landsréttur kvað upp úrskurð árið 2020 um að börnin skyldu koma hingað til lands innan tveggja vikna. Dómsmál Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Foreldrar barnanna voru í skráðri sambúð og héldu sameiginlegt heimili þegar móðirin ákvað að fara með börnin úr landi. Héraðssaksóknari höfðaði málið og var móðirin ákærð fyrir sifskaparbrot samkvæmt almennum hegningarlögum. Með hagsmuni barnanna að leiðarljósi Móðirin krafðist sýknu og kvaðst hafa farið með börnin úr landi með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Hún sagðist hafa kynnst föður þeirra árið 2007 þegar hún kom hingað til lands til háskólanáms. Þau hefðu fljótlega byrjað saman en á sambúðartímanum hafi faðir barnanna beitt hana alls konar ofbeldi. Hún óttaðist föður barnanna enn. Móðirin kvaðst hafa verið heimavinnandi og aðal ummönunaraðili barnanna. Hún sagði föðurinn hafa keyrt fjölskylduna á flugvöllinn, þar sem hún tilkynnti honum að sambúðinni væri lokið. Faðirinn hafi ekki haft samband við þau og enginn samningsvilji hafi verið til staðar, þrátt fyrir að þau færu formlega með forsjá barnanna. Hafði samband við lögreglu Faðirinn fullyrti hins vegar að þau bæði hefðu annast um börnin á sambúðartímanum. Yfirlýstur tilgangur ferðarinnar hafi verið sumarfrí á ónefndum stað sem ekki hafi þótt óeðlilegt. Föðurnum sagðist hafa brugðið þegar móðirin tilkynnti að sambúðinni væri lokið. Hann hafi sent upplýsingar til lögreglu um að til stæði að fara með börnin úr landi og alrangt væri að hann hefði ekið móður og börnum út á flugvöll. Hann sagðist ekkert hafa fengið að ræða við börnin sín síðan, nema við meðferð annars dómsmáls hér á landi, þrátt fyrir að hafa margbeðið um það. Tengt mál bíður úrskurðar Héraðsdómur dæmdi í málinu fyrir ári síðan og Landsréttur staðfesti þann úrskurð í dag. Héraðsdómur sagði framburð föðurins um að hann væri andvígur því að móðirin færi með börnin úr landi ætti stoð í tölvupóstsamskiptum við lögreglu. Fyrir liggi Facebook Messenger samskipti sem styðji hug föðurins. Ekkert lægi fyrir um það að faðirinn hefði beitt móðurina ofbeldi á sambúðartímanum. Forsjá hafi verið sameiginleg og móðirin því svipt föður forsjá með aðgerðunum. Tengt mál foreldranna bíður úrskurðar Hæstaréttar en Landsréttur kvað upp úrskurð árið 2020 um að börnin skyldu koma hingað til lands innan tveggja vikna.
Dómsmál Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira