Vilja ekki að KSÍ bíði eftir að UEFA taki löngu tímabær skref Smári Jökull Jónsson skrifar 24. febrúar 2023 22:30 Valur varð Íslandsmeistari á síðustu leiktíð. Vísir/Getty Ársþing KSÍ fer fram á Ísafirði á morgun og eru áhugaverðar tillögur sem verða ræddar á þinginu. Tillaga sem snýr að karla- og kvennaliðum er meðal þeirra sem vakið hafa athygli en bæði stjórn KSÍ sem og Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna leggjast gegn tillögunni. Ársþing KSÍ á Ísafirði á morgun er 77. ársþing sambandsins og ein tillagan sem þar verður kosið um snýr að breytingu á leyfiskerfi sambandsins sem hljóðar þannig að lið í Bestu deild karla verða að vera með meistaraflokkslið sem keppir á Íslandsmóti kvenna. Breytingin var samþykkt af stjórn KSÍ í nóvember á síðasta ári og mun taka gildi að fullu árið 2024. Breytingarnar gera það að verkum að félögum í efstu deild karla í fótbolta er skylt að starfrækja einnig lið í meistaraflokki kvenna, sem og að taka þátt í opinberum mótum yngri flokka kvenna. Íslenskur toppfótbolti (ÍTF), hagsmunasamtök félaga sem reka lið í tveimur efstu deildum karla og kvenna, hafa hins vegar lagt fram tillögu til samþykktar á ársþinginu þar sem segir að leyfisreglugerð KSÍ skuli aldrei ganga lengra en leyfisreglugerð Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) gerir hverju sinni. Hægt er að lesa tillöguna í heild sinni á heimasíðu KSÍ. Stjórn KSÍ hefur sent frá sér athugasemdir vegna tillögunnar þar sem fram kemur að hún leggist gegn henni. Þar segir að leyfiskerfið sé verkfæri til að bæta umhverfi íslenskrar knattspyrnu og að áður hafi verið settar þar inn kröfur sem gangi lengra en UEFA geri. Meðal þess séu kröfur um menntun þjálfara í yngri flokkum sem og í efstu deild kvenna. Nú hefur stjórn Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna einnig lagst gegn tillögunni. Á Facebooksíðu samtakanna er sagt að stjórn HKK taki í sama streng og KSÍ og teji að með tillögunni sé alltof langt gengið í að hindra framþróun íslenskrar knattspyrnuhreyfingar. „Við teljum ekki rétt að reglugerðir UEFA, sem stendur aftar KSÍ í jafnrétti, eigi að stýra vegferð íslenskrar knattspyrnuhreyfingar í átt að auknu jafnrétti. Við teljum að með því að samþykkja þessa ályktun þá séum við ekki einungis að minnka sjálfstæði íslenskrar knattspyrnu heldur einnig setja óþarfa hindrun fyrir framþróun og eflingu knattspyrnu kvenna á Íslandi,“ segir í yfirlýsingu á Facebooksíðu samtakanna. „KSÍ og knattspyrnuhreyfingin á að vera leiðandi í breytingum í átt að auknu jafnrétti og eflingu knattspyrnu kvenna en ekki bíða eftir að UEFA taki löngu tímabær skref í átt að auknu jafnrétti.“ KSÍ Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Sjá meira
Ársþing KSÍ á Ísafirði á morgun er 77. ársþing sambandsins og ein tillagan sem þar verður kosið um snýr að breytingu á leyfiskerfi sambandsins sem hljóðar þannig að lið í Bestu deild karla verða að vera með meistaraflokkslið sem keppir á Íslandsmóti kvenna. Breytingin var samþykkt af stjórn KSÍ í nóvember á síðasta ári og mun taka gildi að fullu árið 2024. Breytingarnar gera það að verkum að félögum í efstu deild karla í fótbolta er skylt að starfrækja einnig lið í meistaraflokki kvenna, sem og að taka þátt í opinberum mótum yngri flokka kvenna. Íslenskur toppfótbolti (ÍTF), hagsmunasamtök félaga sem reka lið í tveimur efstu deildum karla og kvenna, hafa hins vegar lagt fram tillögu til samþykktar á ársþinginu þar sem segir að leyfisreglugerð KSÍ skuli aldrei ganga lengra en leyfisreglugerð Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) gerir hverju sinni. Hægt er að lesa tillöguna í heild sinni á heimasíðu KSÍ. Stjórn KSÍ hefur sent frá sér athugasemdir vegna tillögunnar þar sem fram kemur að hún leggist gegn henni. Þar segir að leyfiskerfið sé verkfæri til að bæta umhverfi íslenskrar knattspyrnu og að áður hafi verið settar þar inn kröfur sem gangi lengra en UEFA geri. Meðal þess séu kröfur um menntun þjálfara í yngri flokkum sem og í efstu deild kvenna. Nú hefur stjórn Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna einnig lagst gegn tillögunni. Á Facebooksíðu samtakanna er sagt að stjórn HKK taki í sama streng og KSÍ og teji að með tillögunni sé alltof langt gengið í að hindra framþróun íslenskrar knattspyrnuhreyfingar. „Við teljum ekki rétt að reglugerðir UEFA, sem stendur aftar KSÍ í jafnrétti, eigi að stýra vegferð íslenskrar knattspyrnuhreyfingar í átt að auknu jafnrétti. Við teljum að með því að samþykkja þessa ályktun þá séum við ekki einungis að minnka sjálfstæði íslenskrar knattspyrnu heldur einnig setja óþarfa hindrun fyrir framþróun og eflingu knattspyrnu kvenna á Íslandi,“ segir í yfirlýsingu á Facebooksíðu samtakanna. „KSÍ og knattspyrnuhreyfingin á að vera leiðandi í breytingum í átt að auknu jafnrétti og eflingu knattspyrnu kvenna en ekki bíða eftir að UEFA taki löngu tímabær skref í átt að auknu jafnrétti.“
KSÍ Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Sjá meira