Læknar tækju aldrei þátt í rannsóknum á föngum Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2023 09:09 Karl Reynir Einarsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, segir ekki hægt að mæla með notkun sílósíbíns við geðröskunum út frá núverandi þekkingu á efninu. Vísir/Getty/samsett Formaður Geðlæknafélags Íslands fullyrðir að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi samþykkti aldrei að taka þátt í rannsóknum á áhrifum hugvíkkandi efna á fanga vegna siðferðislegra sjónarmiða. Umræðan um efnin sé komin út á villigötur. Mikla athygli vakti þegar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hélt því fram að Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefði viðrað hugmyndir um að gera tilraunir á föngum með svokölluð hugvíkkandi efni í vikunni. Jón sagðist síðan hafa rætt málið við Pál Winkel, fangelsismálastjóra, en það væri þó ekki á hans eigin forræði að ráðast í slíkar rannsóknir. Slík efni gætu mögulega hjálpað föngum með geðræn vandamál sem hafa lokið afplánun. Páll sagði að ekki yrði ráðist í slíkar rannsóknir án samþykkis allra aðila. Hann væri opinn fyrir hugmyndinni. Karl Reynir Einarsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, segir umræðuna um hugvíkkandi efni, sérstaklega efnið sílósíbín, komnar út á villigötur. Þó að rannsóknir bendi til þess að efnið gæti mægulega verið gagnlegt í meðferð sumra geðraskana eins og þunglyndis þá sé ekki hægt að mæla með notkun þess við geðröskunum nema í rannsóknarskyni eða mögulega í algerum undantekningartilvikum út frá núverandi þekkingu. „Til að taka af allan vafa þá fullyrði ég að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi myndi aldrei samþykkja að taka þátt í slíkum rannsóknum vegna siðferðislegra sjónarmiða – og vonandi enginn,“ skrifar Karl Reynir í aðsendir grein á Vísi í dag. Veikt fólk uppáhaldsviðskiptavinir snákaolíusölumanna Hávær umræða hefur verið um sílósíbín og hugvíkkandi efni hér á landi á undanförnum mánuðum og ráðstefnur meðal annars verið haldnar um málefnið. Karl Reynir varar við því að fólk fari ekki fram úr sér. Sölumenn snákaolíu séu víða og uppáhaldsviðskiptavinir þeirra séu veikt fólk. Hann og margir aðrir fylgist með rannsóknum sem nú eru gerðar á hugvíkkandi efnum með eftirvæntingu. Enn sé mikil óvissa um niðurstöður þeirra. Vandasamt sé að gera rannsóknir á sílósíbini hjá veikum einstaklingum. Margt geti látið efnið virðast hjálplegt þegar það sé það ef til vill ekki í raun og veru. Því þurfi margar og stórar rannsóknir á virkni þess. „Kemur bakslag eða verður þetta raunverulega meðferð sem hægt verður að bjóða upp á í völdum tilfellum? Það veit enginn í dag. Mér finnst líklegt að þessar rannsóknir muni leiða til einhverra nýjunga. Vonandi er það ekki óskhyggja. Afar ólíklegt verður þó að telja að þær leiði til þeirrar byltingar í geðlækningum eins og sumir binda vonir við,“ segir hann. Ekki læknismeðferð að innbyrða sveppi í sumarbústað Eitt sé að nota hugvíkkandi efni til að komast í vímu og annað að nota þau í meðferðarlegum tilgangi. Þannig sé rítalín notað við athyglisbresti og gagnist mörgum, jafnvel umbreytt lífi þeirra. Lyfið sé aftur á móti einnig misnotað, oft með hörmulegum afleiðingum. „Það að fara upp í sumarbústað og innbyrða sveppi með vinum sínum er ekki læknisfræðileg meðferð,“ skrifar hann. Það að fara til heilbrigðisstarfsmanns þar sem sílósíbín er notað í meðferð ásamt samtalsmeðferð verði hins vegar hugsanlega viðurkennt úrræði í framtíðinni í vel völdum tilfellum. Það sé þó alls ekki víst. „Mörg lyf og meðferðir hafa um tíðina virst gagnlegar í upphafi rannsókna en síðan reynst ekki vera það. Tíminn einn mun leiða þetta í ljós,“ skrifar Karl Reynir. Heilbrigðismál Fangelsismál Hugvíkkandi efni Geðheilbrigði Tengdar fréttir Vill vita hvort Jón hafi í alvöru haft uppi hugmyndir um tilraunir á föngum Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra þar sem hann vill fá að vita fyrir víst hvort ráðherra hafi í raun viðrað þá hugmynd að gerðar yrðu tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum. 22. febrúar 2023 16:02 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Sjá meira
Mikla athygli vakti þegar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hélt því fram að Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefði viðrað hugmyndir um að gera tilraunir á föngum með svokölluð hugvíkkandi efni í vikunni. Jón sagðist síðan hafa rætt málið við Pál Winkel, fangelsismálastjóra, en það væri þó ekki á hans eigin forræði að ráðast í slíkar rannsóknir. Slík efni gætu mögulega hjálpað föngum með geðræn vandamál sem hafa lokið afplánun. Páll sagði að ekki yrði ráðist í slíkar rannsóknir án samþykkis allra aðila. Hann væri opinn fyrir hugmyndinni. Karl Reynir Einarsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, segir umræðuna um hugvíkkandi efni, sérstaklega efnið sílósíbín, komnar út á villigötur. Þó að rannsóknir bendi til þess að efnið gæti mægulega verið gagnlegt í meðferð sumra geðraskana eins og þunglyndis þá sé ekki hægt að mæla með notkun þess við geðröskunum nema í rannsóknarskyni eða mögulega í algerum undantekningartilvikum út frá núverandi þekkingu. „Til að taka af allan vafa þá fullyrði ég að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi myndi aldrei samþykkja að taka þátt í slíkum rannsóknum vegna siðferðislegra sjónarmiða – og vonandi enginn,“ skrifar Karl Reynir í aðsendir grein á Vísi í dag. Veikt fólk uppáhaldsviðskiptavinir snákaolíusölumanna Hávær umræða hefur verið um sílósíbín og hugvíkkandi efni hér á landi á undanförnum mánuðum og ráðstefnur meðal annars verið haldnar um málefnið. Karl Reynir varar við því að fólk fari ekki fram úr sér. Sölumenn snákaolíu séu víða og uppáhaldsviðskiptavinir þeirra séu veikt fólk. Hann og margir aðrir fylgist með rannsóknum sem nú eru gerðar á hugvíkkandi efnum með eftirvæntingu. Enn sé mikil óvissa um niðurstöður þeirra. Vandasamt sé að gera rannsóknir á sílósíbini hjá veikum einstaklingum. Margt geti látið efnið virðast hjálplegt þegar það sé það ef til vill ekki í raun og veru. Því þurfi margar og stórar rannsóknir á virkni þess. „Kemur bakslag eða verður þetta raunverulega meðferð sem hægt verður að bjóða upp á í völdum tilfellum? Það veit enginn í dag. Mér finnst líklegt að þessar rannsóknir muni leiða til einhverra nýjunga. Vonandi er það ekki óskhyggja. Afar ólíklegt verður þó að telja að þær leiði til þeirrar byltingar í geðlækningum eins og sumir binda vonir við,“ segir hann. Ekki læknismeðferð að innbyrða sveppi í sumarbústað Eitt sé að nota hugvíkkandi efni til að komast í vímu og annað að nota þau í meðferðarlegum tilgangi. Þannig sé rítalín notað við athyglisbresti og gagnist mörgum, jafnvel umbreytt lífi þeirra. Lyfið sé aftur á móti einnig misnotað, oft með hörmulegum afleiðingum. „Það að fara upp í sumarbústað og innbyrða sveppi með vinum sínum er ekki læknisfræðileg meðferð,“ skrifar hann. Það að fara til heilbrigðisstarfsmanns þar sem sílósíbín er notað í meðferð ásamt samtalsmeðferð verði hins vegar hugsanlega viðurkennt úrræði í framtíðinni í vel völdum tilfellum. Það sé þó alls ekki víst. „Mörg lyf og meðferðir hafa um tíðina virst gagnlegar í upphafi rannsókna en síðan reynst ekki vera það. Tíminn einn mun leiða þetta í ljós,“ skrifar Karl Reynir.
Heilbrigðismál Fangelsismál Hugvíkkandi efni Geðheilbrigði Tengdar fréttir Vill vita hvort Jón hafi í alvöru haft uppi hugmyndir um tilraunir á föngum Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra þar sem hann vill fá að vita fyrir víst hvort ráðherra hafi í raun viðrað þá hugmynd að gerðar yrðu tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum. 22. febrúar 2023 16:02 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Sjá meira
Vill vita hvort Jón hafi í alvöru haft uppi hugmyndir um tilraunir á föngum Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra þar sem hann vill fá að vita fyrir víst hvort ráðherra hafi í raun viðrað þá hugmynd að gerðar yrðu tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum. 22. febrúar 2023 16:02