Undraverður hæfileiki við að klúðra skipulagsmálum í Kópavogi Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar 25. febrúar 2023 12:00 Á árunum 2014-2018 fékk ég einstakt tækifæri, sem formaður skipulagsráðs í Kópavogi, til að breyta vinnubrögðum í skipulagsmálum og auka samráð og aðkomu íbúa að þróun hverfa. Á kjörtímabilinu voru haldnir um 50 opnir samráðs- og upplýsingafundir um gerð hverfisáætlana og umfangsmikla stefnumótun og samþykkt var stefna bæjarins um að auka aðkomu íbúa að skipulagsmálum og það sem varðar nærumhverfi þeirra. Þannig ættu íbúar að leggja línurnar áður en kemur að lögformlegu skipulagsferli. Eftirspurn var eftir þessum vinnubrögðum því á árunum þar á undan höfðu ítrekað sprottið upp mótmæli þegar hrammar sterkra afla höfðu aftur og aftur tekið sér það vald að skipuleggja Kópavog eftir eigin þörfum. Við tóku breyttir tímar og ágætt dæmi um breytt vinnubrögð er samráðsferlið á kolli Nónhæðarinnar á árunum 2016-2017. Baháíar keyptu landið árið 1970 og stefndu að því að byggja sér musteri þar. Þeir seldu landið árið 2000 og þá hófu nýir eigendur að kynna fyrir bænum stórhuga hugmyndir að íbúðahverfi sem mótmælt var með samstöðu íbúa á nærliggjandi reitum. Ákveðið var að leggja af stað í umfangsmikið samráð með íbúum og öðrum hagaðilum árið 2016. Kópavogsbær með markmið svæðisskipulags, aðalskipulags, hverfisáætlunar og húsnæðisstefnu bæjarins að leiðarljósi. Eftir 14 mánaða samráðsferli fékk Kópavogsbær þriðjung af landinu undir útikennslusvæði fyrir leikskólann og almennt útivistarsvæði fyrir hverfið. Dregið var verulega úr byggingarmagni, húsum fækkað, þau lækkuð og umferð beint út úr hverfinu á tveimur stöðum til að létta á. Það fengu ekki allir allt sem þeir vildu en samráðið leiddi þó til þess að allgóð sátt varð um niðurstöðuna. Þegar Framsóknarflokkurinn tók við formennsku í skipulagsráði 2018 í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn var farið í endurskoðun á aðalskipulagi. Af óútskýrðum ástæðum var 10 íbúðum bætt við aðalskipulagið á Nónhæðinni þegar framkvæmdir voru langt komnar og íbúar í góðri trú um að staðið yrði við þá niðurstöðu sem samráðið leiddi af sér 2017. Ekki verður betur séð en lóðarhafi hafi arkað inn á bæjarskrifstofurnar og bætt þeim við sjálfur og notið til þess fulltingis Framsóknarflokksins annað hvort meðvitað eða með fullkomnum sofandahætti, slugsi og fúski. Þegar nýtt deiliskipulag var auglýst til að staðfesta aukninguna í þágu lóðarhafans klofnaði meirihlutinn og samstaða Sjálfstæðismanna klofnaði einnig en tveir þeirra tóku undir bókun mína um að virða beri lýðræðislega sátt sem náðst hafði um málið. Ráðist var í grenndarkynningu í framhaldi sem endaði þannig að viðbót upp á 10 íbúðir var hafnað. Þá kemur nú rúsínan í pylsuendanum sem sýnir svart á hvítu mikilvægi þess að kjörnir fulltrúar standi í lappirnar og séu með meðvitund. Lóðarhafinn kærði málið til úrskurðarnefndar og Kópavogsbær tapaði málinu vegna skorts á rökstuðningi. Ef þetta er tekið saman í örfá orð. Klofinn meirihluti með Framsóknarflokkinn við stýrið hafði ekki hugmynd um að hann hefði heimilað fleiri íbúðir umfram niðurstöðu lýðræðislegs samráðs. Aukningin er samt auglýst til að hægt sé að staðfesta þarfir lóðarhafans. Henni er svo hafnað. Málið er kært og bærinn tapar málinu því það er ekki hægt að rökstyðja þetta flopp. Hvað á að kalla þessi vinnubrögð? Fúsk? Þekkingarleysi? Áhugaleysi? Metnaðarleysi? Eða var þetta kannski ásetningur? Það þarf að minnsta kosti sérstaka hæfileika til klúðra skipulagsmáli líkt og kjörnir fulltrúar meirihlutaflokkanna í Kópavogi gera hér. Í þessu máli opinbera þeir sig sem afgreiðsluapparat fyrir uppbyggingaráform landeigenda sem setur fram hugmyndir út frá eigin hag frekar en almannahag. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Theódóra S. Þorsteinsdóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Á árunum 2014-2018 fékk ég einstakt tækifæri, sem formaður skipulagsráðs í Kópavogi, til að breyta vinnubrögðum í skipulagsmálum og auka samráð og aðkomu íbúa að þróun hverfa. Á kjörtímabilinu voru haldnir um 50 opnir samráðs- og upplýsingafundir um gerð hverfisáætlana og umfangsmikla stefnumótun og samþykkt var stefna bæjarins um að auka aðkomu íbúa að skipulagsmálum og það sem varðar nærumhverfi þeirra. Þannig ættu íbúar að leggja línurnar áður en kemur að lögformlegu skipulagsferli. Eftirspurn var eftir þessum vinnubrögðum því á árunum þar á undan höfðu ítrekað sprottið upp mótmæli þegar hrammar sterkra afla höfðu aftur og aftur tekið sér það vald að skipuleggja Kópavog eftir eigin þörfum. Við tóku breyttir tímar og ágætt dæmi um breytt vinnubrögð er samráðsferlið á kolli Nónhæðarinnar á árunum 2016-2017. Baháíar keyptu landið árið 1970 og stefndu að því að byggja sér musteri þar. Þeir seldu landið árið 2000 og þá hófu nýir eigendur að kynna fyrir bænum stórhuga hugmyndir að íbúðahverfi sem mótmælt var með samstöðu íbúa á nærliggjandi reitum. Ákveðið var að leggja af stað í umfangsmikið samráð með íbúum og öðrum hagaðilum árið 2016. Kópavogsbær með markmið svæðisskipulags, aðalskipulags, hverfisáætlunar og húsnæðisstefnu bæjarins að leiðarljósi. Eftir 14 mánaða samráðsferli fékk Kópavogsbær þriðjung af landinu undir útikennslusvæði fyrir leikskólann og almennt útivistarsvæði fyrir hverfið. Dregið var verulega úr byggingarmagni, húsum fækkað, þau lækkuð og umferð beint út úr hverfinu á tveimur stöðum til að létta á. Það fengu ekki allir allt sem þeir vildu en samráðið leiddi þó til þess að allgóð sátt varð um niðurstöðuna. Þegar Framsóknarflokkurinn tók við formennsku í skipulagsráði 2018 í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn var farið í endurskoðun á aðalskipulagi. Af óútskýrðum ástæðum var 10 íbúðum bætt við aðalskipulagið á Nónhæðinni þegar framkvæmdir voru langt komnar og íbúar í góðri trú um að staðið yrði við þá niðurstöðu sem samráðið leiddi af sér 2017. Ekki verður betur séð en lóðarhafi hafi arkað inn á bæjarskrifstofurnar og bætt þeim við sjálfur og notið til þess fulltingis Framsóknarflokksins annað hvort meðvitað eða með fullkomnum sofandahætti, slugsi og fúski. Þegar nýtt deiliskipulag var auglýst til að staðfesta aukninguna í þágu lóðarhafans klofnaði meirihlutinn og samstaða Sjálfstæðismanna klofnaði einnig en tveir þeirra tóku undir bókun mína um að virða beri lýðræðislega sátt sem náðst hafði um málið. Ráðist var í grenndarkynningu í framhaldi sem endaði þannig að viðbót upp á 10 íbúðir var hafnað. Þá kemur nú rúsínan í pylsuendanum sem sýnir svart á hvítu mikilvægi þess að kjörnir fulltrúar standi í lappirnar og séu með meðvitund. Lóðarhafinn kærði málið til úrskurðarnefndar og Kópavogsbær tapaði málinu vegna skorts á rökstuðningi. Ef þetta er tekið saman í örfá orð. Klofinn meirihluti með Framsóknarflokkinn við stýrið hafði ekki hugmynd um að hann hefði heimilað fleiri íbúðir umfram niðurstöðu lýðræðislegs samráðs. Aukningin er samt auglýst til að hægt sé að staðfesta þarfir lóðarhafans. Henni er svo hafnað. Málið er kært og bærinn tapar málinu því það er ekki hægt að rökstyðja þetta flopp. Hvað á að kalla þessi vinnubrögð? Fúsk? Þekkingarleysi? Áhugaleysi? Metnaðarleysi? Eða var þetta kannski ásetningur? Það þarf að minnsta kosti sérstaka hæfileika til klúðra skipulagsmáli líkt og kjörnir fulltrúar meirihlutaflokkanna í Kópavogi gera hér. Í þessu máli opinbera þeir sig sem afgreiðsluapparat fyrir uppbyggingaráform landeigenda sem setur fram hugmyndir út frá eigin hag frekar en almannahag. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Kópavogi.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun