Betri almenningssamgöngur núna! Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 25. febrúar 2023 13:32 Umræða um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins fór fram í borgarstjórn dagsins. Samgöngusáttmálinn var samþykktur í september 2019 og markmið hans var að stuðla að „greiðum skilvirkum, hagkvæmum og öruggum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu“. Borgarlína er hluti af sáttmálanum. Sósíalistar voru með fyrirvara við sáttmálann á sínum tíma um að fallið yrði frá áætlunum um veggjöld og að lóðabrask yrði ekki heimilað á Keldnalandi. Í staðinn yrði lóðum úthlutað til húsbygginga, byggingarsamvinnufélaga og annarra sem hafa áhuga á að byggja sér húsnæði. Auk þess var lagt til að farið yrði af meiri hraða í uppbyggingu borgarlínu og strætó en jafnframt tryggt að almenningssamgöngur væru byggðar upp samkvæmt væntingum þeirra sem nota þær. Við sósíalistar erum enn sömu skoðunar á þeim fyrirvörum sem voru lagðir fram. Við sjáum að helmingur af áætluðu fjármagni hefur ekki verið tryggður, þ.e. veggjöldin. Við erum á móti veggjöldum bæði vegna þess að slíkt er skattheimta sem bitnar mest á þeim efnaminni, og einnig því að það eru til aðrar sanngjarnari leiðir til að fjármagna verkefnið. Okkur finnst eðlilegast að sameiginlegir sjóðir fjármagni uppbyggingu almenningssamganga, uppbygginu sem er gríðarlega mikilvæg. En þegar þeir sameiginlegu sjóðir eru ekki nógu sterkir til að standa undir slíkri uppbyggingu, þá er ljóst að endurskoða þarf skattastefnu en við vitum að hin ríku greiða ekki eins og annað launafólk í sjóði . Það ætti að vera hægt að skoða nýjar fjármögnunarleiðir. Almenningur hefur ítrekað sagst vera mótfallinn vegtollum í skoðanakönnunum en styður á sama tíma réttlátari skattinnheimtu, þar sem ríkt fólk greiðir meira til samfélagsins. Umferðar- og flýtigjöld eru gríðarlega umdeild og lítil samstaða er með þeirri leið, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem fyrirætluð gjöld eru áætluð. Það er einnig gagnrýnivert hversu mikið framkvæmdir eru að tefjast. Samkvæmt upphaflegu markmiðunum átti sex framkvæmdum samgöngusáttmálans að vera lokið núna, og þremur öðrum í lok þessa árs. Við erum ekki komin svo langt. Á sama tíma er strætó, það kerfi sem farþegar eru að reiða sig á núna í molum. Tíðnin er alltof lítil, vanfjárfest er í vagnaflotanum og svo virðist sem borgin sé að gefast upp á beinu ráðningarsambandi við vagnstjóra (útvistun). Borgaryfirvöld tala um mikilvægi þess að bæta almenningssamgöngur en lítið er gert til að bæta stöðuna eins og hún er núna. Við sáum það í vetur þegar snjó var mokað inn í biðskýlin á sama tíma og fólk var skammað fyrir að keyra um á einkabíl. Orð og gjörðir eru ekki að fara saman. Við þurfum að gera strætó betri núna, ekki bara bíða eftir að framtíðin komi einn daginn og segja fólki að bíða þolinmótt þangað til. Það þarf fyrst að tryggja grunninn áður en farið er í að byggja upp þessi framtíðarverkefni. Annars hrynja þau niður eins og spilaborgir, og það eru ýmsar blikur á lofti að svo sé nú að verða. Betri samgöngur ohf er félag sem á að halda utan um framkvæmdirnar. Stjórn þess er að mestu leyti skipuð fólki sem er hliðhollt áherslum atvinnurekenda, þar með talið formaður Samtaka atvinnulífsins. Við sjáum á sama tíma ekki einn einasta fulltrúa frá samtökum á vegum farþega eða þeirra sem hafa reynslu af notkun almenningssamgangna og því að þurfa að reiða sig á þær. Ef fulltrúar atvinnurekenda fá setu í stjórninni, hvers vegna er ekki fulltrúi á vegum launafólks í stjórn? Sannarlega er það hagsmunamál launafólks að samgöngur séu tryggðar á réttlátan og sanngjarnan hátt og séu ekki of kostnaðarsamar. Ef ég dreg upp verstu sviðsmyndina. Hvernig bregst Reykjavíkurborg við ef aðrir aðilar standa ekki við sáttmálanum? Miðað við umræðurnar hér í dag þá virðist þetta standa á veikum fótum í augnablikinu og það er þrýstingur á að fyrirkomulagið verði endurskoðað. Sama hvað gerist, þá skiptir mestu máli að almenningssamgöngur verði byggðar upp út frá hagsmunum og þörfum þeirra sem nota þær. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Umræða um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins fór fram í borgarstjórn dagsins. Samgöngusáttmálinn var samþykktur í september 2019 og markmið hans var að stuðla að „greiðum skilvirkum, hagkvæmum og öruggum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu“. Borgarlína er hluti af sáttmálanum. Sósíalistar voru með fyrirvara við sáttmálann á sínum tíma um að fallið yrði frá áætlunum um veggjöld og að lóðabrask yrði ekki heimilað á Keldnalandi. Í staðinn yrði lóðum úthlutað til húsbygginga, byggingarsamvinnufélaga og annarra sem hafa áhuga á að byggja sér húsnæði. Auk þess var lagt til að farið yrði af meiri hraða í uppbyggingu borgarlínu og strætó en jafnframt tryggt að almenningssamgöngur væru byggðar upp samkvæmt væntingum þeirra sem nota þær. Við sósíalistar erum enn sömu skoðunar á þeim fyrirvörum sem voru lagðir fram. Við sjáum að helmingur af áætluðu fjármagni hefur ekki verið tryggður, þ.e. veggjöldin. Við erum á móti veggjöldum bæði vegna þess að slíkt er skattheimta sem bitnar mest á þeim efnaminni, og einnig því að það eru til aðrar sanngjarnari leiðir til að fjármagna verkefnið. Okkur finnst eðlilegast að sameiginlegir sjóðir fjármagni uppbyggingu almenningssamganga, uppbygginu sem er gríðarlega mikilvæg. En þegar þeir sameiginlegu sjóðir eru ekki nógu sterkir til að standa undir slíkri uppbyggingu, þá er ljóst að endurskoða þarf skattastefnu en við vitum að hin ríku greiða ekki eins og annað launafólk í sjóði . Það ætti að vera hægt að skoða nýjar fjármögnunarleiðir. Almenningur hefur ítrekað sagst vera mótfallinn vegtollum í skoðanakönnunum en styður á sama tíma réttlátari skattinnheimtu, þar sem ríkt fólk greiðir meira til samfélagsins. Umferðar- og flýtigjöld eru gríðarlega umdeild og lítil samstaða er með þeirri leið, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem fyrirætluð gjöld eru áætluð. Það er einnig gagnrýnivert hversu mikið framkvæmdir eru að tefjast. Samkvæmt upphaflegu markmiðunum átti sex framkvæmdum samgöngusáttmálans að vera lokið núna, og þremur öðrum í lok þessa árs. Við erum ekki komin svo langt. Á sama tíma er strætó, það kerfi sem farþegar eru að reiða sig á núna í molum. Tíðnin er alltof lítil, vanfjárfest er í vagnaflotanum og svo virðist sem borgin sé að gefast upp á beinu ráðningarsambandi við vagnstjóra (útvistun). Borgaryfirvöld tala um mikilvægi þess að bæta almenningssamgöngur en lítið er gert til að bæta stöðuna eins og hún er núna. Við sáum það í vetur þegar snjó var mokað inn í biðskýlin á sama tíma og fólk var skammað fyrir að keyra um á einkabíl. Orð og gjörðir eru ekki að fara saman. Við þurfum að gera strætó betri núna, ekki bara bíða eftir að framtíðin komi einn daginn og segja fólki að bíða þolinmótt þangað til. Það þarf fyrst að tryggja grunninn áður en farið er í að byggja upp þessi framtíðarverkefni. Annars hrynja þau niður eins og spilaborgir, og það eru ýmsar blikur á lofti að svo sé nú að verða. Betri samgöngur ohf er félag sem á að halda utan um framkvæmdirnar. Stjórn þess er að mestu leyti skipuð fólki sem er hliðhollt áherslum atvinnurekenda, þar með talið formaður Samtaka atvinnulífsins. Við sjáum á sama tíma ekki einn einasta fulltrúa frá samtökum á vegum farþega eða þeirra sem hafa reynslu af notkun almenningssamgangna og því að þurfa að reiða sig á þær. Ef fulltrúar atvinnurekenda fá setu í stjórninni, hvers vegna er ekki fulltrúi á vegum launafólks í stjórn? Sannarlega er það hagsmunamál launafólks að samgöngur séu tryggðar á réttlátan og sanngjarnan hátt og séu ekki of kostnaðarsamar. Ef ég dreg upp verstu sviðsmyndina. Hvernig bregst Reykjavíkurborg við ef aðrir aðilar standa ekki við sáttmálanum? Miðað við umræðurnar hér í dag þá virðist þetta standa á veikum fótum í augnablikinu og það er þrýstingur á að fyrirkomulagið verði endurskoðað. Sama hvað gerist, þá skiptir mestu máli að almenningssamgöngur verði byggðar upp út frá hagsmunum og þörfum þeirra sem nota þær. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar