Betri almenningssamgöngur núna! Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 25. febrúar 2023 13:32 Umræða um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins fór fram í borgarstjórn dagsins. Samgöngusáttmálinn var samþykktur í september 2019 og markmið hans var að stuðla að „greiðum skilvirkum, hagkvæmum og öruggum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu“. Borgarlína er hluti af sáttmálanum. Sósíalistar voru með fyrirvara við sáttmálann á sínum tíma um að fallið yrði frá áætlunum um veggjöld og að lóðabrask yrði ekki heimilað á Keldnalandi. Í staðinn yrði lóðum úthlutað til húsbygginga, byggingarsamvinnufélaga og annarra sem hafa áhuga á að byggja sér húsnæði. Auk þess var lagt til að farið yrði af meiri hraða í uppbyggingu borgarlínu og strætó en jafnframt tryggt að almenningssamgöngur væru byggðar upp samkvæmt væntingum þeirra sem nota þær. Við sósíalistar erum enn sömu skoðunar á þeim fyrirvörum sem voru lagðir fram. Við sjáum að helmingur af áætluðu fjármagni hefur ekki verið tryggður, þ.e. veggjöldin. Við erum á móti veggjöldum bæði vegna þess að slíkt er skattheimta sem bitnar mest á þeim efnaminni, og einnig því að það eru til aðrar sanngjarnari leiðir til að fjármagna verkefnið. Okkur finnst eðlilegast að sameiginlegir sjóðir fjármagni uppbyggingu almenningssamganga, uppbygginu sem er gríðarlega mikilvæg. En þegar þeir sameiginlegu sjóðir eru ekki nógu sterkir til að standa undir slíkri uppbyggingu, þá er ljóst að endurskoða þarf skattastefnu en við vitum að hin ríku greiða ekki eins og annað launafólk í sjóði . Það ætti að vera hægt að skoða nýjar fjármögnunarleiðir. Almenningur hefur ítrekað sagst vera mótfallinn vegtollum í skoðanakönnunum en styður á sama tíma réttlátari skattinnheimtu, þar sem ríkt fólk greiðir meira til samfélagsins. Umferðar- og flýtigjöld eru gríðarlega umdeild og lítil samstaða er með þeirri leið, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem fyrirætluð gjöld eru áætluð. Það er einnig gagnrýnivert hversu mikið framkvæmdir eru að tefjast. Samkvæmt upphaflegu markmiðunum átti sex framkvæmdum samgöngusáttmálans að vera lokið núna, og þremur öðrum í lok þessa árs. Við erum ekki komin svo langt. Á sama tíma er strætó, það kerfi sem farþegar eru að reiða sig á núna í molum. Tíðnin er alltof lítil, vanfjárfest er í vagnaflotanum og svo virðist sem borgin sé að gefast upp á beinu ráðningarsambandi við vagnstjóra (útvistun). Borgaryfirvöld tala um mikilvægi þess að bæta almenningssamgöngur en lítið er gert til að bæta stöðuna eins og hún er núna. Við sáum það í vetur þegar snjó var mokað inn í biðskýlin á sama tíma og fólk var skammað fyrir að keyra um á einkabíl. Orð og gjörðir eru ekki að fara saman. Við þurfum að gera strætó betri núna, ekki bara bíða eftir að framtíðin komi einn daginn og segja fólki að bíða þolinmótt þangað til. Það þarf fyrst að tryggja grunninn áður en farið er í að byggja upp þessi framtíðarverkefni. Annars hrynja þau niður eins og spilaborgir, og það eru ýmsar blikur á lofti að svo sé nú að verða. Betri samgöngur ohf er félag sem á að halda utan um framkvæmdirnar. Stjórn þess er að mestu leyti skipuð fólki sem er hliðhollt áherslum atvinnurekenda, þar með talið formaður Samtaka atvinnulífsins. Við sjáum á sama tíma ekki einn einasta fulltrúa frá samtökum á vegum farþega eða þeirra sem hafa reynslu af notkun almenningssamgangna og því að þurfa að reiða sig á þær. Ef fulltrúar atvinnurekenda fá setu í stjórninni, hvers vegna er ekki fulltrúi á vegum launafólks í stjórn? Sannarlega er það hagsmunamál launafólks að samgöngur séu tryggðar á réttlátan og sanngjarnan hátt og séu ekki of kostnaðarsamar. Ef ég dreg upp verstu sviðsmyndina. Hvernig bregst Reykjavíkurborg við ef aðrir aðilar standa ekki við sáttmálanum? Miðað við umræðurnar hér í dag þá virðist þetta standa á veikum fótum í augnablikinu og það er þrýstingur á að fyrirkomulagið verði endurskoðað. Sama hvað gerist, þá skiptir mestu máli að almenningssamgöngur verði byggðar upp út frá hagsmunum og þörfum þeirra sem nota þær. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Umræða um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins fór fram í borgarstjórn dagsins. Samgöngusáttmálinn var samþykktur í september 2019 og markmið hans var að stuðla að „greiðum skilvirkum, hagkvæmum og öruggum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu“. Borgarlína er hluti af sáttmálanum. Sósíalistar voru með fyrirvara við sáttmálann á sínum tíma um að fallið yrði frá áætlunum um veggjöld og að lóðabrask yrði ekki heimilað á Keldnalandi. Í staðinn yrði lóðum úthlutað til húsbygginga, byggingarsamvinnufélaga og annarra sem hafa áhuga á að byggja sér húsnæði. Auk þess var lagt til að farið yrði af meiri hraða í uppbyggingu borgarlínu og strætó en jafnframt tryggt að almenningssamgöngur væru byggðar upp samkvæmt væntingum þeirra sem nota þær. Við sósíalistar erum enn sömu skoðunar á þeim fyrirvörum sem voru lagðir fram. Við sjáum að helmingur af áætluðu fjármagni hefur ekki verið tryggður, þ.e. veggjöldin. Við erum á móti veggjöldum bæði vegna þess að slíkt er skattheimta sem bitnar mest á þeim efnaminni, og einnig því að það eru til aðrar sanngjarnari leiðir til að fjármagna verkefnið. Okkur finnst eðlilegast að sameiginlegir sjóðir fjármagni uppbyggingu almenningssamganga, uppbygginu sem er gríðarlega mikilvæg. En þegar þeir sameiginlegu sjóðir eru ekki nógu sterkir til að standa undir slíkri uppbyggingu, þá er ljóst að endurskoða þarf skattastefnu en við vitum að hin ríku greiða ekki eins og annað launafólk í sjóði . Það ætti að vera hægt að skoða nýjar fjármögnunarleiðir. Almenningur hefur ítrekað sagst vera mótfallinn vegtollum í skoðanakönnunum en styður á sama tíma réttlátari skattinnheimtu, þar sem ríkt fólk greiðir meira til samfélagsins. Umferðar- og flýtigjöld eru gríðarlega umdeild og lítil samstaða er með þeirri leið, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem fyrirætluð gjöld eru áætluð. Það er einnig gagnrýnivert hversu mikið framkvæmdir eru að tefjast. Samkvæmt upphaflegu markmiðunum átti sex framkvæmdum samgöngusáttmálans að vera lokið núna, og þremur öðrum í lok þessa árs. Við erum ekki komin svo langt. Á sama tíma er strætó, það kerfi sem farþegar eru að reiða sig á núna í molum. Tíðnin er alltof lítil, vanfjárfest er í vagnaflotanum og svo virðist sem borgin sé að gefast upp á beinu ráðningarsambandi við vagnstjóra (útvistun). Borgaryfirvöld tala um mikilvægi þess að bæta almenningssamgöngur en lítið er gert til að bæta stöðuna eins og hún er núna. Við sáum það í vetur þegar snjó var mokað inn í biðskýlin á sama tíma og fólk var skammað fyrir að keyra um á einkabíl. Orð og gjörðir eru ekki að fara saman. Við þurfum að gera strætó betri núna, ekki bara bíða eftir að framtíðin komi einn daginn og segja fólki að bíða þolinmótt þangað til. Það þarf fyrst að tryggja grunninn áður en farið er í að byggja upp þessi framtíðarverkefni. Annars hrynja þau niður eins og spilaborgir, og það eru ýmsar blikur á lofti að svo sé nú að verða. Betri samgöngur ohf er félag sem á að halda utan um framkvæmdirnar. Stjórn þess er að mestu leyti skipuð fólki sem er hliðhollt áherslum atvinnurekenda, þar með talið formaður Samtaka atvinnulífsins. Við sjáum á sama tíma ekki einn einasta fulltrúa frá samtökum á vegum farþega eða þeirra sem hafa reynslu af notkun almenningssamgangna og því að þurfa að reiða sig á þær. Ef fulltrúar atvinnurekenda fá setu í stjórninni, hvers vegna er ekki fulltrúi á vegum launafólks í stjórn? Sannarlega er það hagsmunamál launafólks að samgöngur séu tryggðar á réttlátan og sanngjarnan hátt og séu ekki of kostnaðarsamar. Ef ég dreg upp verstu sviðsmyndina. Hvernig bregst Reykjavíkurborg við ef aðrir aðilar standa ekki við sáttmálanum? Miðað við umræðurnar hér í dag þá virðist þetta standa á veikum fótum í augnablikinu og það er þrýstingur á að fyrirkomulagið verði endurskoðað. Sama hvað gerist, þá skiptir mestu máli að almenningssamgöngur verði byggðar upp út frá hagsmunum og þörfum þeirra sem nota þær. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun