Vísi barst myndir af meintum veggjakrotara þar sem hann gekk framhjá Melabúðinni og virðist halda á spreybrúsa. Kaupmenn í Melabúðinni voru þó snöggir til daginn eftir og máluðu yfir stafina „HNP“ sem búið var að krota á búðina.
Myndirnar eru stillur úr myndbandi sem Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir að lögreglan hafi undir höndum. Lögreglan er hins vegar engu nær um hver hafi staðið að verki. Málið sé á frumstigum rannsóknar, að sögn Ásmundar.

Auk Melabúðarinnar krotaði maðurinn á bílskúr og hús á Hjarðarhaga og víðar í Vesturbæ.
