Enginn friður í Fjarðabyggð? Ragnar Sigurðsson skrifar 26. febrúar 2023 10:31 Sjónarsviptir verður af Jóni Birni úr bæjarpólitíkinni í Fjarðabyggð. Fyrir áratuga starf í þágu sveitarfélagsins og framgangs þess á hann heiður skilinn og virðingu. Samstarf við Jón Björn hefur verið farsælt, þrátt fyrir að við séum ekki samherjar í pólitík höfum við oftast átt góða samvinnu. Neikvæð orðræða á samfélagsmiðlum og athugasemdakerfi fjölmiðla er engum til góðs. Enginn sem tekur þátt í sveitarstjórnarmálum fer varhluta af því. Hef ég þar fengið minn skammt. Fráfarandi bæjarstjóri hefur borið hita og þunga í málefnum meirihlutans og umræðan hefur oft einskorðast við hann. Eitthvað hefur borið á þeirri umræðu hér eystra síðustu daga að afsögn bæjarstjórans tengist aðför pólitískra andstæðinga hans. Því fer fjarri. Hvað varðar skipulags- og fasteignamál í Fannardal þá er þannig mál með vexti að maður að sunnan, mér ókunnur, sendir inn erindi til bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Í bréfinu sem sent var á skrifstofu sveitarfélagsins og alla kjörna fulltrúa, var vakin athygli á að fráfarandi bæjarstjóri hefði ekki tilskilin leyfi og hefði ekki greitt lögbundin fasteignagjöld. Sé það rétt er öllum ljóst að það er óásættanlegt. Að veði er trúverðugleiki og traust íbúa til sveitarfélagsins. Flestum var brugðið eftir þessa uppákomu en sú ákvörðun að hætta var alfarið hans og meirihlutans, ekki annarra. Ósanngirni er að kenna öðrum um. Enginn bæjarfulltrúi Fjarðabyggðar hefur tjáð sig opinberlega um þetta mál. Sjálfur hef ég sem forystumaður Sjálfstæðisflokks ítrekað neitað að tjá mig um málið í fjölmiðlum þar til að það hefur fengið efnislega umfjöllun. Því skal haldið til haga að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti strax ósk meirihlutans um að fresta málinu fyrir bæjarráði um eina viku. Ósanngirni hinna pólitísku andstæðinga var ekki meiri. Öllum má vera ljóst að rekstur Fjarðabyggðar er afar þungur. Umfangsmikil mál krefjast aðkallandi úrlausna, svo sem starfsmanna- og viðhaldsmál. Hefur minnihluti bæjarstjórnar ekki þvælst fyrir í úrlausn þeirra erfiðu mála. Ennfremur er skýrt að fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Fjarðarlistans verða að stíga fram og taka pólitíska ábyrgð til að forðast enn tíðari bæjarstjóraskipti. Þriðji bæjarstjórinn á tæpum fimm árum talar sínu máli. Það þarf meiri frið í Fjarðabyggð. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Ragnar Sigurðsson Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sjónarsviptir verður af Jóni Birni úr bæjarpólitíkinni í Fjarðabyggð. Fyrir áratuga starf í þágu sveitarfélagsins og framgangs þess á hann heiður skilinn og virðingu. Samstarf við Jón Björn hefur verið farsælt, þrátt fyrir að við séum ekki samherjar í pólitík höfum við oftast átt góða samvinnu. Neikvæð orðræða á samfélagsmiðlum og athugasemdakerfi fjölmiðla er engum til góðs. Enginn sem tekur þátt í sveitarstjórnarmálum fer varhluta af því. Hef ég þar fengið minn skammt. Fráfarandi bæjarstjóri hefur borið hita og þunga í málefnum meirihlutans og umræðan hefur oft einskorðast við hann. Eitthvað hefur borið á þeirri umræðu hér eystra síðustu daga að afsögn bæjarstjórans tengist aðför pólitískra andstæðinga hans. Því fer fjarri. Hvað varðar skipulags- og fasteignamál í Fannardal þá er þannig mál með vexti að maður að sunnan, mér ókunnur, sendir inn erindi til bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Í bréfinu sem sent var á skrifstofu sveitarfélagsins og alla kjörna fulltrúa, var vakin athygli á að fráfarandi bæjarstjóri hefði ekki tilskilin leyfi og hefði ekki greitt lögbundin fasteignagjöld. Sé það rétt er öllum ljóst að það er óásættanlegt. Að veði er trúverðugleiki og traust íbúa til sveitarfélagsins. Flestum var brugðið eftir þessa uppákomu en sú ákvörðun að hætta var alfarið hans og meirihlutans, ekki annarra. Ósanngirni er að kenna öðrum um. Enginn bæjarfulltrúi Fjarðabyggðar hefur tjáð sig opinberlega um þetta mál. Sjálfur hef ég sem forystumaður Sjálfstæðisflokks ítrekað neitað að tjá mig um málið í fjölmiðlum þar til að það hefur fengið efnislega umfjöllun. Því skal haldið til haga að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti strax ósk meirihlutans um að fresta málinu fyrir bæjarráði um eina viku. Ósanngirni hinna pólitísku andstæðinga var ekki meiri. Öllum má vera ljóst að rekstur Fjarðabyggðar er afar þungur. Umfangsmikil mál krefjast aðkallandi úrlausna, svo sem starfsmanna- og viðhaldsmál. Hefur minnihluti bæjarstjórnar ekki þvælst fyrir í úrlausn þeirra erfiðu mála. Ennfremur er skýrt að fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Fjarðarlistans verða að stíga fram og taka pólitíska ábyrgð til að forðast enn tíðari bæjarstjóraskipti. Þriðji bæjarstjórinn á tæpum fimm árum talar sínu máli. Það þarf meiri frið í Fjarðabyggð. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun