Að dýpka gjána Álfheiður Eymarsdóttir skrifar 27. febrúar 2023 08:31 Efling stendur nú í kjarabaráttu og ég óska þeim góðs gengis og vona að félagsmenn Eflingar nái skikkanlegum kjarabótum með sínum sjálfstæða samningarétti. Ég staldraði þó við þegar ég heyrði forystumenn félagsins halda því fram að þau þyrftu annarskonar samning því það væri mun dýrara að búa á höfuðborgarsvæðinu heldur en á landsbyggðinni. Oft er núningur á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins og hann er engum til góðs. Ég held að flestir Íslendingar séu eins og ég sjálf, ágæt blanda af malbiki og möl. Ég hef sem sé búið bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu og ég vil ekki dýpka gjána. Samstaða og samkennd er mun farsælli en þessi eilífi núningur. Það eru kostir og gallar við búsetu bæði á landsbyggð og á höfuðborgarsvæðinu. Og þess vegna þarf að gera athugasemdir við þessar staðhæfingar forystufólks Eflingar. Ég hef aldrei séð þennan rökstuðning fyrr frá verkalýðsforystunni og fór að klóra mér í hausnum og reyna að skilja hvað þau meintu. Húsnæðiskostnaður er mjög hár í höfuðborginni. Það neitar því enginn og þar liggur Íslandsmetið í húsnæðiskostnaði. En hann fer hækkandi á landsbyggðinni líka. En því til viðbótar búa flestir á landsbyggðinni við: Hærra bensínverð Hærra verð á matvöru Meiri kostnað við heilbrigðisþjónustu (því yfirleitt þarf að fara til Reykjavíkur, jafnvel til tannlæknis) Meiri kostnað við menntun Meiri kostnað við samgöngur Meiri kostnað við raforku Þessu til viðbótar er yfirleitt hærra verð á fatnaði og þjónustu ýmiskonar. Mín kenning er sú að þetta skýrist af því að oft á tíðum er einokun á landsbyggðinni, ekki fákeppni og eðlileg samkeppni eins og yfirleitt þekkist á höfuðborgarsvæðinu. Einokunin gerir það að verkum að þú hefur ekki val um viðskipti nema við einn aðila á nærsvæðinu, annars þarftu að keyra langar leiðir. Ég hef oft bent á það að það er ódýrara að kaupa sér bíl og reka hann, en að nota Strætó frá Selfossi til Reykjavíkur. Ég hef oft bent á það að við þurfum að senda börnin okkar í bæinn til að mennta sig mun fyrr en höfuðborgarbúar. Þetta hefur skánað með fjölgun framhaldsskóla á landsbyggðinni en framhaldsskólarnir sérhæfa sig í tegund náms og það sem þig langar að sérhæfa þig í er ekki endilega í boði í þinni heimabyggð. Þú ferð ekki í hestamennsku í FAS og þú ferð ekki í jöklafræði í FSU. Og við verðum að jafna raforkuverð milli þéttbýlis og dreifbýlis. Það var tekið eitt skref á síðasta kjörtímabili og nú vil ég að þetta mál sé klárað. Við gætum farið enn lengra í þessari greiningu. Kostnaðargreint lífsgæði. Hvort er dýrmætara, að ganga 100 metra í svifryki til að fá bolla af Cappucino með tvöföldum espresso, möndlumjólk og pínulítið af heslihnetusírópi -eða geta leyft börnum að valsa um áhyggjulaust í hreinu lofti. Leika sér á bryggjunni eða upp í sveit og kynnast frá unga aldri frumframleiðslu Íslendinga? Ég hef því miður hvorki kunnáttu né þekkingu til þess að kostnaðarmeta lífsgæði. En eftir að hafa klórað mér í hausnum í dálítinn tíma eftir að þessi yfirlýsing kom fram get ég ekki stutt þessa staðhæfingu eða baráttu ef hún er rekin á þeim forsendum að fólk á landsbyggðinni eigi að fá lægri laun en launafólk á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er bæjarfulltrúi í Árborg og fyrrverandi varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfheiður Eymarsdóttir Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Byggðamál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Sjá meira
Efling stendur nú í kjarabaráttu og ég óska þeim góðs gengis og vona að félagsmenn Eflingar nái skikkanlegum kjarabótum með sínum sjálfstæða samningarétti. Ég staldraði þó við þegar ég heyrði forystumenn félagsins halda því fram að þau þyrftu annarskonar samning því það væri mun dýrara að búa á höfuðborgarsvæðinu heldur en á landsbyggðinni. Oft er núningur á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins og hann er engum til góðs. Ég held að flestir Íslendingar séu eins og ég sjálf, ágæt blanda af malbiki og möl. Ég hef sem sé búið bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu og ég vil ekki dýpka gjána. Samstaða og samkennd er mun farsælli en þessi eilífi núningur. Það eru kostir og gallar við búsetu bæði á landsbyggð og á höfuðborgarsvæðinu. Og þess vegna þarf að gera athugasemdir við þessar staðhæfingar forystufólks Eflingar. Ég hef aldrei séð þennan rökstuðning fyrr frá verkalýðsforystunni og fór að klóra mér í hausnum og reyna að skilja hvað þau meintu. Húsnæðiskostnaður er mjög hár í höfuðborginni. Það neitar því enginn og þar liggur Íslandsmetið í húsnæðiskostnaði. En hann fer hækkandi á landsbyggðinni líka. En því til viðbótar búa flestir á landsbyggðinni við: Hærra bensínverð Hærra verð á matvöru Meiri kostnað við heilbrigðisþjónustu (því yfirleitt þarf að fara til Reykjavíkur, jafnvel til tannlæknis) Meiri kostnað við menntun Meiri kostnað við samgöngur Meiri kostnað við raforku Þessu til viðbótar er yfirleitt hærra verð á fatnaði og þjónustu ýmiskonar. Mín kenning er sú að þetta skýrist af því að oft á tíðum er einokun á landsbyggðinni, ekki fákeppni og eðlileg samkeppni eins og yfirleitt þekkist á höfuðborgarsvæðinu. Einokunin gerir það að verkum að þú hefur ekki val um viðskipti nema við einn aðila á nærsvæðinu, annars þarftu að keyra langar leiðir. Ég hef oft bent á það að það er ódýrara að kaupa sér bíl og reka hann, en að nota Strætó frá Selfossi til Reykjavíkur. Ég hef oft bent á það að við þurfum að senda börnin okkar í bæinn til að mennta sig mun fyrr en höfuðborgarbúar. Þetta hefur skánað með fjölgun framhaldsskóla á landsbyggðinni en framhaldsskólarnir sérhæfa sig í tegund náms og það sem þig langar að sérhæfa þig í er ekki endilega í boði í þinni heimabyggð. Þú ferð ekki í hestamennsku í FAS og þú ferð ekki í jöklafræði í FSU. Og við verðum að jafna raforkuverð milli þéttbýlis og dreifbýlis. Það var tekið eitt skref á síðasta kjörtímabili og nú vil ég að þetta mál sé klárað. Við gætum farið enn lengra í þessari greiningu. Kostnaðargreint lífsgæði. Hvort er dýrmætara, að ganga 100 metra í svifryki til að fá bolla af Cappucino með tvöföldum espresso, möndlumjólk og pínulítið af heslihnetusírópi -eða geta leyft börnum að valsa um áhyggjulaust í hreinu lofti. Leika sér á bryggjunni eða upp í sveit og kynnast frá unga aldri frumframleiðslu Íslendinga? Ég hef því miður hvorki kunnáttu né þekkingu til þess að kostnaðarmeta lífsgæði. En eftir að hafa klórað mér í hausnum í dálítinn tíma eftir að þessi yfirlýsing kom fram get ég ekki stutt þessa staðhæfingu eða baráttu ef hún er rekin á þeim forsendum að fólk á landsbyggðinni eigi að fá lægri laun en launafólk á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er bæjarfulltrúi í Árborg og fyrrverandi varaþingmaður.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun