Tommy Fury fyrstur til að sigra Jake Paul Bjarki Sigurðsson skrifar 27. febrúar 2023 07:38 Tommy Fury varð í gær fyrstur til að sigra Jake Paul í hnefaleikahringnum. Getty/Mohammed Saad Samfélagsmiðlastjarnan Jake Paul tapaði í gær sínum fyrsta hnefaleikabardaga. Hann hafði keppt sex sinnum áður og alltaf unnið en það var litli bróðir heimsmeistarans Tyson Fury, Tommy Fury, sem varð fyrstur til að sigra Paul. Jake Paul hefur verið vinsæll á samfélagsmiðlum í mörg ár, allt frá því að forritið Vine var upp á sitt besta. Tommy Fury gerði garðinn frægan í fimmtu þáttaröð Love Island. Bardagi Paul og Fury hafði lengi verið í uppsiglingu. Þeir áttu fyrst að berjast í desember árið 2021 en Fury hætti við eftir að hafa meiðst. Annar bardagi var skipulagður í ágúst í fyrra en Fury þurfti aftur að hætta við, nú vegna erfiðleika með að ferðast á staðinn. Að lokum náðist að fá þá tvo til að berjast í Sádí-Arabíu. Sá bardagi fór fram í gærkvöldi. Milljónir manna fylgdust með bardaganum í sjónvarpinu og voru einnig fjölmargir mættir á staðinn til að fylgjast með. Bræður kappanna, þungavigtarheimsmeistarinn Tyson Fury, og samfélagsmiðlastjarnan Logan Paul, voru mættir á svæðið, sem og íþróttamenn á borð við Mike Tyson og Cristiano Ronaldo. Bardaginn var ekkert sérstaklega spennandi, þeir áttu erfitt með að koma almennilegum höggum á hvorn annan en voru þó afar jafnir allan tímann. Rétt er að taka fram að Fury er fyrsti alvöru hnefaleikakappinn sem Paul mætir, hann hafði fyrir þetta einungis mætt öðrum samfélagsmiðlastjörnum og gömlum MMA-köppum. Hvorugum þeirra tókst að rota hinn í átta lotum og því var það undir dómurunum komið hver sigurvegarinn var. Tveir dómarar dæmdu Fury sigur og einn Paul. Fury sótti þar með sinn níunda sigur á ferlinum á meðan Paul þurfti að sætta sig við sitt fyrsta tap. Í samningi þeirra er ákvæði um að taparinn megi krefjast þess að berjast aftur sem Paul hefur sagst ætla að nýta sér. „Ég ber virðingu fyrir Tommy. Hann vann. Ekki dæma mig út frá sigrunum mínum, dæmið mig út frá töpunum mínum. Ég mun koma til baka. Ég held við eigum skilið að fá að berjast aftur. Þetta var frábær og jafn bardagi. Ég veit ekki hvort ég sé sammála dómurunum. Þetta er eins og það er, þetta eru hnefaleikar. Ég hef þegar sigrað lífið,“ sagði Paul eftir bardagann. Box Sádi-Arabía Samfélagsmiðlar Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Í beinni: Brighton - Chelsea | Úrvalsdeildarslagur á suðurströndinni Í beinni: Real Madrid - Atletico | Alvöru borgarslagur „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Hófí Dóra brunaði í 29. sæti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Fyndnast í Lokasókninni: „Var tveir fyrir einn í Herragarðinum?“ Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Dagskráin: Enski bikarinn, NBA og baráttan um Vesturlandið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Sjá meira
Jake Paul hefur verið vinsæll á samfélagsmiðlum í mörg ár, allt frá því að forritið Vine var upp á sitt besta. Tommy Fury gerði garðinn frægan í fimmtu þáttaröð Love Island. Bardagi Paul og Fury hafði lengi verið í uppsiglingu. Þeir áttu fyrst að berjast í desember árið 2021 en Fury hætti við eftir að hafa meiðst. Annar bardagi var skipulagður í ágúst í fyrra en Fury þurfti aftur að hætta við, nú vegna erfiðleika með að ferðast á staðinn. Að lokum náðist að fá þá tvo til að berjast í Sádí-Arabíu. Sá bardagi fór fram í gærkvöldi. Milljónir manna fylgdust með bardaganum í sjónvarpinu og voru einnig fjölmargir mættir á staðinn til að fylgjast með. Bræður kappanna, þungavigtarheimsmeistarinn Tyson Fury, og samfélagsmiðlastjarnan Logan Paul, voru mættir á svæðið, sem og íþróttamenn á borð við Mike Tyson og Cristiano Ronaldo. Bardaginn var ekkert sérstaklega spennandi, þeir áttu erfitt með að koma almennilegum höggum á hvorn annan en voru þó afar jafnir allan tímann. Rétt er að taka fram að Fury er fyrsti alvöru hnefaleikakappinn sem Paul mætir, hann hafði fyrir þetta einungis mætt öðrum samfélagsmiðlastjörnum og gömlum MMA-köppum. Hvorugum þeirra tókst að rota hinn í átta lotum og því var það undir dómurunum komið hver sigurvegarinn var. Tveir dómarar dæmdu Fury sigur og einn Paul. Fury sótti þar með sinn níunda sigur á ferlinum á meðan Paul þurfti að sætta sig við sitt fyrsta tap. Í samningi þeirra er ákvæði um að taparinn megi krefjast þess að berjast aftur sem Paul hefur sagst ætla að nýta sér. „Ég ber virðingu fyrir Tommy. Hann vann. Ekki dæma mig út frá sigrunum mínum, dæmið mig út frá töpunum mínum. Ég mun koma til baka. Ég held við eigum skilið að fá að berjast aftur. Þetta var frábær og jafn bardagi. Ég veit ekki hvort ég sé sammála dómurunum. Þetta er eins og það er, þetta eru hnefaleikar. Ég hef þegar sigrað lífið,“ sagði Paul eftir bardagann.
Box Sádi-Arabía Samfélagsmiðlar Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Í beinni: Brighton - Chelsea | Úrvalsdeildarslagur á suðurströndinni Í beinni: Real Madrid - Atletico | Alvöru borgarslagur „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Hófí Dóra brunaði í 29. sæti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Fyndnast í Lokasókninni: „Var tveir fyrir einn í Herragarðinum?“ Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Dagskráin: Enski bikarinn, NBA og baráttan um Vesturlandið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Sjá meira
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti