Ryðjum menntabrautina Hrönn Stefánsdóttir skrifar 27. febrúar 2023 09:32 Á Íslandi hefur hugmyndin um jafnrétti til náms verið til grundvallar í menntakerfinu. Enda er jafn réttur til náms ein besta leiðin til að jafna stöðu þegna í þjóðfélaginu. Margt hefur verið gert í íslensku þjóðfélagi til að tryggja þennan rétt til dæmis með því að hafa hófstillt skólagjöld í háskóla og með því að veita nemendum aðgang að námslánum. Þannig hafa allir hópar þjóðfélagsins aðgang að námi og má því segja að í raun sé Ísland land tækifæranna. En er jafnrétti til náms á Íslandi fyrir alla? Fatlaðir nemendur, langveikir og aðrir sem þurfa sérúrræði í námi er hópur sem stundum á erfitt með að sækja rétt sinn til þess að geta stundað nám. Samkvæmt lögum á að veita nemendum sem af einhverjum ástæðum geta ekki stundað nám sitt sérúrræði til þess að ryðja úr vegi þeim hindrunum sem eru á vegi nemandans, til dæmis með viðeigandi aðlögun. Viðeigandi aðlögun felur það í sér að gerðar eru lagfæringar eða breytingar sem tryggja að fatlað fólk geti notið eða nýtt sér það úrræði sem um ræðir. Í þessu getur falist breytingar á aðgengi að húsnæði sem tryggir í því að nemendur komist um byggingar en það sem er ekki síður mikilvægt er að aðlaga námið að þörfum allra nemenda. Oft eru það ekki miklar lagfæringar sem þarf að gera á námi eða námsaðstæðum til að gera það aðgengilegt og það er mismunandi eftir hverjum og einum nemanda og fötlun hans hvað þarf að gera til að auka möguleika hans til náms. Fyrir sum er sveigjanlegur námstími, meiri aðgangur að fjarkennslu, lengri próftími eða aðgangur að hljóðbókum nóg til þess að nemandi geti nýtt sér þau námstækifæri sem boðið er upp á og lokið námi sínu á farsælan hátt. Það er hagur þjóðfélagsins að menntunarstig sé hátt og að allir einstaklingar fái notið hæfileika sinna til fulls. Því er það grundvallaratriði að lögð sé áhersla að ryðja úr vegi þeim hindrunum sem valda því að sumir nemendur sem hafa fulla getu til að stunda nám, ef aðeins væri tekið tillit til þarfa þeirra, falli burtu úr námi vegna skorts á viðeigandi aðlögun. Háskólar vinna stöðugt betra starf að því að koma til móts við alla nemendur en því miður er það enn svo að það er torsóttara fyrir suma nemendur en aðra að fá þessa aðlögun. Sá hópur sem virðist helst eiga erfitt með að fá þau úrræði sem þeir þarfnast eru nemendur sem eru með ósýnilegar fatlanir eins og til dæmis fólk með gigt eða annan stoðkerfisvanda, geðraskanir eða aðra sjúkdóma sem sjást ekki utan á fólki og geta verið sveiflukenndir þannig að sumir dagar eru betri en aðrir. Þessir nemendur lenda jafnvel í því að þeir fá neitun um þá hjálp sem þeir eiga rétt á þrátt fyrir að vera með tilheyrandi læknisvottorð. Mikilvægt er að ryðja þessum hindrunum úr vegi til að ryðja menntabrautina fyrir alla nemendur. Með því tryggjum við að hæfileikar allra fái notið sín til fulls. Höfundur er formaður atvinnu- og menntahóps ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Skóla - og menntamál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur hugmyndin um jafnrétti til náms verið til grundvallar í menntakerfinu. Enda er jafn réttur til náms ein besta leiðin til að jafna stöðu þegna í þjóðfélaginu. Margt hefur verið gert í íslensku þjóðfélagi til að tryggja þennan rétt til dæmis með því að hafa hófstillt skólagjöld í háskóla og með því að veita nemendum aðgang að námslánum. Þannig hafa allir hópar þjóðfélagsins aðgang að námi og má því segja að í raun sé Ísland land tækifæranna. En er jafnrétti til náms á Íslandi fyrir alla? Fatlaðir nemendur, langveikir og aðrir sem þurfa sérúrræði í námi er hópur sem stundum á erfitt með að sækja rétt sinn til þess að geta stundað nám. Samkvæmt lögum á að veita nemendum sem af einhverjum ástæðum geta ekki stundað nám sitt sérúrræði til þess að ryðja úr vegi þeim hindrunum sem eru á vegi nemandans, til dæmis með viðeigandi aðlögun. Viðeigandi aðlögun felur það í sér að gerðar eru lagfæringar eða breytingar sem tryggja að fatlað fólk geti notið eða nýtt sér það úrræði sem um ræðir. Í þessu getur falist breytingar á aðgengi að húsnæði sem tryggir í því að nemendur komist um byggingar en það sem er ekki síður mikilvægt er að aðlaga námið að þörfum allra nemenda. Oft eru það ekki miklar lagfæringar sem þarf að gera á námi eða námsaðstæðum til að gera það aðgengilegt og það er mismunandi eftir hverjum og einum nemanda og fötlun hans hvað þarf að gera til að auka möguleika hans til náms. Fyrir sum er sveigjanlegur námstími, meiri aðgangur að fjarkennslu, lengri próftími eða aðgangur að hljóðbókum nóg til þess að nemandi geti nýtt sér þau námstækifæri sem boðið er upp á og lokið námi sínu á farsælan hátt. Það er hagur þjóðfélagsins að menntunarstig sé hátt og að allir einstaklingar fái notið hæfileika sinna til fulls. Því er það grundvallaratriði að lögð sé áhersla að ryðja úr vegi þeim hindrunum sem valda því að sumir nemendur sem hafa fulla getu til að stunda nám, ef aðeins væri tekið tillit til þarfa þeirra, falli burtu úr námi vegna skorts á viðeigandi aðlögun. Háskólar vinna stöðugt betra starf að því að koma til móts við alla nemendur en því miður er það enn svo að það er torsóttara fyrir suma nemendur en aðra að fá þessa aðlögun. Sá hópur sem virðist helst eiga erfitt með að fá þau úrræði sem þeir þarfnast eru nemendur sem eru með ósýnilegar fatlanir eins og til dæmis fólk með gigt eða annan stoðkerfisvanda, geðraskanir eða aðra sjúkdóma sem sjást ekki utan á fólki og geta verið sveiflukenndir þannig að sumir dagar eru betri en aðrir. Þessir nemendur lenda jafnvel í því að þeir fá neitun um þá hjálp sem þeir eiga rétt á þrátt fyrir að vera með tilheyrandi læknisvottorð. Mikilvægt er að ryðja þessum hindrunum úr vegi til að ryðja menntabrautina fyrir alla nemendur. Með því tryggjum við að hæfileikar allra fái notið sín til fulls. Höfundur er formaður atvinnu- og menntahóps ÖBÍ réttindasamtaka.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun